„Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meirihluta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2023 22:24 Bryndís Haraldsdóttir er formaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum í tugi klukkustunda frá því þing kom saman eftir jólahlé í síðustu viku. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata, sem hafa látið að sér kveða í umræðum um málið, ekki stýra þinginu. Þegar þessi frétt er skrifuð er málið enn til umræðu á þinginu, og hafa þingmenn Pírata verið duglegir að stíga upp í pontu Alþingis. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að málið verði ekki kallað aftur inn í nefnd, líkt og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði fyrr í dag að ætti að gera. „Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meirihluta. Meirihlutinn hefur ákveðið að þetta mál fái núna afgreiðslu og við höfum afgreitt það út úr nefndinni. Við höfum líka boðað það að við munum taka mál inn á milli annarrar og þriðju umræðu. Það er ekki óalgengt við svona mál eins og þetta,“ sagði Bryndís í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vafi um stjórnskipulegt gildi Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í sama viðtali að sér þætti sérkennilegt að boða í upphafi annarrar umræðu breytingar milli umræðna, án þess að vilja taka efnislega umræðu um þær breytingar í þingsal. „Við vonum að minnsta kosti að breytingarnar verði til þess að bæta frumvarpið. Það sem við höfum fyrst og fremst út á það að setja núna er að það er verið að afnema góða reglugerðarbreytingu Þórdísar Kolbrúnar sem verndar börn sem fest hafa hér rætur. Það er verið að skerða þjónustu hjá stórum hópi fólks, taka af því fæði, klæði, heilbrigðisþjónustu undir vissum skilmálum. Síðan hafa náttúrulega komið athugasemdir frá Mannréttindastofnun Háskóla Íslands að það sé vafasamt að þetta geti staðist stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði Logi. Einhverjir hafi misskilið ákvæði frumvarpsins Bryndís sagði að meirihlutinn hefði ekki ákveðið að gera neinar breytingar, þó það kynni að vera. Slíkar breytingar yrðu þá fyrst og fremst til þess að skýra frumvarpið. „Það er alveg ljóst að sumir hafa misskilið ákveðin ákvæði, þannig að það kann að vera að við þurfum að skýra það frekar, hvort sem er með hreinum breytingatillögum eða frekari umfjöllun í nefndaráliti, sem er auðvitað lögskýringargögn. Hér er ekki verið að brjóta mannréttindi á fólki, hér er einfaldlega verið að auka skilvirkni og ná betur utan um þennan mjög svo mikilvæga málaflokk,“ sagði Bryndís. Aðspurður hvort ekki væru líkur á að umræða um málið í þinginu myndi dragast enn frekar sagðist Logi ekki geta sagt til um það. „Samfylkingin hefur komið málefnalega inn í þessa umræðu. Við erum búin að halda okkar ræður, koma okkar sjónarmiðum á framfæri, leggja fram skýrt nefndarálit. Svo verðum við bara að sjá til,“ sagði Logi. Alþingi Flóttamenn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þegar þessi frétt er skrifuð er málið enn til umræðu á þinginu, og hafa þingmenn Pírata verið duglegir að stíga upp í pontu Alþingis. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að málið verði ekki kallað aftur inn í nefnd, líkt og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði fyrr í dag að ætti að gera. „Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meirihluta. Meirihlutinn hefur ákveðið að þetta mál fái núna afgreiðslu og við höfum afgreitt það út úr nefndinni. Við höfum líka boðað það að við munum taka mál inn á milli annarrar og þriðju umræðu. Það er ekki óalgengt við svona mál eins og þetta,“ sagði Bryndís í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vafi um stjórnskipulegt gildi Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í sama viðtali að sér þætti sérkennilegt að boða í upphafi annarrar umræðu breytingar milli umræðna, án þess að vilja taka efnislega umræðu um þær breytingar í þingsal. „Við vonum að minnsta kosti að breytingarnar verði til þess að bæta frumvarpið. Það sem við höfum fyrst og fremst út á það að setja núna er að það er verið að afnema góða reglugerðarbreytingu Þórdísar Kolbrúnar sem verndar börn sem fest hafa hér rætur. Það er verið að skerða þjónustu hjá stórum hópi fólks, taka af því fæði, klæði, heilbrigðisþjónustu undir vissum skilmálum. Síðan hafa náttúrulega komið athugasemdir frá Mannréttindastofnun Háskóla Íslands að það sé vafasamt að þetta geti staðist stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði Logi. Einhverjir hafi misskilið ákvæði frumvarpsins Bryndís sagði að meirihlutinn hefði ekki ákveðið að gera neinar breytingar, þó það kynni að vera. Slíkar breytingar yrðu þá fyrst og fremst til þess að skýra frumvarpið. „Það er alveg ljóst að sumir hafa misskilið ákveðin ákvæði, þannig að það kann að vera að við þurfum að skýra það frekar, hvort sem er með hreinum breytingatillögum eða frekari umfjöllun í nefndaráliti, sem er auðvitað lögskýringargögn. Hér er ekki verið að brjóta mannréttindi á fólki, hér er einfaldlega verið að auka skilvirkni og ná betur utan um þennan mjög svo mikilvæga málaflokk,“ sagði Bryndís. Aðspurður hvort ekki væru líkur á að umræða um málið í þinginu myndi dragast enn frekar sagðist Logi ekki geta sagt til um það. „Samfylkingin hefur komið málefnalega inn í þessa umræðu. Við erum búin að halda okkar ræður, koma okkar sjónarmiðum á framfæri, leggja fram skýrt nefndarálit. Svo verðum við bara að sjá til,“ sagði Logi.
Alþingi Flóttamenn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira