Seðlabanki Ástralíu greindi frá þessu í nótt en ákvörðunin var tekin í samráði við ríkisstjórn landsins. Rætt verður við innfædda í landinu og munu þeir aðstoða við að hanna nýja seðilinn, sem fer líklega ekki í umferð fyrr en eftir nokkur ár samkvæmt grein CNN.
Elísabet II er framan á núverandi útgáfu fimm dollara seðilsins og töldu margir að sonur hennar, Karl III, yrði næstur enda hefð fyrir því að ríkjandi þjóðhöfðingi sé á einhverjum seðli ríkisins. Hann verður þó á peningamyntum landsins en þær munu koma í umferð seinni hluta þessa árs. Hönnun myntanna verður afhjúpuð á næstu vikum.
