Grafreitir fyrir alla Ingvar Stefánsson skrifar 3. febrúar 2023 08:01 Okkur Íslendingum hefur verið tamt að miða vöxt þjóðar og samfélags við það sem þekkjum. Nú er svo komið að við erum reglulega minnt á að hinn stöðugi hægfara vöxtur fólks og hagkerfis er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig hlutirnir verða í framtíðinni. Gott dæmi um þetta eru mannfjöldaspár Íslendinga sem flestar hefur þurft að endurskoða. Staðan er að okkur er að fjölga til muna, það flytja fleiri til landsins en frá því og það fæðast mun fleiri en deyja. Við hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur höfum orðið vör við og búum okkur undir þessa þróun því staðreyndin er sú að þeim sem deyja fjölgar líka. Er nægt pláss fyrir allt þetta fólk? Miðað við mannfjöldaspár má gera ráð fyrir að fjöldi andláta og þar með útfara eigi eftir að tvöfaldast á næstu 20 til 30 árum. Á síðasta ári létust 2.749 manns samkvæmt þjóðskrá. Nú er svo komið að nánast öllu plássi í Hólavallagarði við Suðurgötu og Fossvogsgarði hefur verið ráðstafað. Samhliða hefur þeim sem kjósa líkbrennslu í stað hefðbundinnar greftrunar fjölgað til muna. Þannig hefur bálförum fjölgað úr því að vera 6,7% allra útfara á Íslandi árið 2001 í 40,3% árið 2021 og ef eingöngu er horft til höfuðborgarsvæðisins er hlutfallið yfir 55%. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram sem þýðir að þau svæði sem tekin eru undir grafreiti munu nýtast mun lengur því flatarmál hefðbundins kistuleiðis er 3 fermetrar en flatarmál grafstæðis duftkera 0,56 fermetrar. Auka má nýtni gömlu garðanna Auk sérstakra duftreita sem útbúnir hafa verið undanfarin ár er einnig heimilt að jarðsetja duftker í eldri leiði að fengnu samþykki umráðamanna viðkomandi leiðis. Þannig má jarðsetja allt að sex duftker í hvert leiði þar sem ein kista er fyrir. Þetta hafa mjög margir kosið að gera og það hefur stuðlað að því að nýjar kynslóðir halda áfram að koma í gömlu garðana sem þannig halda áfram að vera kyrrlátir en um leið „lifandi“ vettvangur þar sem fólk kemur til að minnast látinna ástvina og njóta útivistar í gróðursælu og fögru umhverfi. Með þessu móti er hægt að jarðsetja tugi þúsunda í gömlu garðana í nánustu framtíð. Með þessu móti geta fjölskyldur jafnvel sett upp við fjölskyldugrafreiti ofan í grafir forfeðra. Öll trú – og lífsskoðunarfélög eiga rétt Um þessar mundir vinnum við sem störfum hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur að nýrri stefnumótun fyrir fyrirtækið. Ljóst er að ákveðnar breytingar munu eiga sér stað. Aukin áhersla er á umhverfismál og fleiri valmöguleika við jarðsetningu. Sjálfur tel ég að það þurfi að endurskilgreina stöðu og hlutverk fyrirtækisins í ljósi breyttra aðstæðna í fjölmenningarsamfélagi nútímans. Þar verði lögð áhersla á að opna garðana í sátt við aðstandendur og nágranna og koma enn frekar til móts við ólík lífsskoðunar- og trúfélög því garðarnir eiga vera fyrir alla landsmenn óháð uppruna þeirra eða trúarbrögðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kirkjugarðar Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Sjá meira
Okkur Íslendingum hefur verið tamt að miða vöxt þjóðar og samfélags við það sem þekkjum. Nú er svo komið að við erum reglulega minnt á að hinn stöðugi hægfara vöxtur fólks og hagkerfis er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig hlutirnir verða í framtíðinni. Gott dæmi um þetta eru mannfjöldaspár Íslendinga sem flestar hefur þurft að endurskoða. Staðan er að okkur er að fjölga til muna, það flytja fleiri til landsins en frá því og það fæðast mun fleiri en deyja. Við hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur höfum orðið vör við og búum okkur undir þessa þróun því staðreyndin er sú að þeim sem deyja fjölgar líka. Er nægt pláss fyrir allt þetta fólk? Miðað við mannfjöldaspár má gera ráð fyrir að fjöldi andláta og þar með útfara eigi eftir að tvöfaldast á næstu 20 til 30 árum. Á síðasta ári létust 2.749 manns samkvæmt þjóðskrá. Nú er svo komið að nánast öllu plássi í Hólavallagarði við Suðurgötu og Fossvogsgarði hefur verið ráðstafað. Samhliða hefur þeim sem kjósa líkbrennslu í stað hefðbundinnar greftrunar fjölgað til muna. Þannig hefur bálförum fjölgað úr því að vera 6,7% allra útfara á Íslandi árið 2001 í 40,3% árið 2021 og ef eingöngu er horft til höfuðborgarsvæðisins er hlutfallið yfir 55%. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram sem þýðir að þau svæði sem tekin eru undir grafreiti munu nýtast mun lengur því flatarmál hefðbundins kistuleiðis er 3 fermetrar en flatarmál grafstæðis duftkera 0,56 fermetrar. Auka má nýtni gömlu garðanna Auk sérstakra duftreita sem útbúnir hafa verið undanfarin ár er einnig heimilt að jarðsetja duftker í eldri leiði að fengnu samþykki umráðamanna viðkomandi leiðis. Þannig má jarðsetja allt að sex duftker í hvert leiði þar sem ein kista er fyrir. Þetta hafa mjög margir kosið að gera og það hefur stuðlað að því að nýjar kynslóðir halda áfram að koma í gömlu garðana sem þannig halda áfram að vera kyrrlátir en um leið „lifandi“ vettvangur þar sem fólk kemur til að minnast látinna ástvina og njóta útivistar í gróðursælu og fögru umhverfi. Með þessu móti er hægt að jarðsetja tugi þúsunda í gömlu garðana í nánustu framtíð. Með þessu móti geta fjölskyldur jafnvel sett upp við fjölskyldugrafreiti ofan í grafir forfeðra. Öll trú – og lífsskoðunarfélög eiga rétt Um þessar mundir vinnum við sem störfum hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur að nýrri stefnumótun fyrir fyrirtækið. Ljóst er að ákveðnar breytingar munu eiga sér stað. Aukin áhersla er á umhverfismál og fleiri valmöguleika við jarðsetningu. Sjálfur tel ég að það þurfi að endurskilgreina stöðu og hlutverk fyrirtækisins í ljósi breyttra aðstæðna í fjölmenningarsamfélagi nútímans. Þar verði lögð áhersla á að opna garðana í sátt við aðstandendur og nágranna og koma enn frekar til móts við ólík lífsskoðunar- og trúfélög því garðarnir eiga vera fyrir alla landsmenn óháð uppruna þeirra eða trúarbrögðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar