Bæði fullviss um sigur í Félagsdómi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 3. febrúar 2023 14:49 Bæði Sólveig Anna formaður Eflingar og Halldór Benjamín framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru viss um sigur fyrir Félagsdómi. Vísir Bæði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru fullviss um sigur í deilu SA og Eflingar fyrir Félagsdómi. Dómurinn kemur saman klukkan fjögur í dag til að skera úr um hvort boðuð verkföll Eflingar séu lögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga frá ríkissáttasemjara liggur fyrir. Stór dagur er runninn upp í deilu Eflingar við SA annars vegar og ríkissáttasemjara hins vegar. Nú stendur yfir málflutningur í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi en sáttasemjari hefur farið fram á að Efling afhendi kjörskrá sína svo hann geti lagt miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki. Líklegt er að héraðsdómur gefi sér helgina til að taka ákvörðun. Klukkan fjögur síðdegis kemur Félagsdómur svo saman til að taka fyrir mál SA og Eflingar. Fyrirhuguð eru verkföll meðal Eflingarliða á Íslandshótelum og eiga þau að hefjast að óbreyttu á þriðjudag. Samtök atvinnulífsins vilja fá úr því skorið hvort verkföllin séu lögleg þar sem miðlunartillaga liggur fyrir frá ríkissáttasemjara. Báðar fylkingar eru vissar um sigur fyrir Félagsdómi. „Fyrir Félagsdómi er ég alveg 100 prósent sannfærð, meira en hér, vegna þess að málatilbúnaður Samtaka atvinnulífsins er eins fráleitur og hægt er að hugsa sér,“ sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu á leið inn í dómsal í héraðsdómi eftir hádegi í dag. „Við erum raunsæ. Við teljum að lögin séu okkar megin. Það er okkar skoðun að enginn sé hafinn yfir lögin, ekki Efling heldur, og ég vænti þess að Félagsdómur verði tiltölulega fljótur að úrskurða í þessu máli,“ segir Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu. Auk dómsmálanna sem hér hafa verið rakin hófst atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu í hádeginu í dag. Atkvæðagreiðslunni lýkur klukkan 18 næstkomandi þriðjudag. Verði verkfallsboðunin samþykkt hefjast þau verkföll á hádegi þriðjudaginn 15. febrúar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Ráðuneytið vísar frá kærunni sem Efling dró til baka Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur vísað frá stjórnsýslukæru Eflingar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Efling skaut kærunni í gær til héraðsdóms vegna þess hve félagið taldi ráðuneytið lengi að afgreiða kæruna. 3. febrúar 2023 09:44 Örlagaríkur dagur runninn upp í sögulegri deilu Spennan er farin að magnast í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Beðið er eftir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun tvö hefjist, beðið er eftir málflutningi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og sömuleiðis málflutnings í máli Eflingar og SA fyrir félagsdómi. Þá liggur fyrir dómstólum að úrskurða hvort umdeild miðlunartillaga sáttasemjara standist lög. 3. febrúar 2023 06:22 Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 2. febrúar 2023 15:50 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Stór dagur er runninn upp í deilu Eflingar við SA annars vegar og ríkissáttasemjara hins vegar. Nú stendur yfir málflutningur í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi en sáttasemjari hefur farið fram á að Efling afhendi kjörskrá sína svo hann geti lagt miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki. Líklegt er að héraðsdómur gefi sér helgina til að taka ákvörðun. Klukkan fjögur síðdegis kemur Félagsdómur svo saman til að taka fyrir mál SA og Eflingar. Fyrirhuguð eru verkföll meðal Eflingarliða á Íslandshótelum og eiga þau að hefjast að óbreyttu á þriðjudag. Samtök atvinnulífsins vilja fá úr því skorið hvort verkföllin séu lögleg þar sem miðlunartillaga liggur fyrir frá ríkissáttasemjara. Báðar fylkingar eru vissar um sigur fyrir Félagsdómi. „Fyrir Félagsdómi er ég alveg 100 prósent sannfærð, meira en hér, vegna þess að málatilbúnaður Samtaka atvinnulífsins er eins fráleitur og hægt er að hugsa sér,“ sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu á leið inn í dómsal í héraðsdómi eftir hádegi í dag. „Við erum raunsæ. Við teljum að lögin séu okkar megin. Það er okkar skoðun að enginn sé hafinn yfir lögin, ekki Efling heldur, og ég vænti þess að Félagsdómur verði tiltölulega fljótur að úrskurða í þessu máli,“ segir Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu. Auk dómsmálanna sem hér hafa verið rakin hófst atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu í hádeginu í dag. Atkvæðagreiðslunni lýkur klukkan 18 næstkomandi þriðjudag. Verði verkfallsboðunin samþykkt hefjast þau verkföll á hádegi þriðjudaginn 15. febrúar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Ráðuneytið vísar frá kærunni sem Efling dró til baka Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur vísað frá stjórnsýslukæru Eflingar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Efling skaut kærunni í gær til héraðsdóms vegna þess hve félagið taldi ráðuneytið lengi að afgreiða kæruna. 3. febrúar 2023 09:44 Örlagaríkur dagur runninn upp í sögulegri deilu Spennan er farin að magnast í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Beðið er eftir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun tvö hefjist, beðið er eftir málflutningi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og sömuleiðis málflutnings í máli Eflingar og SA fyrir félagsdómi. Þá liggur fyrir dómstólum að úrskurða hvort umdeild miðlunartillaga sáttasemjara standist lög. 3. febrúar 2023 06:22 Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 2. febrúar 2023 15:50 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Ráðuneytið vísar frá kærunni sem Efling dró til baka Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur vísað frá stjórnsýslukæru Eflingar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Efling skaut kærunni í gær til héraðsdóms vegna þess hve félagið taldi ráðuneytið lengi að afgreiða kæruna. 3. febrúar 2023 09:44
Örlagaríkur dagur runninn upp í sögulegri deilu Spennan er farin að magnast í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Beðið er eftir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun tvö hefjist, beðið er eftir málflutningi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og sömuleiðis málflutnings í máli Eflingar og SA fyrir félagsdómi. Þá liggur fyrir dómstólum að úrskurða hvort umdeild miðlunartillaga sáttasemjara standist lög. 3. febrúar 2023 06:22
Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 2. febrúar 2023 15:50