Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þar segir að rútan hafi oltið á hliðina á Ólafsfjarðarvegi skammt frá Múlagöngum.
Lögregla, slökkvilið og sjúkraflutningalið var sent á vettvang. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Þangað voru farþegar rútunnar fluttir og starfsfólk Rauða krossins hefur hlúð að þeim.
Lögregla vinnur nú að rannsókn á tildrögum slyssins á vettvangi.