Árangur fyrir heimilislausar konur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 4. febrúar 2023 10:01 Það er viðurkennt vandamál að heimilisleysi kvenna er mjög dulið sökum þess að talningar byggja einungis á gögnum um alla þá sem hafa einhvern tímann leitað í þjónustu borgarinnar vegna heimilisleysis, fyrir vikið er alltaf sá fyrirvari settur í öllum úttektum að líklegast sé umfangið vanáætlað. Þessi vanáætlun gerði vel vart við sig þegar ríki og borg tóku höndum saman í Covid og opnuðu tímabundið neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur í Skipholti. Ásóknin var mikil en árangurinn líka, því úrræðið líktist miklu frekar fyrirkomulagi stúdentaíbúða en neyðarskýla og reyndist valdeflandi. Konurnar fengu sér herbergi með sér baðherbergi, opið var allan sólarhringinn og matur í boði sem er langtum meiri stuðningur en konurnar höfðu áður kynnst. Líkt og í Konukoti var unnið út frá skaðaminnkandi hugmyndafræði og ekki sú krafa gerð að konurnar þyrftu að vera vímuefnalausar. Þetta litla einka afdrep þeirra og utanumhaldið leiddi þó til þess að þær höfðu meira rými til að hvílast og þannig leggja grunninn að bata. Eftir lokun athvarfsins héldu allar konurnar áfram í önnur framhaldsúrræði, ekki ein einasta snéri aftur á götuna, sem er áður óþekktur árangur. Neyðarathvarf verður að áfangaheimili Í nóvember 2021 sem ég lagði fyrst fram tillögu fyrir hönd okkar Sjálfstæðismanna um nýtt neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur í anda þess sem var í Skipholtinu í Covid. Eftir snúninga í borgarstjórn og Velferðarráði var tillagan send til skoðunar í stýrihóp um heimilisleysi sem formaður Velferðarráðs, Heiða Björg, leiddi sjálf. Tillagan hlaut þar framgang undir formerkjum nýs áfangaheimilis fyrir heimilislausar konur með vímuefnavanda, en það er þáttur í stefnubreytingu í málaflokknum í átt að meiri þrepaskiptingu þjónustunnar sem hefur gefið góða raun erlendis. Svo núna síðasta miðvikudag þann 1. febrúar 2023 var tillagan loks samþykkt í Velferðarráði. Nú er bara að fylgja tillögunni úr samþykkt yfir í framkvæmd. Við Sjálfstæðismenn erum virkilega hreykin af þessum árangri. Tillagan var svar við ákalli um að láta þessa þjónustu borgarinnar virka betur fyrir notendur hennar, og var forsenda ákvörðunar um að flýta endurskoðun á þjónustu borgarinnar í málefnum heimilislausra. Ný stefna var mörkuð þar sem lengra er gengið í að mæta fólki á þeirra forsendum. Öflugur stuðningur fólks víðsvegar að og þvert á flokka gaf tillögunni byr undir báða vængi. Fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna vil ég því þakka öllum sem lögðu málinu lið, kollegum mínum í Velferðarráði fyrir að veita góðri tillögu framgang og nýta hana vel, og seinast ekki síst öllum þeim sem starfa í málaflokknum og greiddu fyrir tillögunni með sínu góðu starfi og umbótavilja. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Borgarstjórn Málefni heimilislausra Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er viðurkennt vandamál að heimilisleysi kvenna er mjög dulið sökum þess að talningar byggja einungis á gögnum um alla þá sem hafa einhvern tímann leitað í þjónustu borgarinnar vegna heimilisleysis, fyrir vikið er alltaf sá fyrirvari settur í öllum úttektum að líklegast sé umfangið vanáætlað. Þessi vanáætlun gerði vel vart við sig þegar ríki og borg tóku höndum saman í Covid og opnuðu tímabundið neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur í Skipholti. Ásóknin var mikil en árangurinn líka, því úrræðið líktist miklu frekar fyrirkomulagi stúdentaíbúða en neyðarskýla og reyndist valdeflandi. Konurnar fengu sér herbergi með sér baðherbergi, opið var allan sólarhringinn og matur í boði sem er langtum meiri stuðningur en konurnar höfðu áður kynnst. Líkt og í Konukoti var unnið út frá skaðaminnkandi hugmyndafræði og ekki sú krafa gerð að konurnar þyrftu að vera vímuefnalausar. Þetta litla einka afdrep þeirra og utanumhaldið leiddi þó til þess að þær höfðu meira rými til að hvílast og þannig leggja grunninn að bata. Eftir lokun athvarfsins héldu allar konurnar áfram í önnur framhaldsúrræði, ekki ein einasta snéri aftur á götuna, sem er áður óþekktur árangur. Neyðarathvarf verður að áfangaheimili Í nóvember 2021 sem ég lagði fyrst fram tillögu fyrir hönd okkar Sjálfstæðismanna um nýtt neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur í anda þess sem var í Skipholtinu í Covid. Eftir snúninga í borgarstjórn og Velferðarráði var tillagan send til skoðunar í stýrihóp um heimilisleysi sem formaður Velferðarráðs, Heiða Björg, leiddi sjálf. Tillagan hlaut þar framgang undir formerkjum nýs áfangaheimilis fyrir heimilislausar konur með vímuefnavanda, en það er þáttur í stefnubreytingu í málaflokknum í átt að meiri þrepaskiptingu þjónustunnar sem hefur gefið góða raun erlendis. Svo núna síðasta miðvikudag þann 1. febrúar 2023 var tillagan loks samþykkt í Velferðarráði. Nú er bara að fylgja tillögunni úr samþykkt yfir í framkvæmd. Við Sjálfstæðismenn erum virkilega hreykin af þessum árangri. Tillagan var svar við ákalli um að láta þessa þjónustu borgarinnar virka betur fyrir notendur hennar, og var forsenda ákvörðunar um að flýta endurskoðun á þjónustu borgarinnar í málefnum heimilislausra. Ný stefna var mörkuð þar sem lengra er gengið í að mæta fólki á þeirra forsendum. Öflugur stuðningur fólks víðsvegar að og þvert á flokka gaf tillögunni byr undir báða vængi. Fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna vil ég því þakka öllum sem lögðu málinu lið, kollegum mínum í Velferðarráði fyrir að veita góðri tillögu framgang og nýta hana vel, og seinast ekki síst öllum þeim sem starfa í málaflokknum og greiddu fyrir tillögunni með sínu góðu starfi og umbótavilja. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun