Þóra hefur unnið bæði í útvarpi og sjónvarpi, hjá Stöð 2 og RÚV, en síðustu ár hefur hún starfað sem ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks.
Þóra er með B.A.-gráðu í heimspeki frá HÍ og háskólanum í Genóa og M.A.-gráðu í alþjóðastjórnmálum og þróunarhagfræði frá Johns Hopkins SAIS, Bologna og Washington DC.
Í gær var greint frá því að Þóra hafi hætt störfum hjá RÚV en Ingólfur Bjarni Sigfússon tók við sem ritstjóri Kveiks. Í samtali við fréttastofu sagðist hún reikna með því að það tæki hana nokkra daga að ganga frá í Efstaleiti.
„Ég er búin að vera í 25 ára í útvarpi, sjónvarpi, gert heimildaþætti, fréttaskýringaþætti, kosningaþætti og skemmtiþætti. Ég hef tekið á móti fleiri Eddum en flestir sjónvarpsmenn. Ég get alveg verið sátt við þennan aldarfjórðung,“ sagði Þóra.