Erdogan, forseti Tyrklands heimsótti í dag borgina Kahramanmaras þar sem eyðilegging er mikil. Þar ræddi hann við íbúa og hét uppbyggingu á þeim svæðum sem fóru illa út úr skjálftanum.
Íbúar leita sjálfir
Íbúar landsins hafa verið afar gagnrýnir á sein viðbrögð björgunarliða og segja þeir að stjórnvöld hafi undanfarið ekki gert nóg til að undirbúa slíkar hamfarir. Vitni sögðu í viðtali við AP fréttaveituna að það hefði tekið viðbragðsaðila um tólf tíma að koma til Ganziantep og íbúar hafi því sjálfir tekið upp á því að leita í rústum

Forsetinn hefur hafnað ásökunum um sein viðbrögð. Þrír mánuðir eru í næstu forsetakosningar sem taldar eru verða erfiðar fyrir Erdogan.
Segir að fólk muni deyja úr kulda
Heildarfjöldi látinna í löndunum tveimur er komin yfir ellefu þúsund og búist við að hún muni hækka. Tyrkir kalla eftir aukinni aðstoð.
„Við höfum ekkert vatn, engan mat. Við höfum ekkert. Ég vil hjálp og ekkert annað. Ég kæri mig ekki um skýli svo lengi sem börnin mín eru örugg,“ sagði Ceylan Akarca, fimm barna móðir í Tyrklandi.
Mjög kalt sé í veðri og aðstæður ómannúðlegar.
„Hér eru lítil börn. Ef fólk hefur ekki dáið undir rústunum mun það deyja úr kulda,“ sagði Derya Tokgoz, faðir í Tyrklandi.

Í Sýrlandi hefur líkum verið vafið inn í teppi og komið fyrir í nokkurs konar bráðabirgða líkhúsi. Ahmad Idris gerir hér á líkum ættingja sinna en hann missti eiginkonu sína, dóttur, barnabörn og tuttugu og einni ættingja til viðbótar.
„Elskan mín Dima, mín ástkæra Dima,“ sagði Ahmad Idris, íbúi í Sýrlandi.
Þessi nýfædda stúlka fannst í rústum í Sýrlandi en hún kom í heiminn þremur klukkutímum áður en hún fannst.
„Móðir hennar fæddi hana undir rústunum og öll fjölskylda hennar fórst. Það var nágranni sem kom með hana til okkar,“ segir Hani Maarouf, læknir.
Stúlkan litla er mikið marin og bólgin á baki, eyrum og andliti auk áverka á rifbeinum. Læknirinn segir líklegt að eitthvað þungt hafi fallið á hana.
Hópur Landsbjargar er nú kominn á hamfarasvæðið í Haity héraðinu í Tyrklandi og vinnur nú að því að setja upp tjöld og búnað sen notaður verður við svæðisstjórn. Ekkert rafmagn er á svæðinu og mikill skortur á bensíni og díselolíu.