Braut rúðu á hóteli og hrækti í andlit lögreglumanns Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 07:48 Vísir/Vilhelm Tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt um aðila sem braut rúðu á hóteli í miðborginni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Fram kemur að gerandinn hafi jafnframt verið með ógnandi tilburði. Þegar lögregla kom á vettvang gaf hún sig á tal við gerandann, sem reyndist ölvaður og óviðræðuhæfur. Gerandinn var handtekinn vegna gruns um eignaspjöll en þegar flytja átti gerandann á lögreglustöðina við Hverfisgötu hrækti gerandinn í andlit lögreglumanns sem sat við hlið hans í lögreglubifreiðinni. Viðkomandi var vistaður í fangaklefa. Lögregla sinnti veitingahúsaeftirliti á sjö veitingahúsum í miðborginni í nótt og kannaði réttindi dyravarða. Þrír einstaklingar í miðbænum sinntu dyravörslu án þess að vera með tilskilin réttindi. Inni á einum veitingastað voru of margir gestir þegar lögregla kom á vettvang. Ábyrðgaraðila var kynnt að skýrsla yrði rituð vegna brots á lögum um veitingastaði og hann látinn vita að ef lögregla kæmi aftur á vettvang og ekki yrði gætt að gestafjölda yrði veitingastaðnum lokað. Þá var tilkynnt um ógnandi mann sem neitaði að yfirgefa húsnæði í hverfi 105. Aðilinn var áberandi ölvaður þegar lögregla kom á vettvang. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að viðkomandi hafi brugðist illa við og lamið frá sér í lögreglubifreið. Aðilinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem vakthafandi varðstjóri ræddi við hann og að viðræðum loknum var aðilanum ekið til sín heima. Þá var tilkynnt um minniháttar líkamsárás á skemmtistað í miðborginni. Gerandinn var þó farinn af vettvangi en árásarþolinn kvaðst vita hver gerandinn var. Árásarþolanum var tjáð að sækja sér áverkavottorð og panta tíma í kærumóttöku. Þá barst tilkynning um aðila í Kópavogi sem gekk berserksgang og olli minniháttar skemmdarverkum. Fram kemur að aðilinn hafi augljóslega verið undir áhrifum áfengis. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Reykjavík Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Fram kemur að gerandinn hafi jafnframt verið með ógnandi tilburði. Þegar lögregla kom á vettvang gaf hún sig á tal við gerandann, sem reyndist ölvaður og óviðræðuhæfur. Gerandinn var handtekinn vegna gruns um eignaspjöll en þegar flytja átti gerandann á lögreglustöðina við Hverfisgötu hrækti gerandinn í andlit lögreglumanns sem sat við hlið hans í lögreglubifreiðinni. Viðkomandi var vistaður í fangaklefa. Lögregla sinnti veitingahúsaeftirliti á sjö veitingahúsum í miðborginni í nótt og kannaði réttindi dyravarða. Þrír einstaklingar í miðbænum sinntu dyravörslu án þess að vera með tilskilin réttindi. Inni á einum veitingastað voru of margir gestir þegar lögregla kom á vettvang. Ábyrðgaraðila var kynnt að skýrsla yrði rituð vegna brots á lögum um veitingastaði og hann látinn vita að ef lögregla kæmi aftur á vettvang og ekki yrði gætt að gestafjölda yrði veitingastaðnum lokað. Þá var tilkynnt um ógnandi mann sem neitaði að yfirgefa húsnæði í hverfi 105. Aðilinn var áberandi ölvaður þegar lögregla kom á vettvang. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að viðkomandi hafi brugðist illa við og lamið frá sér í lögreglubifreið. Aðilinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem vakthafandi varðstjóri ræddi við hann og að viðræðum loknum var aðilanum ekið til sín heima. Þá var tilkynnt um minniháttar líkamsárás á skemmtistað í miðborginni. Gerandinn var þó farinn af vettvangi en árásarþolinn kvaðst vita hver gerandinn var. Árásarþolanum var tjáð að sækja sér áverkavottorð og panta tíma í kærumóttöku. Þá barst tilkynning um aðila í Kópavogi sem gekk berserksgang og olli minniháttar skemmdarverkum. Fram kemur að aðilinn hafi augljóslega verið undir áhrifum áfengis. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Reykjavík Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira