Þórsarar unnu öruggan sigur á Keflvíkingum þegar liðin mættust í Boganum á Akureyri í dag.
Kristján Atli Marteinsson og Alexander Már Þorláksson komu Þórsurum í 2-0 forystu snemma leiks en Daníel Gylfason minnkaði muninn fyrir Suðurnesjamenn í fyrri hálfleik.
Kristófer Kristjánsson og Ingimar Arnar Kristjánsson skoruðu mörk síðari hálfleiks og tryggðu Þórsurum 4-1 sigur.
Þetta var fyrsti leikur Þórsara í Lengjubikarnum en Keflvíkingar eru með þrjú stig eftir að hafa unnið sigur í fyrstu umferð.