Keflavík sagði frá því á miðlum sínum að félagið hafi samið við hina 29 ára gömlu Veru Varis.
Varis kemur í markið fyrir hina bandarísku Samönthu Murphy sem var mikilvæg fyrir Keflavíkurliðið sem náði að halda sæti sínu í deildinni í fyrrasumar.
Varis varð finnskur meistari með KuPS síðasta sumar en hún lék tíu af 23 deildarleikjum liðsins og fékk á sig níu mörk í þeim
Áður en Varis var hjá KuPS þá lék hún í þrjú tímabil í Damallsvenskan í Svíþjóð með Limhamn Bunkeflo og Vaxjo DFF. Varis spilaði og stundaði líka nám í University of Central Florida í Bandaríkjunum.