Tilfinningaþrungnir endurfundir móður og átta barna eftir fjögurra ára aðskilnað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 20:01 Gleðin skein úr andliti barnanna þegar þau komust loks í fang móður sinnar eftir langt ferðalag og fjögurra ára aðskilnað. Vísir/Vilhelm Það var tilfinningaþrungin stund í Leifsstöð í dag, þegar Hodman Omar hitti börnin sín átta, eftir fjögurra ára aðskilnað. Hodman Omar er fjörutíu ára gömul, menntuð sem læknir og kemur frá Sómalíu. Hún er gift íslenskum manni, Gunnari Waage og hefur verið hér á landi í fjögur ár sem flóttamaður. Hún neyddist til að flýja heimili sitt í Mogadishu, Sómalíu þar sem hryðjuverkasamtökin al-Shaba höfðu tekið yfir. Ferðalag hennar til Íslands gekk ekki áfallalaust en Hodman fór meðal annars á gúmmíbát yfir til Tyrklands og vissi að þeirri ákvörðun fylgdi mikil áhætta. Þetta var mjög erfitt. Það voru kannski helmingslíkur á að ég lifði eða dæi. Ég vildi bara komast þangað sem frelsi og friður ríkti. Hodman á átta börn á aldrinum sex til 17 ára, og hafði ekki séð þau í fjögur ár þar til börnin komu til landsins í dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Hodman og ræddum við hana þar sem hún undirbjó komu barnanna í gær. Hún sagðist ekkert hafa borðað undanfarna daga af tilhlökkun. Stærðin skiptir ekki máli þegar þau eru öll saman Hodman og eiginmaður hennar búa í lítilli íbúð í Hafnafirði. Það er ljóst að þegar átta börn hafa bæst við verður þröngt á þingi en Hodman segist ekki hafa áhyggjur af því. Þetta séu góðar aðstæður miðað við það sem þau eru vön og á meðan þau séu öll saman skipti stærðin á heimilinu ekki máli. Þau eru þó að leita sér að stærri íbúð. Hér munu börnin átta sofa. Vísir/Sigurjón Tilfinningaþrungin stund Og loksins rann langþráði dagurinn upp. Hodman var mætt ásamt eiginmanni sínum og pabba hans, systur sinni og vinkonu upp á Keflavíkurflugvöll í hádeginu í dag, til að taka á móti börnunum. Hodman var með elstu börnin í myndsímtali alveg frá lendingu og fyldist með þeim þar til þau nálguðust komusalinn. Börnin rétt ókomin og spennan var nánast áþreifanleg. Vísir/Vilhelm Og svo var komið að stóru stundinni sem má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Endurfundirnir voru vægast sagt tilfinningaþrungnir og mörg tár féllu. Hodman faðmar börnin sín eitt af öðru og eins og sjá má var þetta tilfinningaþrungin stund. Vísir/Vilhelm Yngstu börnin voru mjög spennt og áhugasöm yfir myndavélinni og brostu sínu breiðasta fyrir ljósmyndaraVísir/Vilhelm Langt og erfitt ferðalag Ferðalagið var langt og strangt fyrir systkinahópinn og hlökkuðu þau til að fara heim á nýja heimilið sitt til að hvíla sig. „Við erum mjög þreytt. Nú förum við heim og þau fara í sturtu,“ sagði Hodman. „Síðan fáum við okkur að borða. Svo hvílum við okkur og sofum.“ Svo segjum við hvert öðru sögur eftir fjögurra ára aðskilnað. Fjölskyldan loks sameinuð eftir fjögur ár. Vísir/Vilhelm Það dugði ekkert minna en tvær litlar rútur til að ferja barnahópinn heim úr Keflavík.Vísir/Vilhelm Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Sómalía Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Ferðalag hennar til Íslands gekk ekki áfallalaust en Hodman fór meðal annars á gúmmíbát yfir til Tyrklands og vissi að þeirri ákvörðun fylgdi mikil áhætta. Þetta var mjög erfitt. Það voru kannski helmingslíkur á að ég lifði eða dæi. Ég vildi bara komast þangað sem frelsi og friður ríkti. Hodman á átta börn á aldrinum sex til 17 ára, og hafði ekki séð þau í fjögur ár þar til börnin komu til landsins í dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Hodman og ræddum við hana þar sem hún undirbjó komu barnanna í gær. Hún sagðist ekkert hafa borðað undanfarna daga af tilhlökkun. Stærðin skiptir ekki máli þegar þau eru öll saman Hodman og eiginmaður hennar búa í lítilli íbúð í Hafnafirði. Það er ljóst að þegar átta börn hafa bæst við verður þröngt á þingi en Hodman segist ekki hafa áhyggjur af því. Þetta séu góðar aðstæður miðað við það sem þau eru vön og á meðan þau séu öll saman skipti stærðin á heimilinu ekki máli. Þau eru þó að leita sér að stærri íbúð. Hér munu börnin átta sofa. Vísir/Sigurjón Tilfinningaþrungin stund Og loksins rann langþráði dagurinn upp. Hodman var mætt ásamt eiginmanni sínum og pabba hans, systur sinni og vinkonu upp á Keflavíkurflugvöll í hádeginu í dag, til að taka á móti börnunum. Hodman var með elstu börnin í myndsímtali alveg frá lendingu og fyldist með þeim þar til þau nálguðust komusalinn. Börnin rétt ókomin og spennan var nánast áþreifanleg. Vísir/Vilhelm Og svo var komið að stóru stundinni sem má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Endurfundirnir voru vægast sagt tilfinningaþrungnir og mörg tár féllu. Hodman faðmar börnin sín eitt af öðru og eins og sjá má var þetta tilfinningaþrungin stund. Vísir/Vilhelm Yngstu börnin voru mjög spennt og áhugasöm yfir myndavélinni og brostu sínu breiðasta fyrir ljósmyndaraVísir/Vilhelm Langt og erfitt ferðalag Ferðalagið var langt og strangt fyrir systkinahópinn og hlökkuðu þau til að fara heim á nýja heimilið sitt til að hvíla sig. „Við erum mjög þreytt. Nú förum við heim og þau fara í sturtu,“ sagði Hodman. „Síðan fáum við okkur að borða. Svo hvílum við okkur og sofum.“ Svo segjum við hvert öðru sögur eftir fjögurra ára aðskilnað. Fjölskyldan loks sameinuð eftir fjögur ár. Vísir/Vilhelm Það dugði ekkert minna en tvær litlar rútur til að ferja barnahópinn heim úr Keflavík.Vísir/Vilhelm
Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Sómalía Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira