LAVA, Breiðablik, FH og Viðstöðu eru öll með 16 stig eftir 17 leiki og verða þrjú þessara liða í eldlínunni í kvöld.
Fyrri leikur kvöldsins er viðureign Breiðabliks og Fylkis klukkan 19:30, en Fylkismenn spyrna sér frá botninum með sigri.
Klukkan 20:30 er svo komið að viðureign LAVA og Viðstöðu, en eins og áður segir eru liðin jöfn að stigum og í harðri baráttu innbyrðis, sem og við önnur lið, um fimmta sæti deildarinnar.
Beina útsendingu frá leikjum kvöldsins má sjá á Stöð 2 eSport, eða einfaldlega í spilaranum hér fyrir neðan.