Vinsældir slíkra farartækja hafa aukist gríðarlega á undanförnum árum og ef breytingarnar ná fram að ganga verður nú miðað við að slík farartæki megi ekki aka hraðar en 25 kílómetra á klukkustund. Hjól sem fara hraðar en það yrðu því bönnuð í umferðinnni.
Þá verður ökumönnum rafhlaupahjóla heimilað að aka á vegum þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 kílómetrar á klukkustund. Einnig verða settar reglur um áfengismagn í blóði ökumanna slíkra tækja auk þess sem aldurstakmörk verða sett.
Börnum yngri en þrettán ára verður bannað að vera á rafhlaupahjólum og börnum yngri en sextán ára gert skylt að nota hjálm.