Áður en Björn var ráðinn til Arion starfaði hann hjá Boston Consulting Group (BCG). Hjá BCG hefur hann meðal annars starfað með mörgum af stærstu fjármálafyrirtækjum Ástralíu og Norðurlanda að stefnumarkandi verkefnum í upplýsingatækni. Fyrir vann hann sem stjórnandi og sérfræðingur hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum, meðal annars sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Byr.
Björn er með BS próf í tölvunarfræði og MS próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA próf frá Melbourne Business School. Björn er giftur Hrefnu Þorbjörgu Hákonardóttur sjúkraþjálfara og eiga þau tvö börn.