Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts Máni Snær Þorláksson skrifar 16. febrúar 2023 10:45 Röskva leggur megináherslu á að gjaldtaka hefjist ekki fyrr en samgöngukort býðst stúdentum á hóflegu verði. Vísir/Friðrik Þór Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær. Síðastliðinn þriðjudag var haldinn fundur í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Á fundinum lagði fulltrúi frá stúdentahreyfingunni Vöku fram ályktunartillögu um að leggjast gegn gjaldtöku á bílastæðum við háskólann. Tillögunni var þó vísað frá og gagnrýndi Vaka, sem er í minnihluta, fulltrúa Röskvu fyrir það. Vaka sendi frá sér yfirlýsingu og sagði að með þessu væri afstaða Röskvu skýr. Í yfirlýsingunni var Röskva þá sökuð um að með þessu væri hreyfingin ekki að verja hagsmuni stúdenta Leggja áherslu á samgöngukort Röskva hefur sent frá sér athugasemdir vegna umfjöllunar um málið. Í athugasemdunum kemur fram að fulltrúi Röskvu í Stúdentaráði hafi lagt fram tillögu vegna gjaldskyldunnar áður en ályktunartillaga Vöku var lögð fram. Í tillögu Röskvu var lagt til að skrifstofa Stúdentaráðs myndi beita sér áfram fyrir því að samgöngukort á viðráðanlegu verði bjóðist stúdentum áður eða samhliða því að gjaldskylda verður tekin upp á bílastæðunum. „Tillagan fól einnig í sér að skrifstofa Stúdentaráðs myndi krefjast skriflegrar staðfestingu frá háskólayfirvöldum á því, þannig að ferlið sé með öllu gagnsætt fyrir stúdenta. Þess má geta að Stúdentaráðsliðar minnihlutans kusu ekki á móti tillögunni, þau kusu með og sátu hjá. Þá skal því einnig haldið til haga að tillögu Vöku var vísað frá, en ekki felld því það var ekki greitt um hana atkvæði samkvæmt fundarsköpum. Henni var vísað frá þar sem Stúdentaráð hafði þegar samþykkt tillögu varðandi sama mál í samræmi við stefnu sína í málaflokknum.“ Röskva bendir á að vinna við heildarskipulag háskólasvæðisins, þar á meðal áform um gjaldskyldu á bílastæðin, hefur verið í gangi síðastliðin 10 ár. Þrátt fyrir það er ennþá ekki komið á hreint hvernig útfærslan verður. Röskva segir að þess vegna hafi fulltrúi þeirra lagt fram tillöguna um samgöngukortið. Þá vekur Röskva athygli á því að málaflokkurinn hefur verið til umræðu og kynningar á háskólaþingum skólans undanfarin ár og á opnum stúdentafundi sem haldinn var árið 2020. „Rétt er að taka fram að fulltrúar minnihlutans hafa ekki tjáð afstöðu sína á þeim stöðum, nú síðast á háskólaþingi 18. nóvember 2022. Það hlýtur að skjóta skökku við.“ Komið verði til móts við stúdenta sem verða að reiða sig á einkabíl Í athugasemdunum segir Röskva að með hreyfinguna í meirihluta hafi Stúdentaráð beitt sér fyrir mótvægisaðgerðum. Hreyfingin vill að þegar til gjaldtökunnar kemur verði byrðin á stúdenta í algjöru lágmarki. Þess vegna sé megináhersla lögð á að gjaldtaka hefjist ekki fyrr en svokallaður U-passi, samgöngukort að erlendri fyrirmynd, verður tekið í gagnið. „Það er til dæmis þess vegna sem Röskvuliðar beittu sér fyrir því að stúdentar fengju undanþágu frá gjaldskyldu við Landspítalann líkt og starfsmenn, með þeim árangri að Landspítalinn ákvað að fresta gjaldtöku á stúdenta. Sú undanþága er tímabundin og hafa Röskvuliðar því lagt kapp á mótvægisaðgerðir áður en Landspítalinn fellir niður undanþágur sínar. Röskva hefur einnig ítrekað að það verði að koma til móts við þá stúdenta sem vegna nauðsynjar verða að reiða sig á einkabíl, til að tryggja jafnt aðgengi að námi.“ Háskólar Hagsmunir stúdenta Bílastæði Tengdar fréttir Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fleiri fréttir Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Sjá meira
Síðastliðinn þriðjudag var haldinn fundur í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Á fundinum lagði fulltrúi frá stúdentahreyfingunni Vöku fram ályktunartillögu um að leggjast gegn gjaldtöku á bílastæðum við háskólann. Tillögunni var þó vísað frá og gagnrýndi Vaka, sem er í minnihluta, fulltrúa Röskvu fyrir það. Vaka sendi frá sér yfirlýsingu og sagði að með þessu væri afstaða Röskvu skýr. Í yfirlýsingunni var Röskva þá sökuð um að með þessu væri hreyfingin ekki að verja hagsmuni stúdenta Leggja áherslu á samgöngukort Röskva hefur sent frá sér athugasemdir vegna umfjöllunar um málið. Í athugasemdunum kemur fram að fulltrúi Röskvu í Stúdentaráði hafi lagt fram tillögu vegna gjaldskyldunnar áður en ályktunartillaga Vöku var lögð fram. Í tillögu Röskvu var lagt til að skrifstofa Stúdentaráðs myndi beita sér áfram fyrir því að samgöngukort á viðráðanlegu verði bjóðist stúdentum áður eða samhliða því að gjaldskylda verður tekin upp á bílastæðunum. „Tillagan fól einnig í sér að skrifstofa Stúdentaráðs myndi krefjast skriflegrar staðfestingu frá háskólayfirvöldum á því, þannig að ferlið sé með öllu gagnsætt fyrir stúdenta. Þess má geta að Stúdentaráðsliðar minnihlutans kusu ekki á móti tillögunni, þau kusu með og sátu hjá. Þá skal því einnig haldið til haga að tillögu Vöku var vísað frá, en ekki felld því það var ekki greitt um hana atkvæði samkvæmt fundarsköpum. Henni var vísað frá þar sem Stúdentaráð hafði þegar samþykkt tillögu varðandi sama mál í samræmi við stefnu sína í málaflokknum.“ Röskva bendir á að vinna við heildarskipulag háskólasvæðisins, þar á meðal áform um gjaldskyldu á bílastæðin, hefur verið í gangi síðastliðin 10 ár. Þrátt fyrir það er ennþá ekki komið á hreint hvernig útfærslan verður. Röskva segir að þess vegna hafi fulltrúi þeirra lagt fram tillöguna um samgöngukortið. Þá vekur Röskva athygli á því að málaflokkurinn hefur verið til umræðu og kynningar á háskólaþingum skólans undanfarin ár og á opnum stúdentafundi sem haldinn var árið 2020. „Rétt er að taka fram að fulltrúar minnihlutans hafa ekki tjáð afstöðu sína á þeim stöðum, nú síðast á háskólaþingi 18. nóvember 2022. Það hlýtur að skjóta skökku við.“ Komið verði til móts við stúdenta sem verða að reiða sig á einkabíl Í athugasemdunum segir Röskva að með hreyfinguna í meirihluta hafi Stúdentaráð beitt sér fyrir mótvægisaðgerðum. Hreyfingin vill að þegar til gjaldtökunnar kemur verði byrðin á stúdenta í algjöru lágmarki. Þess vegna sé megináhersla lögð á að gjaldtaka hefjist ekki fyrr en svokallaður U-passi, samgöngukort að erlendri fyrirmynd, verður tekið í gagnið. „Það er til dæmis þess vegna sem Röskvuliðar beittu sér fyrir því að stúdentar fengju undanþágu frá gjaldskyldu við Landspítalann líkt og starfsmenn, með þeim árangri að Landspítalinn ákvað að fresta gjaldtöku á stúdenta. Sú undanþága er tímabundin og hafa Röskvuliðar því lagt kapp á mótvægisaðgerðir áður en Landspítalinn fellir niður undanþágur sínar. Röskva hefur einnig ítrekað að það verði að koma til móts við þá stúdenta sem vegna nauðsynjar verða að reiða sig á einkabíl, til að tryggja jafnt aðgengi að námi.“
Háskólar Hagsmunir stúdenta Bílastæði Tengdar fréttir Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fleiri fréttir Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Sjá meira
Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50