„Dagurinn í dag skilaði mjög litlu“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2023 17:55 Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, er ekki vongóður á að viðræður á morgun skili miklu. Vísir/Ívar Viðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki skilað neinum árangri í dag. Fundað verður aftur í fyrramálið en Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir að búið sé að vinna að útfærslu samnings en í lok dags sé ljóst að vinnan hafi ekki þokast mikið. „Það er ennþá mjög mikið bil á milli samningsaðila,“ sagði Ástráður er hann ræddi við fréttafólk eftir fundarhöld dagsins. Hann sagði að ef ekki gengi betur á morgun óttaðist hann að til verkfalls kæmi. Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu var nýverið frestað þar til á mánudaginn. Til að komast hjá verkfalli hafa deiluaðilar því bara einn dag til stefnu til að komast að samkomulagi um samninga eða áframhaldandi frestun. „Sáttasemjari er alltaf tilbúinn,“ sagði Ástráður er hann var spurður hvort viðræður væru mögulega tilgangslausar. „Ef það myndast einhver glufa eða einhver tækifæri reynum við auðvitað að nota þau. Ég ætla að vona að ef þetta fer svona eins og við óttumst, að það gerist ekki með þannig hurðaskellum að það sé engin leið til baka.“ „Það er samt þannig, ég verð að segja ykkur hreint út, eins og er, að dagurinn í dag skilaði mjög litlu og eiginlega engu,“ sagði Ástráður. Hann gat ekki sagt á hverju viðræðurnar hefðu strandað en sagði að deiluaðilar hefðu mismunandi sýn á hvaða svigrúm væru til staðar til launahækkana og bilið á milli þeirra væri einfaldlega of breitt. Ástráður sagði að honum þætti vinnan hafa verið á jákvæðum forsendum. Hugmyndum hefði verið kastað fram og reynt hefði verið að finna leiðir til að brúa bilið milli deiluaðila. „Svo kannski dreymir menn eitthvað fallega í nótt og kannski verður það lausnin. Hún kemur kannski til okkar í draumi.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Hafna samningum SA við Eflingu og Matvís Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafna samningum Samtaka atvinnulífsins (SA) við Eflingu og Matvís. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það skjóta skökku við að fyrirtæki á veitingamarkaði fái ekki að koma að samningsborðinu. 18. febrúar 2023 16:40 Von er á tilkynningu á sjötta tímanum Von er á tilkynningu frá settum ríkissáttasemjara varðandi samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA er aftur kominn á kreik og hefur tekið þátt í fundarhöldum dagsins. 18. febrúar 2023 14:55 Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17. febrúar 2023 22:18 Eiginlegar kjarasamningsviðræður hafnar Settur ríkissáttasemjari segir góðan tón vera í samningsaðilum í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að samninganefndirnar hafi hafið eiginlega vinnu við gerð nýs kjarasamnings. 17. febrúar 2023 18:11 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það er ennþá mjög mikið bil á milli samningsaðila,“ sagði Ástráður er hann ræddi við fréttafólk eftir fundarhöld dagsins. Hann sagði að ef ekki gengi betur á morgun óttaðist hann að til verkfalls kæmi. Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu var nýverið frestað þar til á mánudaginn. Til að komast hjá verkfalli hafa deiluaðilar því bara einn dag til stefnu til að komast að samkomulagi um samninga eða áframhaldandi frestun. „Sáttasemjari er alltaf tilbúinn,“ sagði Ástráður er hann var spurður hvort viðræður væru mögulega tilgangslausar. „Ef það myndast einhver glufa eða einhver tækifæri reynum við auðvitað að nota þau. Ég ætla að vona að ef þetta fer svona eins og við óttumst, að það gerist ekki með þannig hurðaskellum að það sé engin leið til baka.“ „Það er samt þannig, ég verð að segja ykkur hreint út, eins og er, að dagurinn í dag skilaði mjög litlu og eiginlega engu,“ sagði Ástráður. Hann gat ekki sagt á hverju viðræðurnar hefðu strandað en sagði að deiluaðilar hefðu mismunandi sýn á hvaða svigrúm væru til staðar til launahækkana og bilið á milli þeirra væri einfaldlega of breitt. Ástráður sagði að honum þætti vinnan hafa verið á jákvæðum forsendum. Hugmyndum hefði verið kastað fram og reynt hefði verið að finna leiðir til að brúa bilið milli deiluaðila. „Svo kannski dreymir menn eitthvað fallega í nótt og kannski verður það lausnin. Hún kemur kannski til okkar í draumi.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Hafna samningum SA við Eflingu og Matvís Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafna samningum Samtaka atvinnulífsins (SA) við Eflingu og Matvís. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það skjóta skökku við að fyrirtæki á veitingamarkaði fái ekki að koma að samningsborðinu. 18. febrúar 2023 16:40 Von er á tilkynningu á sjötta tímanum Von er á tilkynningu frá settum ríkissáttasemjara varðandi samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA er aftur kominn á kreik og hefur tekið þátt í fundarhöldum dagsins. 18. febrúar 2023 14:55 Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17. febrúar 2023 22:18 Eiginlegar kjarasamningsviðræður hafnar Settur ríkissáttasemjari segir góðan tón vera í samningsaðilum í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að samninganefndirnar hafi hafið eiginlega vinnu við gerð nýs kjarasamnings. 17. febrúar 2023 18:11 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hafna samningum SA við Eflingu og Matvís Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafna samningum Samtaka atvinnulífsins (SA) við Eflingu og Matvís. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það skjóta skökku við að fyrirtæki á veitingamarkaði fái ekki að koma að samningsborðinu. 18. febrúar 2023 16:40
Von er á tilkynningu á sjötta tímanum Von er á tilkynningu frá settum ríkissáttasemjara varðandi samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA er aftur kominn á kreik og hefur tekið þátt í fundarhöldum dagsins. 18. febrúar 2023 14:55
Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17. febrúar 2023 22:18
Eiginlegar kjarasamningsviðræður hafnar Settur ríkissáttasemjari segir góðan tón vera í samningsaðilum í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að samninganefndirnar hafi hafið eiginlega vinnu við gerð nýs kjarasamnings. 17. febrúar 2023 18:11