Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. febrúar 2023 09:03 Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlæknisfræði og yfirlæknir við geðþjónustu Landspítala segir litla þjóð eins og Ísland, þar sem flestir fylgjast með sömu tveimur til þremur fjölmiðlunum daglega, eiga það til að fara í nokkuð öran vöxt á greiningum miðað við hvað hefur verið áberandi í viðtölum og umræðum. Engilbert nefnir kulnun, breytingaskeið kvenna og ADHD greiningar sem dæmi. Þunglyndi sé hins vegar oft orsökin, þótt það teljist ekki nægilega spennandi umræðuefni. Vísir/Vilhelm Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. „Það getur verið dýrt að leita sér aðstoðar. Hver tími hjá sálfræðingi kostar umtalsverða fjárhæð utan heilsugæslunnar og aðgengi að geðlæknum á stofu hefur farið minnkandi. Það gleymist stundum að heimilislæknar eru afar vanir að greina og meðhöndla þunglyndi og hafa nú sálfræðinga sér við hlið á nær öllum heilsugæslustöðvum,“ segir Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði og yfirlæknir við geðþjónustu Landspítala og bætir við: „Ég tel þó afar mikilvægt að tryggja öllum, óháð efnahag, aðgengi að þjónustu sálfræðinga, sem hafa lokið tilteknu námi og þjálfun ekki síður en þjónustu lækna og sjúkraþjálfara.“ Áskorun er nýr efnisflokkur á Vísi þar sem við munum fjalla á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag fjöllum við um þunglyndi. Einkenni: Skap, líðan, líkamleg Birtingarmynd þunglyndis er mjög margbreytileg. Það er til dæmis langt í frá þannig að allir einstaklingar með þunglyndi glími við svo alvarlegt orkuleysi að þau komist ekki fram úr rúmi á morgnana. Að sögn Engilberts á slíkt lamandi þunglyndi aðeins við um þá sem verða hvað veikastir en það er e.t.v. 10-20% þeirra sem glíma við þunglyndi í einhverri mynd. Þunglyndi er hins vegar mjög algengt. Faraldsfræðirannsóknir sína að á hverjum tíma glíma 5-10% einstaklinga við þunglyndi í einhverri birtingarmynd. Einkenni þunglyndis eru til dæmis: Skap, drifkraftur: leiði/pirringur, almennt áhugaleysi, vonleysi, lágt sjálfsmat. Andleg líðan: Neikvæðni, samviskubit, einbeitingaskortur, mögulegar hugsanir um dauðann, fólk getur orðið meyrt eða lítið í sér (grátur/tárast). Líkamleg: Þreyta og orkuleysi, lítill drifkraftur, breyting á svefnvenjum, breyting á matarvenjum sem ýmist leiða til þyngdartaps eða þyngdaraukningar. Sem dæmi má nefna að algengt er þegar konur og karlar upplifa vaxandi orkuleysi þá byrja þau, einkum konurnar, oft á því að velta fyrir sér hlutum eins og járnskorti eða jafnvel krabbameinum. Skýringin getur þó oft verið þunglyndi, enda er þunglyndi algengast hjá konum á barnseignaraldri.“ Að glíma við þunglyndi getur haft mikil áhrif á daglegt líf. „Þegar við erum þunglynd eigum við erfiðara með svo margt í daglegu lífi. Lífið getur þá orðið eins og löng fjallganga í þoku þar sem við finnum ekki vörðurnar og þar sem óvissa er um hvar sú vegferð muni enda. Þegar við erum þunglynd aukast líkurnar á að erfið samskipti geti komið upp innan fjölskyldna því að við erum viðkvæmari þá en ella, líklegri til að oftúlka, ofhugsa, og styttra inn í kviku sálarlífsins hjá okkur. Þá eiga vissulega vel við orðin úr Einræðum Starkaðar: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ segir Engilbert og bætir við: „Og þá erum við einnig líklegri til að draga okkur í hlé frá vinum og félagslífi þótt einvera sé alls ekki til bóta þegar fólk er langt niðri. Bara það að vinur mæti í stutta heimsókn og fari með okkur út í stuttan göngutúr getur verið þýðingarmikið í glímunni við þunglyndi og þá einangrun sem því fylgir oft. Stundum áttum við okkur ekki á því að líðan okkar getur skýrst af þunglyndi af því að við höfum fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvað þunglyndi er, sem eiga ekki alltaf við rök að styðjast.“ Orkuleysi er dæmi um einkenni þunglyndis en Engilbert segir algengt að fólk, sérstaklega konur, fari þá að velta fyrir sér hlutum eins og járnskorti eða jafnvel krabbameini þegar þunglyndi er rétta skýringin. Þunglyndi er algengast hjá konum á barneignaraldri. Dæmi um áföll sem geta orsakað þunglyndi eru til dæmis ástvinamissir eða veikindi, erfiðleikar í parsambandi, atvinnuleysi eða fjárhagsáyggjur. Vísir/Vilhelm Kulnun, breytingaskeiðið, ADHD greiningar og fleira Engilbert segir veldisvöxt hafa verið á nokkrum greiningum. „Við Íslendingar erum smáþjóð og flest lesum við sömu tvo til þrjá miðlana daglega. Þessu fylgir nokkur hætta á að ör vöxtur verði í sumum greiningum eftir nokkur áberandi viðtöl og umræðu um þau á netmiðlum.“ Og nefnir dæmi. „Ég nefni sem dæmi kulnun, en veruleg aukning sést þar í tilvísunum til Virk á síðasta áratug þótt greiningin hafi ekki verið til í greiningarkerfi WHO, ICD-10, sem hefur verið við lýði víðast hvar í heiminum um langa hríð. Annað dæmi er umræðan um breytingaskeið kvenna á síðustu árum sem leiddi til þess að mun fleiri konur en áður töldu sig þurfa að fara til heimilislæknis eða kvensjúkdómalæknis til að ræða mögulega kven- eða karlhormónameðferð. Sívaxandi eftirspurn eftir ADHD greiningum hér á landi er enn eitt dæmið.“ Engilbert segir að á síðasta ári hafi 18% stráka á aldrinum 10-17 ára fengið lyfseðil fyrir ADHD-lyfi á Íslandi. „Það er vel umfram algengistölur flestra rannsókna. Á sama tíma og umræðan um ADHD og kulnun hefur aukist í fjölmiðlum, hefur umræðan um algengustu lyndisröskunina, þunglyndi, orðið minna áberandi.“ Að sögn Engilberts sé umræðan um þunglyndi í dag þó meiri en hún var því fyrir um aldarfjórðungi síðan þótti hún töluverð nýnæmi í fjölmiðlun. En þykir almennt ekki nægilega spennandi í netmiðlum í dag sýnist mér. Þetta gerir það að verkum að fólk áttar sig síður á þætti þunglyndis þegar depurð, orkuleysi, áhugaleysi, svartsýni, lækkað sjálfsmat og algeng vandamál eins og svefnröskun eða skert einbeiting valda því erfiðleikum, en öll virðast fara að hugsa um að þau séu að glíma við kulnun og þurfi að fara í leyfi, helst langt leyfi og endurstilla ýmislegt í lífinu.“ Í ljósi þess að það að fá aðstoð er dýrt og að mati Engilberts eitthvað sem þarf að vera öllum aðgengilegt, bendir hann á dæmi um hvernig viðhorfið okkar mætti mögulega breytast líka. „Það má svo sem benda á að við bregðumst oftast strax við þótt við þurfum að borga 100 þúsund krónur fyrir viðgerð á bílnum okkar, en fólk sem hefur ráð á því er ekki alltaf reiðubúið að greiða sömu upphæð fyrir fimm tíma hjá sálfræðingi. Taka þunglyndislyfja er ódýrari kostur og hlutfall Íslendinga sem fá þau skrifað út á hverju ári nálgast nú 1 af hverjum 6 til 7 á hverjum tíma og er hærra en í flestum löndum. Um helmingur notkunar þeirra á Vesturlöndum er þó vegna annarra ábendinga en þunglyndis, oftast þá kvíðaraskana.“ Engilbert segir karlmenn síður leita til heimilislæknis eða sálfræðinga til að ræða andlega vanlíðan. Þeir séu hins vegar líklegri til að leita í áfengi eða aðra vímugjafa ef þeir verða þunglyndir. Þá eru sjálfsvíg karlmanna í flestum löndum þrefalt algengari en hjá konum. Skömm og niðurlæging getur oft átt þátt í að þunglyndi þróast. Þetta getur verið sérstaklega erfitt í litlu samfélagi eins og á Íslandi. Vísir/Vilhelm Skömm og niðurlæging dæmi um orsök Engilbert segir þunglyndi geta orsakast af mörgu. Algengustu orsakirnar séu hins vegar áföll. Dæmi um áföll geta verið: Ástvinamissir Erfiðleikar í parasambandi Atvinnuleysi Flutningar Streita/álag í vinnu Fjárhagsáhyggjur „Erfðafræðiþáttur er einnig til staðar en vegur mun minna en í áhættunni á að veikjast af geðklofa eða geðhvörfum, og vegur einnig minna en í tengslum við taugaþroskaröskun eins og einhverfu,“ segir Engilbert. Engilbert segir konur að jafnaði duglegri við að leita sér hjálpar út af vanlíðan en karlmenn. „Karlmenn fara síður til heimilislæknis eða panta tíma hjá sálfræðingi til að ræða andlega vanlíðan. En þeir eru hins vegar líklegri en konur til að leita frekar í til dæmis áfengi eða aðra vímugjafa ef þeir verða þunglyndir.“ Engilbert segir sjálfsvíg karla í flestum löndum um þrefalt algengari en hjá konum. Konur geri hins vegar mun oftar oftar sjálfsvígstilraunir sem ekki leiða til sjálfsvígs og þá er sjálfsskaði einnig algengari hjá konum. Skömm og niðurlæging á oft þátt í að þunglyndi þróast. Þetta eru erfiðar tilfinningar og það getur verið sérstaklega erfitt að upplifa þær í nærsamfélagi eins og hér á Íslandi þar sem venjulegt fólk getur til dæmis verið mjög berskjaldað í fjölmiðlum til lengri tíma af því að samfélagið er svo lítið.“ Þá segir Engilbert reglulega áfengisneyslu og notkun annarra vímugjafa geta orsakað þunglyndi. Það þunglyndi geti gengið hratt og vel til baka á tveimur til fjórum vikum ef fólk nær að láta af þeirri neyslu. „Maður sér einnig allt of marga koma á bráðamóttökuna sem eru í dagneyslu vímugjafa og að taka þunglyndislyf. Það gerir sama og ekkert gagn að taka þunglyndislyf við þær aðstæður.“ Veikindi geta orsakað þunglyndi. „Það er einnig algengt að fólk með vissa sjúkdóma í miðtaugakerfi, til dæmis Parkison´s sjúkdóm og sem hefur fengið heilablóðfall upplifi þunglyndi í tengslum við þau veikindi. Sama á einnig við um vissa innkirtlasjúkdóma, einkum vanstarfsemi skjaldkirtils, sem einnig getur valdið einkennamynd sem minnnir um margt á þunglyndi en gengur til baka með töku skjaldkirtilhormóna. En þunglyndi getur líka verið afleiðing af öðrum veikindum eða skapast í kjölfar veikinda maka.“ Veturinn er síðan ekkert endilega erfiðasti tíminn hjá öllum. „Þunglyndi getur gert vart við sig hjá mörgum í skammdeginu og flestir upplifa þá tímabundið að minnsta kosti minni orku en á vorin. Eina stóra rannsóknin sem hefur verið gerð á þessu efni á Íslandi sýndi hins vegar ekki að fólk glími hér oftar við þunglyndi yfir dimmustu vetrarmánuðina en á vorin eða sumrin. Aðrir eiga nefnilega mjög erfitt með birtuna þegar sól hækkar á lofti og bíða jafnvel í ofvæni eftir því að ágúst renni upp og dimma taki á ný.“ Engilbert hvetur fólk til að hafa samband við heimilislækni ef það telur sig vera með einkenni þunglyndis eða einhver í fjölskyldunni. Hann segir samtalið þar stórt fyrsta skref því það að með því að opna samtalið, viðurkennum við vandann. Í kjölfarið erum við líklegri til að vilja leita leiða til úrlausna og vinna að því að okkur fari að líða betur.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin Engilbert segir jákvætt að unga fólkið sé í dag mun opnara fyrir því að leita sér hjálpar í samanburði við miðaldra og eldri einstaklinga. „Ég tek eftir því hjá mínum nemendum á síðustu árum, að þeim finnst mörgum orðið ekkert mál að biðja um leyfi ef þau eiga tíma hjá sálfræðingi. Það gerði enginn læknanemi fyrir 15 árum. Sem betur fer er þetta að breytast og í dag finnst ungu fólki eðlilegt að leita sér aðstoðar hjá fagaðila, til lengri eða skemmri tíma, ef líðanin er þannig.“ Fyrsta skrefið sem fólk ætti að taka er að leita til heimilislæknis eða sálfræðings. „Heimilislæknar eru orðnir afar vanir að greina og meðhöndla þunglyndi og geta bæði gripið strax inn í eða vísað fólki áfram að loknu mati eða fyrstu meðferð,“ segir Engilbert. ,,Það getur hins vegar oft verið nokkur bið eftir að komast að hjá sálfræðingi. Heimilislæknar þekkja okkur og heilsufarssögu okkar, og meðal annars þess vegna getur það hjálpað að opna á vandann hjá heimilislækni til að fá mat á því hvað er líklegast til að valda vanlíðan hjá okkur.“ Aðspurður um lyf segir Engilbert: „Það má alveg búast við því að þunglyndislyf taki þrjár til sex vikur að fara að virka. Og það er mikilvægt að ræða fyrirfram aukaverkanir sem þau geta haft. Því annars aukast líkurnar á að fólk hætti að taka þau með ótímabærum hætti. Ég til dæmis ræði alltaf um það fyrirfram að SSRI-lyf og SNRI-lyf geta haft þau áhrif að áhugi á kynlífi og getan til að fá fullnægingu í kynlífi minnki hjá allt að þriðjungi þeirra sem þau taka. Með því að upplýsa um þetta atriði fyrirfram eru minni líkur á að fólki finnist vandræðalegt að nefna það þegar það kemur til eftirfylgdar sé það raunin. Aukin svitamyndun, meðal annars á nóttunni getur einnig verið þrálát aukaverkun á þessum lyfjum.“ Engilbert segir fólk síðan geta gert ýmislegt til viðbótar þegar því fer að líða aðeins betur. Mörgum finnist það til dæmis hjálpa að auka við hreyfingu með einum eða öðrum hætti og byrja aftur að taka þátt í tómstundum og félagslegri virkni. Að fá faglega aðstoð við greiningu á andlegri vanlíðan og svo meðferð við þunglyndi segir Engilbert alltaf af hinu góða og mikilvægt að fólk sé vakandi yfir þunglyndi. „Tölur sýna að kvíði og þunglyndi hafa aukist talsvert hjá ungu fólki á síðasta áratug, á tímum þegar snjallsímanotkun og samanburður henni tengdur fór að aukast mikið og eins og við vitum gengu margir ungir einstaklingar í gegnum erfiðan tíma í Covid.“ Engilbert hvetur fólk til að panta tíma hjá heimilislækni telji það sjálft sig eða einhvern í fjölskyldunni glíma við þunglyndi. Um leið og þú ert búin að opna samtalið þar, þá ertu búinn að taka stórt skref. Þá ertu búin að viðurkenna ákveðinn vanda með því að færa hann í orð. Þegar við erum búin að viðurkenna vandann, förum við ósjálfrátt frekar að velta fyrir okkur úrlausnum og átta okkur betur á því hvaða skref við viljum og getum tekið næst til að vinna í því að bæta líðan okkar.“ Áskorun Geðheilbrigði Heilsa Fjölskyldumál Landspítalinn Fjármál heimilisins Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Starfsframi Tengdar fréttir Nýr þingmaður leitar sér hjálpar vegna þunglyndis John Fetterman, nýr öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá Pennsylvaníu, lagðist inn á sjúkrahús til þess að leita sér meðferðar gegn þunglyndi í gærkvöldi. Hann glímir enn við eftirköst heilablóðfalls sem varð honum næstum að aldurstila í fyrra. 16. febrúar 2023 23:33 „Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. 9. mars 2022 07:00 „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 Fjárhagsáhyggjur eru mesti kvíðinn, bitna á öllu og afleiðingarnar oft alvarlegar „Með aukinni fjárhagslegri streitu, aukast líkur á samskiptavandamálum, bæði á vinnustað en einnig í persónulega lífinu. Álagið getur verið mikið á hjónabandið. Auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum sömuleiðis,“ segir Haukur Sigurðsson sálfræðingur. 15. apríl 2020 08:45 Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
„Það getur verið dýrt að leita sér aðstoðar. Hver tími hjá sálfræðingi kostar umtalsverða fjárhæð utan heilsugæslunnar og aðgengi að geðlæknum á stofu hefur farið minnkandi. Það gleymist stundum að heimilislæknar eru afar vanir að greina og meðhöndla þunglyndi og hafa nú sálfræðinga sér við hlið á nær öllum heilsugæslustöðvum,“ segir Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði og yfirlæknir við geðþjónustu Landspítala og bætir við: „Ég tel þó afar mikilvægt að tryggja öllum, óháð efnahag, aðgengi að þjónustu sálfræðinga, sem hafa lokið tilteknu námi og þjálfun ekki síður en þjónustu lækna og sjúkraþjálfara.“ Áskorun er nýr efnisflokkur á Vísi þar sem við munum fjalla á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag fjöllum við um þunglyndi. Einkenni: Skap, líðan, líkamleg Birtingarmynd þunglyndis er mjög margbreytileg. Það er til dæmis langt í frá þannig að allir einstaklingar með þunglyndi glími við svo alvarlegt orkuleysi að þau komist ekki fram úr rúmi á morgnana. Að sögn Engilberts á slíkt lamandi þunglyndi aðeins við um þá sem verða hvað veikastir en það er e.t.v. 10-20% þeirra sem glíma við þunglyndi í einhverri mynd. Þunglyndi er hins vegar mjög algengt. Faraldsfræðirannsóknir sína að á hverjum tíma glíma 5-10% einstaklinga við þunglyndi í einhverri birtingarmynd. Einkenni þunglyndis eru til dæmis: Skap, drifkraftur: leiði/pirringur, almennt áhugaleysi, vonleysi, lágt sjálfsmat. Andleg líðan: Neikvæðni, samviskubit, einbeitingaskortur, mögulegar hugsanir um dauðann, fólk getur orðið meyrt eða lítið í sér (grátur/tárast). Líkamleg: Þreyta og orkuleysi, lítill drifkraftur, breyting á svefnvenjum, breyting á matarvenjum sem ýmist leiða til þyngdartaps eða þyngdaraukningar. Sem dæmi má nefna að algengt er þegar konur og karlar upplifa vaxandi orkuleysi þá byrja þau, einkum konurnar, oft á því að velta fyrir sér hlutum eins og járnskorti eða jafnvel krabbameinum. Skýringin getur þó oft verið þunglyndi, enda er þunglyndi algengast hjá konum á barnseignaraldri.“ Að glíma við þunglyndi getur haft mikil áhrif á daglegt líf. „Þegar við erum þunglynd eigum við erfiðara með svo margt í daglegu lífi. Lífið getur þá orðið eins og löng fjallganga í þoku þar sem við finnum ekki vörðurnar og þar sem óvissa er um hvar sú vegferð muni enda. Þegar við erum þunglynd aukast líkurnar á að erfið samskipti geti komið upp innan fjölskyldna því að við erum viðkvæmari þá en ella, líklegri til að oftúlka, ofhugsa, og styttra inn í kviku sálarlífsins hjá okkur. Þá eiga vissulega vel við orðin úr Einræðum Starkaðar: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ segir Engilbert og bætir við: „Og þá erum við einnig líklegri til að draga okkur í hlé frá vinum og félagslífi þótt einvera sé alls ekki til bóta þegar fólk er langt niðri. Bara það að vinur mæti í stutta heimsókn og fari með okkur út í stuttan göngutúr getur verið þýðingarmikið í glímunni við þunglyndi og þá einangrun sem því fylgir oft. Stundum áttum við okkur ekki á því að líðan okkar getur skýrst af þunglyndi af því að við höfum fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvað þunglyndi er, sem eiga ekki alltaf við rök að styðjast.“ Orkuleysi er dæmi um einkenni þunglyndis en Engilbert segir algengt að fólk, sérstaklega konur, fari þá að velta fyrir sér hlutum eins og járnskorti eða jafnvel krabbameini þegar þunglyndi er rétta skýringin. Þunglyndi er algengast hjá konum á barneignaraldri. Dæmi um áföll sem geta orsakað þunglyndi eru til dæmis ástvinamissir eða veikindi, erfiðleikar í parsambandi, atvinnuleysi eða fjárhagsáyggjur. Vísir/Vilhelm Kulnun, breytingaskeiðið, ADHD greiningar og fleira Engilbert segir veldisvöxt hafa verið á nokkrum greiningum. „Við Íslendingar erum smáþjóð og flest lesum við sömu tvo til þrjá miðlana daglega. Þessu fylgir nokkur hætta á að ör vöxtur verði í sumum greiningum eftir nokkur áberandi viðtöl og umræðu um þau á netmiðlum.“ Og nefnir dæmi. „Ég nefni sem dæmi kulnun, en veruleg aukning sést þar í tilvísunum til Virk á síðasta áratug þótt greiningin hafi ekki verið til í greiningarkerfi WHO, ICD-10, sem hefur verið við lýði víðast hvar í heiminum um langa hríð. Annað dæmi er umræðan um breytingaskeið kvenna á síðustu árum sem leiddi til þess að mun fleiri konur en áður töldu sig þurfa að fara til heimilislæknis eða kvensjúkdómalæknis til að ræða mögulega kven- eða karlhormónameðferð. Sívaxandi eftirspurn eftir ADHD greiningum hér á landi er enn eitt dæmið.“ Engilbert segir að á síðasta ári hafi 18% stráka á aldrinum 10-17 ára fengið lyfseðil fyrir ADHD-lyfi á Íslandi. „Það er vel umfram algengistölur flestra rannsókna. Á sama tíma og umræðan um ADHD og kulnun hefur aukist í fjölmiðlum, hefur umræðan um algengustu lyndisröskunina, þunglyndi, orðið minna áberandi.“ Að sögn Engilberts sé umræðan um þunglyndi í dag þó meiri en hún var því fyrir um aldarfjórðungi síðan þótti hún töluverð nýnæmi í fjölmiðlun. En þykir almennt ekki nægilega spennandi í netmiðlum í dag sýnist mér. Þetta gerir það að verkum að fólk áttar sig síður á þætti þunglyndis þegar depurð, orkuleysi, áhugaleysi, svartsýni, lækkað sjálfsmat og algeng vandamál eins og svefnröskun eða skert einbeiting valda því erfiðleikum, en öll virðast fara að hugsa um að þau séu að glíma við kulnun og þurfi að fara í leyfi, helst langt leyfi og endurstilla ýmislegt í lífinu.“ Í ljósi þess að það að fá aðstoð er dýrt og að mati Engilberts eitthvað sem þarf að vera öllum aðgengilegt, bendir hann á dæmi um hvernig viðhorfið okkar mætti mögulega breytast líka. „Það má svo sem benda á að við bregðumst oftast strax við þótt við þurfum að borga 100 þúsund krónur fyrir viðgerð á bílnum okkar, en fólk sem hefur ráð á því er ekki alltaf reiðubúið að greiða sömu upphæð fyrir fimm tíma hjá sálfræðingi. Taka þunglyndislyfja er ódýrari kostur og hlutfall Íslendinga sem fá þau skrifað út á hverju ári nálgast nú 1 af hverjum 6 til 7 á hverjum tíma og er hærra en í flestum löndum. Um helmingur notkunar þeirra á Vesturlöndum er þó vegna annarra ábendinga en þunglyndis, oftast þá kvíðaraskana.“ Engilbert segir karlmenn síður leita til heimilislæknis eða sálfræðinga til að ræða andlega vanlíðan. Þeir séu hins vegar líklegri til að leita í áfengi eða aðra vímugjafa ef þeir verða þunglyndir. Þá eru sjálfsvíg karlmanna í flestum löndum þrefalt algengari en hjá konum. Skömm og niðurlæging getur oft átt þátt í að þunglyndi þróast. Þetta getur verið sérstaklega erfitt í litlu samfélagi eins og á Íslandi. Vísir/Vilhelm Skömm og niðurlæging dæmi um orsök Engilbert segir þunglyndi geta orsakast af mörgu. Algengustu orsakirnar séu hins vegar áföll. Dæmi um áföll geta verið: Ástvinamissir Erfiðleikar í parasambandi Atvinnuleysi Flutningar Streita/álag í vinnu Fjárhagsáhyggjur „Erfðafræðiþáttur er einnig til staðar en vegur mun minna en í áhættunni á að veikjast af geðklofa eða geðhvörfum, og vegur einnig minna en í tengslum við taugaþroskaröskun eins og einhverfu,“ segir Engilbert. Engilbert segir konur að jafnaði duglegri við að leita sér hjálpar út af vanlíðan en karlmenn. „Karlmenn fara síður til heimilislæknis eða panta tíma hjá sálfræðingi til að ræða andlega vanlíðan. En þeir eru hins vegar líklegri en konur til að leita frekar í til dæmis áfengi eða aðra vímugjafa ef þeir verða þunglyndir.“ Engilbert segir sjálfsvíg karla í flestum löndum um þrefalt algengari en hjá konum. Konur geri hins vegar mun oftar oftar sjálfsvígstilraunir sem ekki leiða til sjálfsvígs og þá er sjálfsskaði einnig algengari hjá konum. Skömm og niðurlæging á oft þátt í að þunglyndi þróast. Þetta eru erfiðar tilfinningar og það getur verið sérstaklega erfitt að upplifa þær í nærsamfélagi eins og hér á Íslandi þar sem venjulegt fólk getur til dæmis verið mjög berskjaldað í fjölmiðlum til lengri tíma af því að samfélagið er svo lítið.“ Þá segir Engilbert reglulega áfengisneyslu og notkun annarra vímugjafa geta orsakað þunglyndi. Það þunglyndi geti gengið hratt og vel til baka á tveimur til fjórum vikum ef fólk nær að láta af þeirri neyslu. „Maður sér einnig allt of marga koma á bráðamóttökuna sem eru í dagneyslu vímugjafa og að taka þunglyndislyf. Það gerir sama og ekkert gagn að taka þunglyndislyf við þær aðstæður.“ Veikindi geta orsakað þunglyndi. „Það er einnig algengt að fólk með vissa sjúkdóma í miðtaugakerfi, til dæmis Parkison´s sjúkdóm og sem hefur fengið heilablóðfall upplifi þunglyndi í tengslum við þau veikindi. Sama á einnig við um vissa innkirtlasjúkdóma, einkum vanstarfsemi skjaldkirtils, sem einnig getur valdið einkennamynd sem minnnir um margt á þunglyndi en gengur til baka með töku skjaldkirtilhormóna. En þunglyndi getur líka verið afleiðing af öðrum veikindum eða skapast í kjölfar veikinda maka.“ Veturinn er síðan ekkert endilega erfiðasti tíminn hjá öllum. „Þunglyndi getur gert vart við sig hjá mörgum í skammdeginu og flestir upplifa þá tímabundið að minnsta kosti minni orku en á vorin. Eina stóra rannsóknin sem hefur verið gerð á þessu efni á Íslandi sýndi hins vegar ekki að fólk glími hér oftar við þunglyndi yfir dimmustu vetrarmánuðina en á vorin eða sumrin. Aðrir eiga nefnilega mjög erfitt með birtuna þegar sól hækkar á lofti og bíða jafnvel í ofvæni eftir því að ágúst renni upp og dimma taki á ný.“ Engilbert hvetur fólk til að hafa samband við heimilislækni ef það telur sig vera með einkenni þunglyndis eða einhver í fjölskyldunni. Hann segir samtalið þar stórt fyrsta skref því það að með því að opna samtalið, viðurkennum við vandann. Í kjölfarið erum við líklegri til að vilja leita leiða til úrlausna og vinna að því að okkur fari að líða betur.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin Engilbert segir jákvætt að unga fólkið sé í dag mun opnara fyrir því að leita sér hjálpar í samanburði við miðaldra og eldri einstaklinga. „Ég tek eftir því hjá mínum nemendum á síðustu árum, að þeim finnst mörgum orðið ekkert mál að biðja um leyfi ef þau eiga tíma hjá sálfræðingi. Það gerði enginn læknanemi fyrir 15 árum. Sem betur fer er þetta að breytast og í dag finnst ungu fólki eðlilegt að leita sér aðstoðar hjá fagaðila, til lengri eða skemmri tíma, ef líðanin er þannig.“ Fyrsta skrefið sem fólk ætti að taka er að leita til heimilislæknis eða sálfræðings. „Heimilislæknar eru orðnir afar vanir að greina og meðhöndla þunglyndi og geta bæði gripið strax inn í eða vísað fólki áfram að loknu mati eða fyrstu meðferð,“ segir Engilbert. ,,Það getur hins vegar oft verið nokkur bið eftir að komast að hjá sálfræðingi. Heimilislæknar þekkja okkur og heilsufarssögu okkar, og meðal annars þess vegna getur það hjálpað að opna á vandann hjá heimilislækni til að fá mat á því hvað er líklegast til að valda vanlíðan hjá okkur.“ Aðspurður um lyf segir Engilbert: „Það má alveg búast við því að þunglyndislyf taki þrjár til sex vikur að fara að virka. Og það er mikilvægt að ræða fyrirfram aukaverkanir sem þau geta haft. Því annars aukast líkurnar á að fólk hætti að taka þau með ótímabærum hætti. Ég til dæmis ræði alltaf um það fyrirfram að SSRI-lyf og SNRI-lyf geta haft þau áhrif að áhugi á kynlífi og getan til að fá fullnægingu í kynlífi minnki hjá allt að þriðjungi þeirra sem þau taka. Með því að upplýsa um þetta atriði fyrirfram eru minni líkur á að fólki finnist vandræðalegt að nefna það þegar það kemur til eftirfylgdar sé það raunin. Aukin svitamyndun, meðal annars á nóttunni getur einnig verið þrálát aukaverkun á þessum lyfjum.“ Engilbert segir fólk síðan geta gert ýmislegt til viðbótar þegar því fer að líða aðeins betur. Mörgum finnist það til dæmis hjálpa að auka við hreyfingu með einum eða öðrum hætti og byrja aftur að taka þátt í tómstundum og félagslegri virkni. Að fá faglega aðstoð við greiningu á andlegri vanlíðan og svo meðferð við þunglyndi segir Engilbert alltaf af hinu góða og mikilvægt að fólk sé vakandi yfir þunglyndi. „Tölur sýna að kvíði og þunglyndi hafa aukist talsvert hjá ungu fólki á síðasta áratug, á tímum þegar snjallsímanotkun og samanburður henni tengdur fór að aukast mikið og eins og við vitum gengu margir ungir einstaklingar í gegnum erfiðan tíma í Covid.“ Engilbert hvetur fólk til að panta tíma hjá heimilislækni telji það sjálft sig eða einhvern í fjölskyldunni glíma við þunglyndi. Um leið og þú ert búin að opna samtalið þar, þá ertu búinn að taka stórt skref. Þá ertu búin að viðurkenna ákveðinn vanda með því að færa hann í orð. Þegar við erum búin að viðurkenna vandann, förum við ósjálfrátt frekar að velta fyrir okkur úrlausnum og átta okkur betur á því hvaða skref við viljum og getum tekið næst til að vinna í því að bæta líðan okkar.“
Áskorun Geðheilbrigði Heilsa Fjölskyldumál Landspítalinn Fjármál heimilisins Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Starfsframi Tengdar fréttir Nýr þingmaður leitar sér hjálpar vegna þunglyndis John Fetterman, nýr öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá Pennsylvaníu, lagðist inn á sjúkrahús til þess að leita sér meðferðar gegn þunglyndi í gærkvöldi. Hann glímir enn við eftirköst heilablóðfalls sem varð honum næstum að aldurstila í fyrra. 16. febrúar 2023 23:33 „Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. 9. mars 2022 07:00 „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 Fjárhagsáhyggjur eru mesti kvíðinn, bitna á öllu og afleiðingarnar oft alvarlegar „Með aukinni fjárhagslegri streitu, aukast líkur á samskiptavandamálum, bæði á vinnustað en einnig í persónulega lífinu. Álagið getur verið mikið á hjónabandið. Auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum sömuleiðis,“ segir Haukur Sigurðsson sálfræðingur. 15. apríl 2020 08:45 Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Nýr þingmaður leitar sér hjálpar vegna þunglyndis John Fetterman, nýr öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá Pennsylvaníu, lagðist inn á sjúkrahús til þess að leita sér meðferðar gegn þunglyndi í gærkvöldi. Hann glímir enn við eftirköst heilablóðfalls sem varð honum næstum að aldurstila í fyrra. 16. febrúar 2023 23:33
„Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. 9. mars 2022 07:00
„Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02
Fjárhagsáhyggjur eru mesti kvíðinn, bitna á öllu og afleiðingarnar oft alvarlegar „Með aukinni fjárhagslegri streitu, aukast líkur á samskiptavandamálum, bæði á vinnustað en einnig í persónulega lífinu. Álagið getur verið mikið á hjónabandið. Auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum sömuleiðis,“ segir Haukur Sigurðsson sálfræðingur. 15. apríl 2020 08:45
Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00