Meðal annars þurfti að koma fólki úr strætisvagni og til byggða. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að líklega hafi á annað hundrað manns verið flutt af heiðinni.
Að þeirri vinnu kom talsverður mannskapur frá Selfossi, Hveragerði, Eyrarbakka, Þorlákshöfn og Reykjavík. Meðal annars var notast við snjóbíl frá Selfossi og allavega einn til viðbótar frá Reykjavík. Fólkið var flutt niður af fjallinu og svo til Reykjavíkur.
Nokkrir voru fluttir á slysadeild eftir allt að tíu bíla árekstur á Hellisheiði í dag en enginn er sagður hafa slasast alvarlega.
Sjá einnig: Allt að tíu bíla árekstur við Hveradali
Leiðindaveður var á Hellisheiði áðan og var heiðinni lokað og Þrengslum einnig. Nú er búið að opna Þrengslin aftur en Hellisheiði er enn lokuð, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.