Óskaði eftir vinum fyrir son sinn á Facebook Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 21:00 Christian Bower á nú fleiri vini en hann getur talið. Facebook „Ég mun greiða þér fyrir að vera vinur sonar míns í tvo daga í hverjum mánuði, í tvær klukkustundir í senn. Það eina sem þú þarft að gera er að sitja með honum í herberginu hans og spila tölvuleiki. Ekkert annað.“ Þannig hljómar auglýsing sem móðir ungs manns birti á Facebook síðu sinni þann 4.febrúar síðastliðinn. Undirtektirnar voru vægast sagt gífurlegar. Christian Bower er 24 ára maður með Downs heilkenni sem býr með foreldrum sínum og tveimur systrum í bænum Saint Charles í Missouri. Today og fjölmargir aðrir bandarískir miðlar birtu sögu Christians nú á dögunum. Í samtali við Today segir Donna Herter, móðir Christian að syni hennar hafi gengið þokkalega vel félagslega þegar hann var í menntaskóla en hann hafi þó aldrei náð að mynda almennileg vináttusambönd. Að lokinni útskrift hafi hann staðið eftir algjörlega vinalaus og einmana. „Um helgar horfði Christian á eftir systrum sínum fara í partý og gista hjá vinum sínum á meðan hann sat einn eftir heima,“ segir Donna og bætir við að Christian sé algjör félagsvera. „Þegar við erum úti á meðal fólks er hann vanur að bjóða hverjum sem er að slást í hópinn. Einu sinni vorum við á pítsastað þegar hann tók upp á því að bjóða fimmtán byggingaverkamönnum að setjast við borðið hjá okkur, sem þeir gerðu.“ Móðir Christian segist aldrei hafa búist við að færslan myndi fá eins mikil viðbrögð og raun ber vitni.Facebook Ótrúlegar undirtektir Donna segir hugmyndina um að óska eftir vinum handa Christian hafa sprottið út frá samræðum hennar og föður Christian eitt kvöldið. Hugsaði hún með sér að ef til vill væri einhver íbúi á svæðinu sem væri í leit að aukatekjum og væri til í að fá greitt fyrir að samverustundir með syni hennar. „Ég hugsaði með mér að á þennan hátt gætu þeir báðir notið góðs af.“ Donna tók fram í auglýsingunni að hún væri að leita að ungum manni á aldrinum 20 til 28 ára sem væri til í að afla sér aukatekna og fá greidda 40 dollara á tímann. Hún ítrekaði að greiðsla væri í boði, þar sem hún vildi tryggja að þeir sem svöruðu væri alvara um að mæta. Þá tók hún fram að sonur hennar myndi ekki vita um þóknunina. Christian er ólæs en Donna lét hlekk á Facebook síðu hans fylgja með í auglýsingunni. Hún segist hafa farið að sofa eftir að hún birti auglýsinguna. Þegar hún vaknaði daginn eftir og kíkti inn á Facebook sá að hún að færslunni hafði verið deilt yfir sex þúsund sinnum, af einstaklingum út um allan heim, þar á meðal Írlandi, Ástralíu, Japan og Nígeríu. Þá höfðu fjölmargir foreldrar barna með sérþarfir skrifað athugasemdir undir færsluna þar sem þeir deildu reynslu sinni. „Það voru mörg þúsund athugasemdir og skilaboð frá fólki sem óskaði eftir að vera vinur Christian. Við erum búin að heyra í fólki allstaðar að úr heiminum, Evrópu, Afríku, Egyptalandi, Íslandi og meira að segja Ástralíu,“ segir Donna. Þá segist hún aldrei hafa búist við að færslan myndi fá slíkar undirtektir. „Ég bjóst í mesta lagi við því að nokkrir úr nágrenninu myndu hafa samband og vilja hjálpa Christian.“ Uppbókaður fram á sumar Eftir að færslan birtist hafa fjórir einstaklingar tekið að sér að vera vinur Christian, og hafa þeir allir afþakkað greiðslu fyrir að heimsækja hann. Donna segir mennina alla hafa reynst syni hennar vel. Christian og vinir hans hanga saman í herberginu hans, horfa á bíómyndir og spila tölvuleiki. „Ég segi við hann: Christian, það er kominn nýr vinur sem vill vera með þér,“ segir Donna og bætir við að sonur hennar sé alltaf svo spenntur fyrir að kynnast nýjum vinum að honum detti aldrei í hug að spyrja hana nánar út í þá. Fyrr í mánuðinum komu átta lögreglumenn úr heimabæ Christian í heimsókn til hans, til þess eins að veita honum félagsskap og komu þeir færandi hendi með pizzur og kökur. Þá hafa lögreglunemar boðist til að fara með honum í keilu og slökkvilið bæjarins hefur boðið honum í heimsókn. Nú er svo komið að eftirspurnin er svo mikil að Donna bjó til sérstaka dagatal til að geta haft yfirsýn yfir allar heimsóknirnar. Eins og stendur er Christian „uppbókaður“ fram í júlí. Donna segist vera snortin yfir viðbrögðunum. „Christian segir að það sé „eins og í himnaríki“ að eiga vini. Hann fer brosandi að sofa og þegar hann talar við sjálfa sig þá veit ég að hann er að endurupplifa þetta allt saman.“ Donna hefur þó einnig mætt gagnrýnisröddum fyrir að auglýsa eftir vinum fyrir Christian. Þannig hafa sumir sakað hana um að „selja“ son sinn. Hún þvertekur fyrir slíkt. „Ég er ekki að selja strákinn minn, ég er að selja tvær klukkustundir af frítíma hans,“ segir hún og bætir við að fólk eigi almennt erfitt með að gera sér grein fyrir þeim hindrunum sem börn með sérþarfir þurfa að mæta á hverjum degi. Facebook Downs-heilkenni Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Þannig hljómar auglýsing sem móðir ungs manns birti á Facebook síðu sinni þann 4.febrúar síðastliðinn. Undirtektirnar voru vægast sagt gífurlegar. Christian Bower er 24 ára maður með Downs heilkenni sem býr með foreldrum sínum og tveimur systrum í bænum Saint Charles í Missouri. Today og fjölmargir aðrir bandarískir miðlar birtu sögu Christians nú á dögunum. Í samtali við Today segir Donna Herter, móðir Christian að syni hennar hafi gengið þokkalega vel félagslega þegar hann var í menntaskóla en hann hafi þó aldrei náð að mynda almennileg vináttusambönd. Að lokinni útskrift hafi hann staðið eftir algjörlega vinalaus og einmana. „Um helgar horfði Christian á eftir systrum sínum fara í partý og gista hjá vinum sínum á meðan hann sat einn eftir heima,“ segir Donna og bætir við að Christian sé algjör félagsvera. „Þegar við erum úti á meðal fólks er hann vanur að bjóða hverjum sem er að slást í hópinn. Einu sinni vorum við á pítsastað þegar hann tók upp á því að bjóða fimmtán byggingaverkamönnum að setjast við borðið hjá okkur, sem þeir gerðu.“ Móðir Christian segist aldrei hafa búist við að færslan myndi fá eins mikil viðbrögð og raun ber vitni.Facebook Ótrúlegar undirtektir Donna segir hugmyndina um að óska eftir vinum handa Christian hafa sprottið út frá samræðum hennar og föður Christian eitt kvöldið. Hugsaði hún með sér að ef til vill væri einhver íbúi á svæðinu sem væri í leit að aukatekjum og væri til í að fá greitt fyrir að samverustundir með syni hennar. „Ég hugsaði með mér að á þennan hátt gætu þeir báðir notið góðs af.“ Donna tók fram í auglýsingunni að hún væri að leita að ungum manni á aldrinum 20 til 28 ára sem væri til í að afla sér aukatekna og fá greidda 40 dollara á tímann. Hún ítrekaði að greiðsla væri í boði, þar sem hún vildi tryggja að þeir sem svöruðu væri alvara um að mæta. Þá tók hún fram að sonur hennar myndi ekki vita um þóknunina. Christian er ólæs en Donna lét hlekk á Facebook síðu hans fylgja með í auglýsingunni. Hún segist hafa farið að sofa eftir að hún birti auglýsinguna. Þegar hún vaknaði daginn eftir og kíkti inn á Facebook sá að hún að færslunni hafði verið deilt yfir sex þúsund sinnum, af einstaklingum út um allan heim, þar á meðal Írlandi, Ástralíu, Japan og Nígeríu. Þá höfðu fjölmargir foreldrar barna með sérþarfir skrifað athugasemdir undir færsluna þar sem þeir deildu reynslu sinni. „Það voru mörg þúsund athugasemdir og skilaboð frá fólki sem óskaði eftir að vera vinur Christian. Við erum búin að heyra í fólki allstaðar að úr heiminum, Evrópu, Afríku, Egyptalandi, Íslandi og meira að segja Ástralíu,“ segir Donna. Þá segist hún aldrei hafa búist við að færslan myndi fá slíkar undirtektir. „Ég bjóst í mesta lagi við því að nokkrir úr nágrenninu myndu hafa samband og vilja hjálpa Christian.“ Uppbókaður fram á sumar Eftir að færslan birtist hafa fjórir einstaklingar tekið að sér að vera vinur Christian, og hafa þeir allir afþakkað greiðslu fyrir að heimsækja hann. Donna segir mennina alla hafa reynst syni hennar vel. Christian og vinir hans hanga saman í herberginu hans, horfa á bíómyndir og spila tölvuleiki. „Ég segi við hann: Christian, það er kominn nýr vinur sem vill vera með þér,“ segir Donna og bætir við að sonur hennar sé alltaf svo spenntur fyrir að kynnast nýjum vinum að honum detti aldrei í hug að spyrja hana nánar út í þá. Fyrr í mánuðinum komu átta lögreglumenn úr heimabæ Christian í heimsókn til hans, til þess eins að veita honum félagsskap og komu þeir færandi hendi með pizzur og kökur. Þá hafa lögreglunemar boðist til að fara með honum í keilu og slökkvilið bæjarins hefur boðið honum í heimsókn. Nú er svo komið að eftirspurnin er svo mikil að Donna bjó til sérstaka dagatal til að geta haft yfirsýn yfir allar heimsóknirnar. Eins og stendur er Christian „uppbókaður“ fram í júlí. Donna segist vera snortin yfir viðbrögðunum. „Christian segir að það sé „eins og í himnaríki“ að eiga vini. Hann fer brosandi að sofa og þegar hann talar við sjálfa sig þá veit ég að hann er að endurupplifa þetta allt saman.“ Donna hefur þó einnig mætt gagnrýnisröddum fyrir að auglýsa eftir vinum fyrir Christian. Þannig hafa sumir sakað hana um að „selja“ son sinn. Hún þvertekur fyrir slíkt. „Ég er ekki að selja strákinn minn, ég er að selja tvær klukkustundir af frítíma hans,“ segir hún og bætir við að fólk eigi almennt erfitt með að gera sér grein fyrir þeim hindrunum sem börn með sérþarfir þurfa að mæta á hverjum degi.
Facebook Downs-heilkenni Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira