Lífið

Hefur miklar á­hyggjur af auknum vopna­burði barna

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Regína Lea er meðal keppenda í Ungfrú Ísland.
Regína Lea er meðal keppenda í Ungfrú Ísland.

„Mín mesta áskorun var örugglega að komast í gegnum unglingsárin þar sem ég var alltaf að bera mig saman við aðrar stelpur sem ýtti  undir mjög mikla andlega vanlíðan,“ segir Regína Lea Ólafsdóttir

Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára.

Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi.


Fullt nafn? Regína Lea Ólafsdóttir.

Aldur? 18 ára.

Starf? Ég vinn í matvörubúð sem heitir Einarsbúð á Akranesi.

Menntun? Ég er á þriðja ári í fjölbrautaskóli Vesturlands (FVA).

Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? 

Ég myndi lýsa mér sem jákvæð, heiðarleg og samviskusöm. 

Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég fór í skiptinám til Brasilíu.

Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín er fyrirmyndinn mín, þar sem að hún er vikilega sterk og flott kona og gerir hún allt til þess að fólkinu í kringum hana líði sem allra best sama hversu mikið hún þarf að leggja á sig. Ég er virkilega þakklát fyrir að eiga sem mömmu. 

Hvað hefur mótað þig mest? Bæði fjölskyldan og vinir og allskonar lífsreynslur sem maður hefur þurft að fara í gegnum á lífsleiðinni. 

Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Mín mesta áskorun var örugglega að komast í gegnum unglingsárin þar sem ég var alltaf að bera mig saman við aðrar stelpur sem ýtti undir mjög mikla andlega vanlíðan. Það sem kom mér lang mest í gegnum þetta var að hugsa: „Myndi ég einhvern tíman segja þetta við bestu vinkonu mína?“ þar sem maður er sinn eigin besti vinur.

Hverju ertu stoltust af? Ég er virkilega stolt af sjálfri mér fyrir það að gefast aldrei upp á því sem ég vil og að ég hafi aldrei hlustað á skoðanir annarra. 

Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa eru fjölskylda mín og vinir sem ég er endalaust þakklát fyrir að hafa mér til staðar.

Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég byrja alltaf á að anda bara rólega og finnst mér mjög gott að tala við einhvern um það, yfirleitt mömmu eða pabba og alls ekki halda því inn í mér fyrir mig sjálfa. 

Besta heilræði sem þú hefur fengið? 

Besta heilræði sem ég hef fengið er að gera það sem ég vil og ekki hugsa hvað öðrum finnst um þig og alls ekki láta skoðarnir annarra hafa áhrif á hvað þú vilt! 

Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég æfði fimleika var ég að gera tvöfald helja stökk og fékk saumsprettu í klofið í miðju stökki. 

Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Nei, því miður. Langar samt virkilega að ná með tungunni upp á nef. 

Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? 

Þegar fólk kemur almennilega fram og sýnir almenna kurteisis eins og að brosa. 

En óheillandi? Fólk sem er dónalegt og setur sig hærra en aðra. 

Hver er þinn helsti ótti? Að vera í djúpum sjó með öllum dýrunum í sjónum.

Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig eftir tíu ár vera að vinna sem félagsráðgjafi, komin með fallega fjölskyldu og vera dugleg að ferðast til mismunandi landa með fjölskyldunni minni. 

Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku og svo smá portúgölsku.

Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Sushi og grjónagrautur! 

Hvaða lag tekur þú í karókí? Love – Keyshia Cole.

Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég held að það sé Páll Óskar.

Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Það fer eftir hver umræðan er, en yfirleitt eiga samskipti í eiginn persónu. 

Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi leggja eitthvað fyrir inn á sparnaðarreikning og gefa svo hluta til Barnaspítalans.

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Mér hefur langað virkilega lengi að fá að taka þátt í þessari keppni og hef ég verið að fylgjast mikið með henni í nokkur ár og loksins þegar ég hafði aldurinn í það ákvað ég að sækja um. Það sem ýtti líka virkilega mikið undir áhugann á keppninni var að sjá hvernig ferlið var og sjá hvað allar stelpur sem kepptu í þessu áður höfðu vaxað og dafnað á þessu.

Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Þetta ferli er búið að kenna manni svo ótrúlega mikið, ég t.d. finn að maður þroskast og blómstar virkilega mikið og maður lærir virkilega mikið á sjálfan sig og eflir mikið sjálfstraustið. Einnig að læra að labba í hælum!

Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Það samfélagslega málefni sem ég brenn heitast fyrir er hversu slæm þróun hefur orðið á meðal barna hér á landi sem endurspeglast í auknum vopnaburði hér á litla Íslandi. 

Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Þeir kostir sem Ungfrú Ísland þarf að búa yfir er að vera opinn manneskja, sjálfsörugg, jákvæð, almennileg og hafa gott orðspor á sér og einnig gera gott orðspor fyrir Ísland. 

Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Ég sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland því ég tel mig hafa það sem þarf til, og get ég komið góðu orðspori á Ísland. 

Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Það sem að greinir mig frá öðrum keppendum er að ég hef farið í skiptinám sem var ótrúlega erfiður tími á meðan á því stóð en þrátt fyrir það óx ég sem manneksja og lærði mikið á sjálfa mig.

Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Stærsta vandamálið fyrir mér er vopnaburður barna hér á landi, við sem samfélag þurfum að setja upp miklar og góðar forvarnir um vopnaburð og einnig sem foreldrar að fræða börninn þeirra um vopnaburð og afleiðingar þess að bera vopn. 

Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Þetta er orðið allt öðruvísi en þetta var hér áður fyrr, og þú þarft einnig að vera falleg að innan til að ná langt í þessari keppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.