Methagnaður Landsvirkjunar fyrst og fremst sóttur til stóriðjunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 21. febrúar 2023 22:30 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Egill Aðalsteinsson Landsvirkjun á núna Kárahnjúkavirkjun skuldlausa sem og allar virkjanir byggðar fyrir hennar tíma. Forstjórinn segir methagnað fyrirtækisins fyrst og fremst sóttan til stóriðjunnar en ekki til almennings. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að í 58 ára sögu sinni hafi Landsvirkjun aldrei hagnast jafn mikið og aldrei fært eiganda sínum jafnmikinn arð og núna. Lagt er til að ríkissjóður fái tuttugu milljarða króna arðgreiðslu af 45 milljarða króna hagnaði. Á kynningarfundi forstjóra og fjármálastjóra í morgun kom fram að ytri aðstæður, eins og hátt álverð, hafi verið hagstæðar en stærsta áhrifaþáttinn í góðri afkomu segja þeir þó endursamninga við stóriðjuna. „Við erum á margan hátt að uppskera, bæði frá þessum virkjunum sem hafa verið byggðar á síðustu 58 árum, og njótum mjög góðs af í dag, en einnig þessari vegferð sem við hófum fyrir tíu árum síðan að endursemja við okkar viðskiptavini. Það er að skila sér í langbesta rekstrarári Landsvirkjunar,“ segir forstjórinn Hörður Arnarson. Forstjóri Landsvirkjunar ræðir um orkuskiptin á kynningarfundinum í morgun.Egill Aðalsteinsson Athyglisvert er að á sama tíma og Landsvirkjun byggði Búðarhálsvirkjun, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun tvö þá snarlækkuðu heildarskuldir fyrirtækisins úr um 400 milljörðum króna árið 2010 niður í um 120 milljarða króna núna. Skuldsetningin núna er þannig minni en fjárfesting fyrirtækisins á síðustu tíu árum, að sögn Harðar. „Þannig að það má segja það að allar virkjanir fyrir þann tíma eru núna skuldlausar,“ segir forstjórinn. Og þar með talin Kárahnjúkavirkjun. Úr vélasal Fljótsdalsstöðvar, sem áður var nefnd Kárahnjúkavirkjun.Skjáskot/Stöð 2 Því hefur stundum verið fleygt að almenningur sé að greiða niður orkuverð til stóriðjunnar. „Ég hef ekki heyrt neinn segja það í mörg ár. Enda er það ekki rétt,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Stóriðjan greiði núna sambærilegt raforkuverð og tíðkist í helstu viðmiðunarlöndum. „Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að við erum ekki að sækja aukinn hagnað Landsvirkjunar til almennings heldur eru þetta fyrst og fremst með endursamningum við stóriðjuna. Og í dag er staðan þannig að almenningur borgar sama verð og stóriðjan. Það er út af því að við höfum hækkað stóriðjuna en verð á almennum markaði hefur varla fylgt verðlagi,“ segir Hörður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Orkumál Áliðnaður Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Loftslagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ákvarðanir Landsvirkjunar árið 2010 juku sjóðstreymi um einn milljarð dala Ákvarðanir sem voru teknar í rekstri Landsvirkjunar fyrir meira en áratug, sem kölluðu á mikil „átök“ á þegar stórnotendur voru látnir greiða hærra raforkuverð, hefur haft afgerandi áhrif við að bæta afkomu og skuldastöðu félagsins og skilað því um einum milljarði Bandaríkjadala, jafnvirði um 145 milljarða króna, í auknu sjóðstreymi á tímabilinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tækifæri séu til þess að endursemja við stóra viðskiptavini á komandi árum. 21. febrúar 2023 16:17 Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. 6. ágúst 2022 22:10 Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. 8. mars 2022 12:24 Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að í 58 ára sögu sinni hafi Landsvirkjun aldrei hagnast jafn mikið og aldrei fært eiganda sínum jafnmikinn arð og núna. Lagt er til að ríkissjóður fái tuttugu milljarða króna arðgreiðslu af 45 milljarða króna hagnaði. Á kynningarfundi forstjóra og fjármálastjóra í morgun kom fram að ytri aðstæður, eins og hátt álverð, hafi verið hagstæðar en stærsta áhrifaþáttinn í góðri afkomu segja þeir þó endursamninga við stóriðjuna. „Við erum á margan hátt að uppskera, bæði frá þessum virkjunum sem hafa verið byggðar á síðustu 58 árum, og njótum mjög góðs af í dag, en einnig þessari vegferð sem við hófum fyrir tíu árum síðan að endursemja við okkar viðskiptavini. Það er að skila sér í langbesta rekstrarári Landsvirkjunar,“ segir forstjórinn Hörður Arnarson. Forstjóri Landsvirkjunar ræðir um orkuskiptin á kynningarfundinum í morgun.Egill Aðalsteinsson Athyglisvert er að á sama tíma og Landsvirkjun byggði Búðarhálsvirkjun, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun tvö þá snarlækkuðu heildarskuldir fyrirtækisins úr um 400 milljörðum króna árið 2010 niður í um 120 milljarða króna núna. Skuldsetningin núna er þannig minni en fjárfesting fyrirtækisins á síðustu tíu árum, að sögn Harðar. „Þannig að það má segja það að allar virkjanir fyrir þann tíma eru núna skuldlausar,“ segir forstjórinn. Og þar með talin Kárahnjúkavirkjun. Úr vélasal Fljótsdalsstöðvar, sem áður var nefnd Kárahnjúkavirkjun.Skjáskot/Stöð 2 Því hefur stundum verið fleygt að almenningur sé að greiða niður orkuverð til stóriðjunnar. „Ég hef ekki heyrt neinn segja það í mörg ár. Enda er það ekki rétt,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Stóriðjan greiði núna sambærilegt raforkuverð og tíðkist í helstu viðmiðunarlöndum. „Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að við erum ekki að sækja aukinn hagnað Landsvirkjunar til almennings heldur eru þetta fyrst og fremst með endursamningum við stóriðjuna. Og í dag er staðan þannig að almenningur borgar sama verð og stóriðjan. Það er út af því að við höfum hækkað stóriðjuna en verð á almennum markaði hefur varla fylgt verðlagi,“ segir Hörður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Orkumál Áliðnaður Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Loftslagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ákvarðanir Landsvirkjunar árið 2010 juku sjóðstreymi um einn milljarð dala Ákvarðanir sem voru teknar í rekstri Landsvirkjunar fyrir meira en áratug, sem kölluðu á mikil „átök“ á þegar stórnotendur voru látnir greiða hærra raforkuverð, hefur haft afgerandi áhrif við að bæta afkomu og skuldastöðu félagsins og skilað því um einum milljarði Bandaríkjadala, jafnvirði um 145 milljarða króna, í auknu sjóðstreymi á tímabilinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tækifæri séu til þess að endursemja við stóra viðskiptavini á komandi árum. 21. febrúar 2023 16:17 Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. 6. ágúst 2022 22:10 Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. 8. mars 2022 12:24 Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Sjá meira
Ákvarðanir Landsvirkjunar árið 2010 juku sjóðstreymi um einn milljarð dala Ákvarðanir sem voru teknar í rekstri Landsvirkjunar fyrir meira en áratug, sem kölluðu á mikil „átök“ á þegar stórnotendur voru látnir greiða hærra raforkuverð, hefur haft afgerandi áhrif við að bæta afkomu og skuldastöðu félagsins og skilað því um einum milljarði Bandaríkjadala, jafnvirði um 145 milljarða króna, í auknu sjóðstreymi á tímabilinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tækifæri séu til þess að endursemja við stóra viðskiptavini á komandi árum. 21. febrúar 2023 16:17
Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12
Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. 6. ágúst 2022 22:10
Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. 8. mars 2022 12:24
Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50