Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Valur 74-77 | Valur vann tólfta sigurinn í röð með herkjum Jakob Snævar Ólafsson skrifar 22. febrúar 2023 21:58 Haukar Njarðvík Subway deild kvenna Vísir/Snædís Njarðvík og Valur mættust fyrr í kvöld í tuttugustu og fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og það var hart barist í leiknum. Valur byrjaði leikinn betur í fyrsta leikhluta en Njarðvík náði fljótlega yfirhöndinni. Valsstúlkur héngu þó fast í þeim og voru mest sex stigum undir. Helsti munurinn á milli liðanna var sá að Njarðvík fór oftar á vítalínuna og nýttu það fullkomlega. Í lok leikhlutans leiddu heimakonur 20-18. Í öðrum leikhluta fór sóknarleikur gestanna að batna og skotnýting þeirra fór upp á við. Að sama skapi áttu Njarðvíkingar í auknum erfiðleikum með vörn Valsara. Skotnýting heimakvenna versnaði og þær töpuðu boltanum oftar. Valskonur tóku forystuna um miðjan leikhlutann og leiddu í hálfleik 34-42. Leikstjórnendur beggja liða leiddu stigaskorið í hálfleik. Raquel Laneiro var stigahæst heimakvenna með ellefu stig og Kiana Johnson var stigahæst hjá Val með þrettán. Baráttan hélt áfram í seinni hálfleik. Njarðvíkingar byrjuðu hann betur og komust yfir um miðjan þriðjan leikhluta en þá hafði Valur aðeins bætt þremur stigum á töfluna. Þá náðu Valskonur að setja í næsta gír. Þær hittu betur og náðu að loka meira á Njarðvík og gestirnir voru yfir þegar leikhlutanum lauk 54-60. Njarðvíkingar gáfust ekki upp og gerðu harða atlögu að Val. Heimakonur náðu að minnka muninn mest í eitt stig en gáfu strax í kjölfarið Val opið færi sem nýttist gestunum vel. Njarðvíkingar misnotuðu þó nokkur tækifæri til að komast enn nær Val. Opin sniðskot fóru forgörðum og í fleiri en eitt skipti náðu Njarðvíkingar boltanum af Valskonum með flottum varnarleik en misstu hann jafn harðann. Valur náði að hanga á sigrinum, 74-77, og unnu tólfta deildarleikinn í röð. Af hverju vann Valur? Valur hitti í körfuna þegar það skipti mestu máli. Þær komu alltaf til baka eftir slæma kafla og hittu nógu vel til að vinna. Þrátt fyrir að missa boltann oftar en heimakonur töpuðu gestirnir ekki á því. Skotnýting Vals var betri. Baráttan var hörð í teignum en Valskonur náðu að setja fleiri stig þar og taka örlítið fleiri fráköst. Valsliðið náði einnig að nýta breiddina betur og varamenn liðsins settu tuttugu stig ofan í körfuna en varamenn Njarðvíkur aðeins þrjú. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Val stóð Kiana Johnson upp úr með tuttugu og níu stig, átta stoðsendingar og sjö fráköst. Hildur Björg Kjartansdóttir kom næst í stigaskori með þrettán stig. Ásta Júlía Grímsdóttir var sterkust undir körfunni og náði tíu fráköstum. Hjá Njarðvík voru Portúgalarnir stigahæstar. Raquel Laneiro skoraði tuttugu og tvö stig og Lavinia Da Silva átján. Hvað gekk illa? Ögurstundirnar hjá Njarðvík. Þær klikkuðu á of mörgum opnum skotum og misstu boltann of oft þegar þær voru í dauðafæri á að komast nær Valsmönnum. Þegar vörnin gengur vel verður sóknin að fylgja eftir. Það gekk betur hjá Njarðvíkingum í þessum leik að fá meira framlag frá fleiri byrjunarliðskonum en í síðasta leik á undan á móti Haukum. Varamannabekkurinn fylgdi hins vegar ekki með og það var erfiðara fyrir heimakonur að fylgja Val eftir þegar aðeins var hægt að treysta á byrjunarliðið. Hvað gerist næst? Njarðvík er ennþá lengra frá efstu þremur liðunum en heldur fjórða sætinu. Valur fylgir hins vegar Keflavík fast eftir í öðru sætinu. Það er stutt í næsta leik hjá Valskonum en þær heimsækja Breiðablik 26. febrúar næstkomandi. Njarðvík fær aðeins lengri hvíld og á útileik gegn nágrönnum sínum í Grindavík 1. mars. Ólafur: „Þetta var svona „play-offs“ stemmning“ Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals.Vísir/Vilhelm Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var ánægður með að hans leikmenn hafi náð að klára sóknir sínar þegar það skipti mestu máli og einnig með bætingu á varnarleiknum frá síðasta leik á undan, gegn Fjölni. „Við vorum að gera hluti töluvert betur varnarlega mestan hluta leiksins. Það eru þó nokkrir hlutir sem ég hefði viljað sjá betri. Þetta var svona gott „execution“ í lokin. Við vorum skynsamar fyrir utan eina sendingu í blálokin sem við hentum út af.“ Ólafi fannst lið hans hjálpa allt of mikið á sterku hliðinni hjá sér þegar Njarðvíkingar keyrðu á körfuna. „Þá vorum við í rauninni að hoppa inn í teiginn og hrynja allt of mikið. Raquel fékk ég veit ekki hvað marga opna þrista. Við þurfum að laga svona hluti og þetta er eitthvað sem við erum búin að æfa í allan vetur. Við eigum að kunna þetta. Við gerum þetta ekki aftur í næsta leik.“ Ólafur var fullur bjartsýni fyrir það sem eftir er af tímabilinu. „Við erum með djúpan bekk og það voru aðrir leikmenn að klára leikinn en byrjuðu hann sem er bara frábært mál. Þegar einn leikmaður á ekki góðan leik getur annar stigið upp. Mér finnst liðið mitt á góðum stað miðað við hvaða tími er núna. Við höldum áfram að vinna í þeim hlutum sem við þurfum að bæta okkur í.“ Ólafur var ánægður með stemmninguna í Ljónagryfjunni. „Þetta var svona „play-offs“ stemmning í dag, fannst mér. Það voru læti á pöllunum. Þetta er þröngt hús. Það er alltaf stemmning og gaman að spila hérna.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Valur
Njarðvík og Valur mættust fyrr í kvöld í tuttugustu og fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og það var hart barist í leiknum. Valur byrjaði leikinn betur í fyrsta leikhluta en Njarðvík náði fljótlega yfirhöndinni. Valsstúlkur héngu þó fast í þeim og voru mest sex stigum undir. Helsti munurinn á milli liðanna var sá að Njarðvík fór oftar á vítalínuna og nýttu það fullkomlega. Í lok leikhlutans leiddu heimakonur 20-18. Í öðrum leikhluta fór sóknarleikur gestanna að batna og skotnýting þeirra fór upp á við. Að sama skapi áttu Njarðvíkingar í auknum erfiðleikum með vörn Valsara. Skotnýting heimakvenna versnaði og þær töpuðu boltanum oftar. Valskonur tóku forystuna um miðjan leikhlutann og leiddu í hálfleik 34-42. Leikstjórnendur beggja liða leiddu stigaskorið í hálfleik. Raquel Laneiro var stigahæst heimakvenna með ellefu stig og Kiana Johnson var stigahæst hjá Val með þrettán. Baráttan hélt áfram í seinni hálfleik. Njarðvíkingar byrjuðu hann betur og komust yfir um miðjan þriðjan leikhluta en þá hafði Valur aðeins bætt þremur stigum á töfluna. Þá náðu Valskonur að setja í næsta gír. Þær hittu betur og náðu að loka meira á Njarðvík og gestirnir voru yfir þegar leikhlutanum lauk 54-60. Njarðvíkingar gáfust ekki upp og gerðu harða atlögu að Val. Heimakonur náðu að minnka muninn mest í eitt stig en gáfu strax í kjölfarið Val opið færi sem nýttist gestunum vel. Njarðvíkingar misnotuðu þó nokkur tækifæri til að komast enn nær Val. Opin sniðskot fóru forgörðum og í fleiri en eitt skipti náðu Njarðvíkingar boltanum af Valskonum með flottum varnarleik en misstu hann jafn harðann. Valur náði að hanga á sigrinum, 74-77, og unnu tólfta deildarleikinn í röð. Af hverju vann Valur? Valur hitti í körfuna þegar það skipti mestu máli. Þær komu alltaf til baka eftir slæma kafla og hittu nógu vel til að vinna. Þrátt fyrir að missa boltann oftar en heimakonur töpuðu gestirnir ekki á því. Skotnýting Vals var betri. Baráttan var hörð í teignum en Valskonur náðu að setja fleiri stig þar og taka örlítið fleiri fráköst. Valsliðið náði einnig að nýta breiddina betur og varamenn liðsins settu tuttugu stig ofan í körfuna en varamenn Njarðvíkur aðeins þrjú. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Val stóð Kiana Johnson upp úr með tuttugu og níu stig, átta stoðsendingar og sjö fráköst. Hildur Björg Kjartansdóttir kom næst í stigaskori með þrettán stig. Ásta Júlía Grímsdóttir var sterkust undir körfunni og náði tíu fráköstum. Hjá Njarðvík voru Portúgalarnir stigahæstar. Raquel Laneiro skoraði tuttugu og tvö stig og Lavinia Da Silva átján. Hvað gekk illa? Ögurstundirnar hjá Njarðvík. Þær klikkuðu á of mörgum opnum skotum og misstu boltann of oft þegar þær voru í dauðafæri á að komast nær Valsmönnum. Þegar vörnin gengur vel verður sóknin að fylgja eftir. Það gekk betur hjá Njarðvíkingum í þessum leik að fá meira framlag frá fleiri byrjunarliðskonum en í síðasta leik á undan á móti Haukum. Varamannabekkurinn fylgdi hins vegar ekki með og það var erfiðara fyrir heimakonur að fylgja Val eftir þegar aðeins var hægt að treysta á byrjunarliðið. Hvað gerist næst? Njarðvík er ennþá lengra frá efstu þremur liðunum en heldur fjórða sætinu. Valur fylgir hins vegar Keflavík fast eftir í öðru sætinu. Það er stutt í næsta leik hjá Valskonum en þær heimsækja Breiðablik 26. febrúar næstkomandi. Njarðvík fær aðeins lengri hvíld og á útileik gegn nágrönnum sínum í Grindavík 1. mars. Ólafur: „Þetta var svona „play-offs“ stemmning“ Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals.Vísir/Vilhelm Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var ánægður með að hans leikmenn hafi náð að klára sóknir sínar þegar það skipti mestu máli og einnig með bætingu á varnarleiknum frá síðasta leik á undan, gegn Fjölni. „Við vorum að gera hluti töluvert betur varnarlega mestan hluta leiksins. Það eru þó nokkrir hlutir sem ég hefði viljað sjá betri. Þetta var svona gott „execution“ í lokin. Við vorum skynsamar fyrir utan eina sendingu í blálokin sem við hentum út af.“ Ólafi fannst lið hans hjálpa allt of mikið á sterku hliðinni hjá sér þegar Njarðvíkingar keyrðu á körfuna. „Þá vorum við í rauninni að hoppa inn í teiginn og hrynja allt of mikið. Raquel fékk ég veit ekki hvað marga opna þrista. Við þurfum að laga svona hluti og þetta er eitthvað sem við erum búin að æfa í allan vetur. Við eigum að kunna þetta. Við gerum þetta ekki aftur í næsta leik.“ Ólafur var fullur bjartsýni fyrir það sem eftir er af tímabilinu. „Við erum með djúpan bekk og það voru aðrir leikmenn að klára leikinn en byrjuðu hann sem er bara frábært mál. Þegar einn leikmaður á ekki góðan leik getur annar stigið upp. Mér finnst liðið mitt á góðum stað miðað við hvaða tími er núna. Við höldum áfram að vinna í þeim hlutum sem við þurfum að bæta okkur í.“ Ólafur var ánægður með stemmninguna í Ljónagryfjunni. „Þetta var svona „play-offs“ stemmning í dag, fannst mér. Það voru læti á pöllunum. Þetta er þröngt hús. Það er alltaf stemmning og gaman að spila hérna.“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti