Sænskur lögreglustjóri fannst látinn á heimili sínu Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2023 06:20 Mats Löfving, lögreglustjóri í Stokkhólmi og á Gotlandi og staðgengill ríkislögreglustjóra, er lengst til hægri á myndinni. EPA Sænski lögreglustjórinn Mats Löfving, sem einnig er staðgengill ríkislögreglustjóra landsins, fannst látinn á heimili sínu í Norrköping í gærkvöldi. Nokkuð hefur gustað um Löfving eftir að hann skipaði lögreglukonu í embætti yfirmanns leynilögreglunnar árið 2015 – konu sem hann átti sjálfur í sambandi við. „Það er með mikilli sorg og skelfingu sem ég hef tekið á móti þeim upplýsingum að staðgengill ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn Mats Löfving er látinn. Það er mjög sorglegt,“ sagði ríkislögreglustjórinn Anders Thornberg í yfirlýsingu í gær. Löfving varð 61 árs gamall. Í frétt SVT segir að lögregla í Svíþjóð hafi fengið tilkynningu um særða manneskju í húsi í Norrköping um kvöldmatarleytið í gær. Um var að ræða Löfving sem fannst látinn þegar lögreglu bar að garði. Er rannsókn hafin á málinu. Löfving var lögreglustjóri í Stokkhæólmi og Gotlandi. „Hugur minn er hjá Mats Löfving, aðstandendum hans og samstarfsfélögum. Við munum reyna að gera allt til að styðja þau á þessum erfiðu tímum,“ sagði ríkislögreglustjórinn. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað dró Löfving til dauða. Lögregla í Svíþjóð hefur síðustu mánuðum rannsakað embættisfærslur Löfvings eftir að hann árið 2015 skipaði Lindu Staaf til að stýra leyniþjónustu landsins þegar hann var sjálfur staðgengill ríkislögreglustjóra. Hann átti á sama tíma í ástarsambandi við Staaf. 21 lögreglumaður með meiri reynslu en Staaf sóttu einnig um stöðuna á sínum tíma, og vakti það mikla athygli þegar Staaf var skipuð. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar hóf sænska lögreglan rannsókn á málinu og voru niðurstöður hennar gerðar opinberar í gær. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að skipunin á Staaf hafi verið réttmæt, en að Löfving hafi þó verið vanhæfur til að fjalla um ýmis önnur mál sem við komu Staaf. Löfving sagði niðurstöðurnar vonbrigði í svari til Aftonbladet fyrr í gær. Svíþjóð Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
„Það er með mikilli sorg og skelfingu sem ég hef tekið á móti þeim upplýsingum að staðgengill ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn Mats Löfving er látinn. Það er mjög sorglegt,“ sagði ríkislögreglustjórinn Anders Thornberg í yfirlýsingu í gær. Löfving varð 61 árs gamall. Í frétt SVT segir að lögregla í Svíþjóð hafi fengið tilkynningu um særða manneskju í húsi í Norrköping um kvöldmatarleytið í gær. Um var að ræða Löfving sem fannst látinn þegar lögreglu bar að garði. Er rannsókn hafin á málinu. Löfving var lögreglustjóri í Stokkhæólmi og Gotlandi. „Hugur minn er hjá Mats Löfving, aðstandendum hans og samstarfsfélögum. Við munum reyna að gera allt til að styðja þau á þessum erfiðu tímum,“ sagði ríkislögreglustjórinn. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað dró Löfving til dauða. Lögregla í Svíþjóð hefur síðustu mánuðum rannsakað embættisfærslur Löfvings eftir að hann árið 2015 skipaði Lindu Staaf til að stýra leyniþjónustu landsins þegar hann var sjálfur staðgengill ríkislögreglustjóra. Hann átti á sama tíma í ástarsambandi við Staaf. 21 lögreglumaður með meiri reynslu en Staaf sóttu einnig um stöðuna á sínum tíma, og vakti það mikla athygli þegar Staaf var skipuð. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar hóf sænska lögreglan rannsókn á málinu og voru niðurstöður hennar gerðar opinberar í gær. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að skipunin á Staaf hafi verið réttmæt, en að Löfving hafi þó verið vanhæfur til að fjalla um ýmis önnur mál sem við komu Staaf. Löfving sagði niðurstöðurnar vonbrigði í svari til Aftonbladet fyrr í gær.
Svíþjóð Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira