Sakar varaformann sinn um vesældóm og sjúka þörf fyrir athygli Kjartan Kjartansson skrifar 23. febrúar 2023 11:59 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur lengi eldað grátt silfur saman með varaformanninum. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Agniezku Ewu Ziolkowsku, varaformann félagsins, þjakaða „vesældómi“ og haldna „sjúkri þörf fyrir athygli“. Tilefnið er ummæli varaformannsins um að hún telji að félagsmenn Eflingar ættu að fá greitt úr verkfallssjóði ef kemur til verkbanns Samtaka atvinnulífsins. Forysta Eflingar hefur lýst því yfir að félagsmenn fái ekki greitt úr vinnudeilusjóði í verkbanni sem aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins samþykktu í gær. Verkbannið á að hefjast í næstu viku. Agniezka benti á í Facebook-færslu í gærkvöldi að reglur um sjóðinn gerðu ráð fyrir að hann væri nýttur í verkföllum í verkbönnum. Það væri alfarið ákvörðun Sólvegar Önnu formanns að gera það ekki. „Hún er þess í stað tilbúin að láta láglauna félagsmenn sína þjást,“ skrifaði Agniezka, varaformaður Eflingar. Sólveig Anna brást ókvæða við í tveimur Facebook-færslum sem hún birti annars vegar í gærkvöldi og hins vegar í morgun. Þar vænir hún varaformann sinn um að „breiða út boðskap fagnaðarerindis“ Samtaka atvinnulífsins um að Efling skuli hlýða „trylltri auðstétt“ og tæma verkfallssjóð félagsins „einfaldlega vegna þess að sturlaður lénsherran[n] skipar henni það.“ Spyrðir hún Agniezku saman við Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, sem hafi ætlað að stýra Eflingu og Alþýðusambandi Íslands með stuðningi „hirðar“ Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, íslensks auðvalds og Morgunblaðsins. „Tvær konur, aðeins með hæfileika til eins, að láta etja sér á forðaðið. Aftur og aftur,“ skrifaði Sólveig Anna í gærkvöldi og vísaði til fréttar um ummæli Agniezku á mbl.is. Facebook-færsla Sólveigar Önnu Jónsdóttur frá því í gærkvöldi.Skjáskot Vitfirringur og strengjabrúða Formanninum virtist ekki runnin reiðin í morgun og hélt áfram að gagnrýna Agniezku og fréttaflutning af ummælum hennar. Sagði hún að „vesældómi“ einnar manneskju væri slegið upp sem merkilegri frétt. Agniezka eigi ekki sæti í stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar. „Sem betur fer er stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar ekki mönnuð vitfirringum og strengjabrúðum sturlaðrar yfirs[t]éttar heldur fullorðnu fólki sem skilur ábyrgð sína í grafalvarlegu ástandi,“ skrifaði Sólveig Anna. Þá dró hún vitsmuni varaformannsins og ritarans í efa. „Agniezka Ewa og Ólöf Helga hafa það sem einhverskonar afsökun að vitið er ekki meira en guð gaf; hver er afsökun fjölmiðla að taka þátt í þessu aumkunarverða rugli?“ sagði Sólveig Anna um umfjöllun fjölmiðla um afstöðu næstráðanda hennar. Facebook-færsla Sólvegar Önnu Jónsdóttur frá því í morgun.Skjáskot Kjaraviðræður 2022-23 Ólga innan Eflingar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Forysta Eflingar hefur lýst því yfir að félagsmenn fái ekki greitt úr vinnudeilusjóði í verkbanni sem aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins samþykktu í gær. Verkbannið á að hefjast í næstu viku. Agniezka benti á í Facebook-færslu í gærkvöldi að reglur um sjóðinn gerðu ráð fyrir að hann væri nýttur í verkföllum í verkbönnum. Það væri alfarið ákvörðun Sólvegar Önnu formanns að gera það ekki. „Hún er þess í stað tilbúin að láta láglauna félagsmenn sína þjást,“ skrifaði Agniezka, varaformaður Eflingar. Sólveig Anna brást ókvæða við í tveimur Facebook-færslum sem hún birti annars vegar í gærkvöldi og hins vegar í morgun. Þar vænir hún varaformann sinn um að „breiða út boðskap fagnaðarerindis“ Samtaka atvinnulífsins um að Efling skuli hlýða „trylltri auðstétt“ og tæma verkfallssjóð félagsins „einfaldlega vegna þess að sturlaður lénsherran[n] skipar henni það.“ Spyrðir hún Agniezku saman við Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, sem hafi ætlað að stýra Eflingu og Alþýðusambandi Íslands með stuðningi „hirðar“ Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, íslensks auðvalds og Morgunblaðsins. „Tvær konur, aðeins með hæfileika til eins, að láta etja sér á forðaðið. Aftur og aftur,“ skrifaði Sólveig Anna í gærkvöldi og vísaði til fréttar um ummæli Agniezku á mbl.is. Facebook-færsla Sólveigar Önnu Jónsdóttur frá því í gærkvöldi.Skjáskot Vitfirringur og strengjabrúða Formanninum virtist ekki runnin reiðin í morgun og hélt áfram að gagnrýna Agniezku og fréttaflutning af ummælum hennar. Sagði hún að „vesældómi“ einnar manneskju væri slegið upp sem merkilegri frétt. Agniezka eigi ekki sæti í stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar. „Sem betur fer er stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar ekki mönnuð vitfirringum og strengjabrúðum sturlaðrar yfirs[t]éttar heldur fullorðnu fólki sem skilur ábyrgð sína í grafalvarlegu ástandi,“ skrifaði Sólveig Anna. Þá dró hún vitsmuni varaformannsins og ritarans í efa. „Agniezka Ewa og Ólöf Helga hafa það sem einhverskonar afsökun að vitið er ekki meira en guð gaf; hver er afsökun fjölmiðla að taka þátt í þessu aumkunarverða rugli?“ sagði Sólveig Anna um umfjöllun fjölmiðla um afstöðu næstráðanda hennar. Facebook-færsla Sólvegar Önnu Jónsdóttur frá því í morgun.Skjáskot
Kjaraviðræður 2022-23 Ólga innan Eflingar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira