Guðmundur hefur nýlokið öðrum hringnum. Hann lék hann á 71 höggi, eða einu höggi undir pari.
Hann er samtals á fimm höggum undir pari og er í 2. sæti, fimm höggum á eftir efsta manni, Yannik Paul frá Þýskalandi. Ekki hafa þó allir keppendur lokið öðrum hring mótsins.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, er í toppbaráttunni á @DPWorldTour mótinu á Indlandi. Hann er á -5 samtals eftir 36 holur og er í 2. sæti þegar þetta er skrifað. https://t.co/KZbkELOfzH pic.twitter.com/3steAVxduG
— Golfsamband Íslands (@gsigolf) February 24, 2023
Guðmundur fékk þrjá fugla á öðrum hringnum, tvo skolla og þrettán pör. Í gær fékk hann sex fugla, tíu pör og tvo skolla. Hann var fjórði eftir fyrsta hringinn.
Mótið á Indlandi er það áttunda sem Guðmundur keppir á þessu tímabili. Besti árangur hans er 49. sæti sem hann náði á Singapore Classic fyrr í þessum mánuði.