Darri Freyr segir Ísland eiga 25 prósent möguleika gegn Georgíu Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 08:00 Darri Freyr Atlason er sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport og sést hér á góðri stundu ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni og Teiti Örlygssyni á leik Vals og Tindastóls í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar síðasta vor. Vísir/Bára Dröfn Ísland mætir Georgíu á útivelli á morgun í hreinum úrslitaleik um sæti á heimsmeistaramótinu í körfuknattleik í haust. Darri Freyr Atlason sérfræðingur Stöð 2 Sport segir möguleika á sigri Íslands vera til staðar. Ísland tapaði fyrir Spáni í undankeppn heimsmeistaramótsins í fyrrakvöld en spænska liðið er meðal þeirra bestu í heimi. Ísland stóð lengi vel í spænska liðinu en Darri Freyr segir að það hafi verið ljóst að Ísland hafi forgangsraðað leiknum í Georgíu á morgun framar en leiknum gegn Spáni. „Þetta var hálf fyndinn leikur á móti einu af bestu landsliðum í heimi því það var alveg ljóst að okkar menn voru að forgangsraða leiknum í Georgíu og mínútudreifingin segir okkur að það var kannski ekki mesta kappsmálið að kreista úr sigur gegn þessu spænska liði. Það var tækifæri til því mér fannst þeir ekkert sérstaklega merkilegir í gær fyrir utan frábæra þriggja stiga nýtingu,“ sagði Darri Freyr í viðtali við Val Pál Eiríksson blaðamann í gær. Þriggja stiga nýting Spánverja í fyrradag var hálf lygileg því þeir hittu úr 60% skota sinna á meðan skotin voru ekki að rata rétta leið hjá íslenska liðinu. „Það er mikilvægt í þannig stöðu, þó þú viljir auðvitað hitta betur, en að sama skapi spila vörn sem þrengir aðeins meira að skotógninni en svo að mótherjinn skjóti 60%,“ sagði Darri Freyr. „Ekkert hljóð fallegra en þegar það heyrist ekki neitt í áhorfendum andstæðingsins“ Eins og áður segir mætir Ísland Georgíu ytra á morgun en Ísland þarf að vinna með fjórum stigum til að fara uppfyrir georgíska liðið á innbyrðis viðureignum. „Ég held að möguleikarnir séu fyrir hendi en hins vegar eru topparnir í þessu georgíska liði einfaldlega betri en allir leikmennirnir sem við vorum að spila við á fimmtudag. (Giorgi) Shermadini, (Tornike) Shengelia og (Thaddus) McFadden eru leikmenn á efsta stigi í Evrópu þannig að þetta verður verðugt verkefni.“ „Hins vegar held ég að leikstíll Íslendinga henti töluvert betur á móti georgíska liðinu þar sem tveir bestu leikmennirnir eru stórir og vilja spila á blokkinni og skotógnin ekki eins mikil og var í Laugardalshöll í fyrrakvöld.“ Heimavöllur georgíska liðsins er mikil gryfja og má búast við mikilli stemmningu þegar leikurinn fer fram. „Það verður allt dýrvitlaust. Það verður að ná að virkja þá orku í rétta átt og það er ekkert fallegra hljóð en þegar það heyrist ekki neitt í áhorfendum andstæðingsins.“ Darri Freyr sagði einnig frá því að sögusagnir væru búnar að vera í gangi um að Tornike Shengelia, lykilmaður Georgíu, myndi fljúga til Ítalíu í gær til að leika með liði sinu Bologna þá um kvöldið. Og sú varð raunin, Shengelia spilaði í átján mínútur í sigri Bologna liðsins í Euroleague en hann flýgur aftur til Georgíu í dag. Tornike Shengelia er lykilmaður Georgíu en hann flaug til Ítalíu í gær til að spila með félagsliði sínu í Euroleague í gærkvöldi.Vísir/Getty „Það verður áhugavert að fylgjast með honum. Hann var klárlega þeirra langbesti maður í síðasta leik Íslands og Georgíu.“ Að lokum var Darri Freyr spurður að því hverjir möguleikar Ísland væru á morgun. „25%, það er vísindaleg niðurstaða eftir langa greiningu. Ég held að georgíska liðið sé sterkara á pappír en möguleikinn er klárlega til staðar og ef við beitum okkar skæruhernaði á réttum stöðum þá getum við kreist fram sigur.“ Landslið karla í körfubolta Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Spáni í undankeppn heimsmeistaramótsins í fyrrakvöld en spænska liðið er meðal þeirra bestu í heimi. Ísland stóð lengi vel í spænska liðinu en Darri Freyr segir að það hafi verið ljóst að Ísland hafi forgangsraðað leiknum í Georgíu á morgun framar en leiknum gegn Spáni. „Þetta var hálf fyndinn leikur á móti einu af bestu landsliðum í heimi því það var alveg ljóst að okkar menn voru að forgangsraða leiknum í Georgíu og mínútudreifingin segir okkur að það var kannski ekki mesta kappsmálið að kreista úr sigur gegn þessu spænska liði. Það var tækifæri til því mér fannst þeir ekkert sérstaklega merkilegir í gær fyrir utan frábæra þriggja stiga nýtingu,“ sagði Darri Freyr í viðtali við Val Pál Eiríksson blaðamann í gær. Þriggja stiga nýting Spánverja í fyrradag var hálf lygileg því þeir hittu úr 60% skota sinna á meðan skotin voru ekki að rata rétta leið hjá íslenska liðinu. „Það er mikilvægt í þannig stöðu, þó þú viljir auðvitað hitta betur, en að sama skapi spila vörn sem þrengir aðeins meira að skotógninni en svo að mótherjinn skjóti 60%,“ sagði Darri Freyr. „Ekkert hljóð fallegra en þegar það heyrist ekki neitt í áhorfendum andstæðingsins“ Eins og áður segir mætir Ísland Georgíu ytra á morgun en Ísland þarf að vinna með fjórum stigum til að fara uppfyrir georgíska liðið á innbyrðis viðureignum. „Ég held að möguleikarnir séu fyrir hendi en hins vegar eru topparnir í þessu georgíska liði einfaldlega betri en allir leikmennirnir sem við vorum að spila við á fimmtudag. (Giorgi) Shermadini, (Tornike) Shengelia og (Thaddus) McFadden eru leikmenn á efsta stigi í Evrópu þannig að þetta verður verðugt verkefni.“ „Hins vegar held ég að leikstíll Íslendinga henti töluvert betur á móti georgíska liðinu þar sem tveir bestu leikmennirnir eru stórir og vilja spila á blokkinni og skotógnin ekki eins mikil og var í Laugardalshöll í fyrrakvöld.“ Heimavöllur georgíska liðsins er mikil gryfja og má búast við mikilli stemmningu þegar leikurinn fer fram. „Það verður allt dýrvitlaust. Það verður að ná að virkja þá orku í rétta átt og það er ekkert fallegra hljóð en þegar það heyrist ekki neitt í áhorfendum andstæðingsins.“ Darri Freyr sagði einnig frá því að sögusagnir væru búnar að vera í gangi um að Tornike Shengelia, lykilmaður Georgíu, myndi fljúga til Ítalíu í gær til að leika með liði sinu Bologna þá um kvöldið. Og sú varð raunin, Shengelia spilaði í átján mínútur í sigri Bologna liðsins í Euroleague en hann flýgur aftur til Georgíu í dag. Tornike Shengelia er lykilmaður Georgíu en hann flaug til Ítalíu í gær til að spila með félagsliði sínu í Euroleague í gærkvöldi.Vísir/Getty „Það verður áhugavert að fylgjast með honum. Hann var klárlega þeirra langbesti maður í síðasta leik Íslands og Georgíu.“ Að lokum var Darri Freyr spurður að því hverjir möguleikar Ísland væru á morgun. „25%, það er vísindaleg niðurstaða eftir langa greiningu. Ég held að georgíska liðið sé sterkara á pappír en möguleikinn er klárlega til staðar og ef við beitum okkar skæruhernaði á réttum stöðum þá getum við kreist fram sigur.“
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik