Kings unnu í næststigahæsta leik allra tíma Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 09:30 Malik Monk er hér nýbúinn að troða í leiknum í nótt en Kawhi Leonard hjá LA Clippers horfir á. Vísir/Getty Leikur Sacramento Kings og Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í nótt fer í sögubækurnar sem næststigahæsti leikur allra tíma. Leikurinn í Los Angeles í nótt var tvíframlengdur og alls voru skoruð 351 stig í leiknum. Sacramento Kings höfðu betur að lokum, unnu 176-175 í leik þar sem liðin skiptust tólf sinnum á forystunni og í tólf skipti var jafnt. Tveir leikmenn Kings skoruðu meira en fjörtíu stig í leiknum, Malik Monk skoraði 45 stig og De´Aron Fox skoraði 42. Þá skoruðu fimm aðrir leikmenn liðsins yfir tíu stig. Hjá Clippers skoraði Kawhi Leonard 44 stig og Paul George 34. GAME OF THE YEAR CONTENDER.Re-live every WILD moment from down the stretch of the 2nd highest scoring game in NBA history Kings outlast the Clippers in 2OT, 176-175. pic.twitter.com/MiU7A8lViT— NBA (@NBA) February 25, 2023 Eins og áður segir er þetta næststigahæsti leikur allra tíma í NBA-deildinni. Metið yfir flest stig í leik er frá desember 1983 þegar Detroit Pistons vann Denver Nuggets 186-184. Giannis Antetokounmpo fór meiddur af velli í fyrsta leikhluta þegar Milwaukee Bucks vann 128-99 sigur á Miami Heat. Grikkinn ógurlegi meiddist á hné en hann er í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmennina í deildinni og annar á listanum yfir fráköst. 13 straight for the Bucks. Close battles in the West.Updated standings are here https://t.co/6FlAlihMep pic.twitter.com/YZZs7x4LZf— NBA (@NBA) February 25, 2023 LaMelo Ball skoraði 32 stig og tók 10 fráköst þegar Charlotte Hornets vann 121-113 sigur á Minnesota Timberwolves. Þá vann Phoenix Suns góðan níu stiga sigur á Oklaholma City Thunder, lokatölur þar 124-115. Devin Booker skoraði 25 stig fyrir Phoenix í leiknum en Kevin Durant lék ekki með Suns. Washington Wizards - New York Knicks 109-115Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 136-119Chicago Bulls - Brooklyn Nets 131-87Golden State Warriors - Houston Rockets 116-101 NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Leikurinn í Los Angeles í nótt var tvíframlengdur og alls voru skoruð 351 stig í leiknum. Sacramento Kings höfðu betur að lokum, unnu 176-175 í leik þar sem liðin skiptust tólf sinnum á forystunni og í tólf skipti var jafnt. Tveir leikmenn Kings skoruðu meira en fjörtíu stig í leiknum, Malik Monk skoraði 45 stig og De´Aron Fox skoraði 42. Þá skoruðu fimm aðrir leikmenn liðsins yfir tíu stig. Hjá Clippers skoraði Kawhi Leonard 44 stig og Paul George 34. GAME OF THE YEAR CONTENDER.Re-live every WILD moment from down the stretch of the 2nd highest scoring game in NBA history Kings outlast the Clippers in 2OT, 176-175. pic.twitter.com/MiU7A8lViT— NBA (@NBA) February 25, 2023 Eins og áður segir er þetta næststigahæsti leikur allra tíma í NBA-deildinni. Metið yfir flest stig í leik er frá desember 1983 þegar Detroit Pistons vann Denver Nuggets 186-184. Giannis Antetokounmpo fór meiddur af velli í fyrsta leikhluta þegar Milwaukee Bucks vann 128-99 sigur á Miami Heat. Grikkinn ógurlegi meiddist á hné en hann er í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmennina í deildinni og annar á listanum yfir fráköst. 13 straight for the Bucks. Close battles in the West.Updated standings are here https://t.co/6FlAlihMep pic.twitter.com/YZZs7x4LZf— NBA (@NBA) February 25, 2023 LaMelo Ball skoraði 32 stig og tók 10 fráköst þegar Charlotte Hornets vann 121-113 sigur á Minnesota Timberwolves. Þá vann Phoenix Suns góðan níu stiga sigur á Oklaholma City Thunder, lokatölur þar 124-115. Devin Booker skoraði 25 stig fyrir Phoenix í leiknum en Kevin Durant lék ekki með Suns. Washington Wizards - New York Knicks 109-115Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 136-119Chicago Bulls - Brooklyn Nets 131-87Golden State Warriors - Houston Rockets 116-101
Washington Wizards - New York Knicks 109-115Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 136-119Chicago Bulls - Brooklyn Nets 131-87Golden State Warriors - Houston Rockets 116-101
NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira