Ógnarstjórn Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 07:00 Samtök atvinnulífsins hafa lagt ótímabundið verkbann á Eflingu. Í því felst hótun um að félagsmenn Eflingar á almenna vinnumarkaðinum verða sviptir launum sínum frá og með fimmtudeginum í næstu viku, 2. mars. Áhrifamáttur þessarar aðgerðar er mikill af einfaldri ástæðu: fólk sem getur vart lifað af launum sínum getur augljóslega ekki lifað án þeirra. Samtök atvinnulífsins stóla á að það sé auðveldara að svelta fólk sem býr þegar við hungurmörk til hlýðni. Saga kjarabaráttu sýnir að hinir sterku hafa sjaldnast miklar áhyggjur af velferð þeirra sem minna mega sín. Ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að bregðast við sanngjörnum kröfum láglaunafólks um launahækkanir með því að svipta það lífsviðurværi sínu sýnir að þetta hefur ekki breyst. Saga kjarabaráttu sýnir líka að ofbeldi má aldrei mæta með uppgjöf. Friður sem varir aðeins svo lengi sem hinn sterki fær öllu sínu framgengt er ekki friður, heldur ógnarstjórn. Það er það sem verkbann Samtaka atvinnulífsins á Eflingu snýst raunverulega um. Það snýst ekki um þær hóflegu hækkanir lægstu launa sem Efling hefur krafist heldur um það að sýna Eflingu – og um leið öðrum stéttarfélögum og stjórnvöldum – hver það er sem ræður á íslenskum vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Með því að taka lífsviðurværið af 20.000 fjölskyldum ætla Samtök atvinnulífsins að sýna hverjir það eru sem halda um tauma ógnarstjórnar á íslenskum vinnumarkaði. Sem betur fer hafa fjölmargir atvinnurekendur þegar lýst því yfir við starfsfólk að þeir muni ekki taka þátt í verkbanninu. Engu að síður reyna Samtök atvinnulífsins að spila sig sem einræðisherra hins íslenska vinnumarkaðar, og láta sem að öllum – jafnvel atvinnurekendum sem ekki eru félagar í SA – sé skylt að framfylgja gerræðislegum hótunum þeirra. Mikilvægt er að félagsfólk í Eflingu krefji sína atvinnurekendur um skýr svör um afstöðu þeirra til verkbanns og hvort að þeir ætli að láta fólk ganga launalaust. Sett hefur verið upp könnun á vefsíðu félagsins þar sem félagsfólk getur komið áleiðis upplýsingum um þetta. Efling mun aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn. Efling fordæmir verkbann Samtaka atvinnulífsins og mun berjast gegn því af alefli. Sterkasta afl verkafólks er fjöldinn og samstaðan, og félagið mun sýna þann styrk í verki í baráttu gegn verkbanninu á næstu vikum. Félagið mun boða aðgerða strax klukkan 12 á hádegi næstkomandi fimmtudag, á þeirri stundu sem verkbannið hefst, og mun bjóða öllum félagsmönnum sem lenda í verkbanni að taka þátt í þeim. Höfundur er formaður Eflingar - stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa lagt ótímabundið verkbann á Eflingu. Í því felst hótun um að félagsmenn Eflingar á almenna vinnumarkaðinum verða sviptir launum sínum frá og með fimmtudeginum í næstu viku, 2. mars. Áhrifamáttur þessarar aðgerðar er mikill af einfaldri ástæðu: fólk sem getur vart lifað af launum sínum getur augljóslega ekki lifað án þeirra. Samtök atvinnulífsins stóla á að það sé auðveldara að svelta fólk sem býr þegar við hungurmörk til hlýðni. Saga kjarabaráttu sýnir að hinir sterku hafa sjaldnast miklar áhyggjur af velferð þeirra sem minna mega sín. Ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að bregðast við sanngjörnum kröfum láglaunafólks um launahækkanir með því að svipta það lífsviðurværi sínu sýnir að þetta hefur ekki breyst. Saga kjarabaráttu sýnir líka að ofbeldi má aldrei mæta með uppgjöf. Friður sem varir aðeins svo lengi sem hinn sterki fær öllu sínu framgengt er ekki friður, heldur ógnarstjórn. Það er það sem verkbann Samtaka atvinnulífsins á Eflingu snýst raunverulega um. Það snýst ekki um þær hóflegu hækkanir lægstu launa sem Efling hefur krafist heldur um það að sýna Eflingu – og um leið öðrum stéttarfélögum og stjórnvöldum – hver það er sem ræður á íslenskum vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Með því að taka lífsviðurværið af 20.000 fjölskyldum ætla Samtök atvinnulífsins að sýna hverjir það eru sem halda um tauma ógnarstjórnar á íslenskum vinnumarkaði. Sem betur fer hafa fjölmargir atvinnurekendur þegar lýst því yfir við starfsfólk að þeir muni ekki taka þátt í verkbanninu. Engu að síður reyna Samtök atvinnulífsins að spila sig sem einræðisherra hins íslenska vinnumarkaðar, og láta sem að öllum – jafnvel atvinnurekendum sem ekki eru félagar í SA – sé skylt að framfylgja gerræðislegum hótunum þeirra. Mikilvægt er að félagsfólk í Eflingu krefji sína atvinnurekendur um skýr svör um afstöðu þeirra til verkbanns og hvort að þeir ætli að láta fólk ganga launalaust. Sett hefur verið upp könnun á vefsíðu félagsins þar sem félagsfólk getur komið áleiðis upplýsingum um þetta. Efling mun aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn. Efling fordæmir verkbann Samtaka atvinnulífsins og mun berjast gegn því af alefli. Sterkasta afl verkafólks er fjöldinn og samstaðan, og félagið mun sýna þann styrk í verki í baráttu gegn verkbanninu á næstu vikum. Félagið mun boða aðgerða strax klukkan 12 á hádegi næstkomandi fimmtudag, á þeirri stundu sem verkbannið hefst, og mun bjóða öllum félagsmönnum sem lenda í verkbanni að taka þátt í þeim. Höfundur er formaður Eflingar - stéttarfélags.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun