Afgreiðslukonan hafi „eiginlega ekkert“ sofið í níu daga vegna álags Máni Snær Þorláksson skrifar 27. febrúar 2023 21:47 Þórarinn Leifsson leiðsögumaður. Bylgjan Þórarinn Leifsson, leiðsögumaður og rithöfundur, hefur áhyggjur af þeim gífurlega fjölda ferðamanna sem koma til Íslands. Hann segir að grípa þurfi til aðgerða og telur best að byrja á skemmtiferðaskipunum. Þórarinn hóf störf sem leiðsögumaður haustið 2017. Í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni sagðist hann vera byrjaður að fá á tilfinninguna að Ísland sé að drukkna í ferðamönnum. „Ég veit að þetta hljómar fáránlega, en svona leggst þessi tilfinning yfir mig. Við erum að drukkna í erlendu fólki með flíshúfur sem þarfnast skyndikynna og þjónustu á hjara veraldar,“ sagði Þórarinn í færslunni sem vakti töluverða athygli. Margir leiðsögumenn hafi áhyggjur Rætt var við Þórarinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um málið. „Ég er ekki að segja að ég hafi orðið fyrir áfalli en mér fannst eins og umferðin hefði tvöfaldast, það var tilfinningin sem ég fékk,“ segir leiðsögumaðurinn í viðtalinu. Að sögn Þórarins eru þeir leiðsögumenn sem hann hefur rætt við um málið flestir sammála honum. „Það eru margir uggandi um þetta, hvort við ráðum við þetta.“ Til að lýsa því hvað álagið á ferðaþjónustuna er mikið segir Þórarinn frá afgreiðslukonu, sem vinnur á kaffihúsinu í Reynisfjöru, sem hann ræddi við. Sú sagði við Þórarinn að hún væri „eiginlega ekkert“ búin að sofa í níu daga. Horfir til Osló Aðspurður um það hvernig hægt sé að leysa þetta segir Þórarinn að það þyrfti að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Við hefðum náttúrulega helst þurft að hafa þetta eins og í Osló þar sem innanlandsflugvöllurinn er við hliðina á alþjóðaflugvellinum. Eins og þið vitið þá vill enginn gera það og missa flugvöllinn héðan. Það væri best ef við gætum mokað ferðamönnum frá Keflavík beint út á land, beint til Ísafjarðar og Egilsstaða.“ Hann segir að jafnvel væri hægt að hafa bara bæði innanlandsflugvöll í Keflavík og í höfuðborginni. Ekki á sama máli og Bubbi Í athugasemdunum við færslu Þórarins viðraði tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens þá hugmynd að loka Íslandi. Þórarinn er þó ekki á því að það eigi að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða. „Nei ég held að það sé ekki praktískt. Við nutum okkur öll í Covid en ég lifi á þessu, það eru mjög margir sem lifa á þessu. En það er gott hjá Bubba að skvetta smá vatni og koma umræðunni af stað.“ Þórarinn segir þó að eitthvað þurfi að gera. „Ég hef ekki hundsvit um hvað við eigum að gera en einhver þarf að gera eitthvað. Ég held við ættum að byrja á skemmtiferðaskipunum,“ segir hann. „Ég vil byrja á skipunum, absalút. Ég held að það séu ofboðslega margir sammála því að þetta sé ekki alveg sniðugt. Þú ert að moka svona átta þúsund manns í einu á bryggjuna í Reykjavík, Djúpavogi eða Ísafirði.“ Reykjavík síðdegis Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þórarinn hóf störf sem leiðsögumaður haustið 2017. Í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni sagðist hann vera byrjaður að fá á tilfinninguna að Ísland sé að drukkna í ferðamönnum. „Ég veit að þetta hljómar fáránlega, en svona leggst þessi tilfinning yfir mig. Við erum að drukkna í erlendu fólki með flíshúfur sem þarfnast skyndikynna og þjónustu á hjara veraldar,“ sagði Þórarinn í færslunni sem vakti töluverða athygli. Margir leiðsögumenn hafi áhyggjur Rætt var við Þórarinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um málið. „Ég er ekki að segja að ég hafi orðið fyrir áfalli en mér fannst eins og umferðin hefði tvöfaldast, það var tilfinningin sem ég fékk,“ segir leiðsögumaðurinn í viðtalinu. Að sögn Þórarins eru þeir leiðsögumenn sem hann hefur rætt við um málið flestir sammála honum. „Það eru margir uggandi um þetta, hvort við ráðum við þetta.“ Til að lýsa því hvað álagið á ferðaþjónustuna er mikið segir Þórarinn frá afgreiðslukonu, sem vinnur á kaffihúsinu í Reynisfjöru, sem hann ræddi við. Sú sagði við Þórarinn að hún væri „eiginlega ekkert“ búin að sofa í níu daga. Horfir til Osló Aðspurður um það hvernig hægt sé að leysa þetta segir Þórarinn að það þyrfti að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Við hefðum náttúrulega helst þurft að hafa þetta eins og í Osló þar sem innanlandsflugvöllurinn er við hliðina á alþjóðaflugvellinum. Eins og þið vitið þá vill enginn gera það og missa flugvöllinn héðan. Það væri best ef við gætum mokað ferðamönnum frá Keflavík beint út á land, beint til Ísafjarðar og Egilsstaða.“ Hann segir að jafnvel væri hægt að hafa bara bæði innanlandsflugvöll í Keflavík og í höfuðborginni. Ekki á sama máli og Bubbi Í athugasemdunum við færslu Þórarins viðraði tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens þá hugmynd að loka Íslandi. Þórarinn er þó ekki á því að það eigi að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða. „Nei ég held að það sé ekki praktískt. Við nutum okkur öll í Covid en ég lifi á þessu, það eru mjög margir sem lifa á þessu. En það er gott hjá Bubba að skvetta smá vatni og koma umræðunni af stað.“ Þórarinn segir þó að eitthvað þurfi að gera. „Ég hef ekki hundsvit um hvað við eigum að gera en einhver þarf að gera eitthvað. Ég held við ættum að byrja á skemmtiferðaskipunum,“ segir hann. „Ég vil byrja á skipunum, absalút. Ég held að það séu ofboðslega margir sammála því að þetta sé ekki alveg sniðugt. Þú ert að moka svona átta þúsund manns í einu á bryggjuna í Reykjavík, Djúpavogi eða Ísafirði.“
Reykjavík síðdegis Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira