Fjórir tímar dugðu ekki og óvíst hvenær næsti fundur er Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2023 06:31 Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilu Eflingar og SA, hefur ekki lagt fram nýja miðlunartillögu eins og er. Vísir/Vilhelm Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í Karphúsinu í gærkvöldi lauk rétt eftir miðnætti. Engin niðurstaða náðist, engin miðlunartillaga er í sjónmáli og óvíst er hvenær næsti fundur fer fram. Ríkissáttasemjari leggst nú undir feld að nýju. Í gær boðaði Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, til fundar en hann sagði í samtali við fréttastofu að efni fundarins væri mögulega ný miðlunartillaga. Í kjölfar þess frestaði SA verkbanni sínu um fjóra daga en það átti að hefjast á fimmtudaginn í þessari viku. Fulltrúar stéttarfélagsins Eflingar og SA mættu í húsakynni ríkissáttasemjara í Borgartúni í gærkvöldi upp úr klukkan átta. Búist var við löngum fundi og sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, að um væri að ræða algjöra úrslitastund í deilunni. Líkt og venjulega þegar jafnt er í úrslitaleikjum þá þarf að framlengja í deilunni því engin niðurstaða náðist á þessum rúmu fjóru tímum. Fundi lauk klukkan hálf eitt í nótt án niðurstöðu og sett var á fjölmiðlabann. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, mun nú leggjast undir feld að nýju og hugsa málið að sögn Elísabetar Ólafsdóttur, varasáttasemjara. Engin miðlunartillaga var lögð fram en fundurinn var nýttur til þess að reyna að finna flöt til þess að leggja hana fram. Tillagan sjálf er ekki tilbúin. Í samtali við mbl.is segir Ástráður að deiluaðilar hafi í fjóra tíma átt samræður við sig, hvor í sínu lagi. Ástráður segir það muni koma í ljós bráðlega hvort ný tillaga verði yfir höfuð lögð fram en hann mun ekki gera það nema hann telji einhverjar líkur á því að hún verði samþykkt af báðum deiluaðilum. Hann ætlar að tryggja að ekki komi upp svipuð vandamál og með miðlunartillögu forvera hans, Aðalsteins Leifssonar, en Efling neitaði að afhenda kjörskrá sína til þess að hægt væri að greiða atkvæði um hana. „Það er eitt af því sem þarf auðvitað að tryggja að verði ekki vandamál. Eins og staðan er núna, og miðað við þá stöðu sem málið er í, þá þarf auðvitað sáttasemjarinn að hafa einhverja vissu fyrir því að hann fái aðilana til þess að taka slíka tillögu til afgreiðslu,“ segir Ástráður við mbl.is. Búið er að setja á fjölmiðlabann í deilunni og hafa deiluaðilar verið beðnir um að ræða ekki í fjölmiðlum hvað kom fram á fundinum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira
Í gær boðaði Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, til fundar en hann sagði í samtali við fréttastofu að efni fundarins væri mögulega ný miðlunartillaga. Í kjölfar þess frestaði SA verkbanni sínu um fjóra daga en það átti að hefjast á fimmtudaginn í þessari viku. Fulltrúar stéttarfélagsins Eflingar og SA mættu í húsakynni ríkissáttasemjara í Borgartúni í gærkvöldi upp úr klukkan átta. Búist var við löngum fundi og sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, að um væri að ræða algjöra úrslitastund í deilunni. Líkt og venjulega þegar jafnt er í úrslitaleikjum þá þarf að framlengja í deilunni því engin niðurstaða náðist á þessum rúmu fjóru tímum. Fundi lauk klukkan hálf eitt í nótt án niðurstöðu og sett var á fjölmiðlabann. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, mun nú leggjast undir feld að nýju og hugsa málið að sögn Elísabetar Ólafsdóttur, varasáttasemjara. Engin miðlunartillaga var lögð fram en fundurinn var nýttur til þess að reyna að finna flöt til þess að leggja hana fram. Tillagan sjálf er ekki tilbúin. Í samtali við mbl.is segir Ástráður að deiluaðilar hafi í fjóra tíma átt samræður við sig, hvor í sínu lagi. Ástráður segir það muni koma í ljós bráðlega hvort ný tillaga verði yfir höfuð lögð fram en hann mun ekki gera það nema hann telji einhverjar líkur á því að hún verði samþykkt af báðum deiluaðilum. Hann ætlar að tryggja að ekki komi upp svipuð vandamál og með miðlunartillögu forvera hans, Aðalsteins Leifssonar, en Efling neitaði að afhenda kjörskrá sína til þess að hægt væri að greiða atkvæði um hana. „Það er eitt af því sem þarf auðvitað að tryggja að verði ekki vandamál. Eins og staðan er núna, og miðað við þá stöðu sem málið er í, þá þarf auðvitað sáttasemjarinn að hafa einhverja vissu fyrir því að hann fái aðilana til þess að taka slíka tillögu til afgreiðslu,“ segir Ástráður við mbl.is. Búið er að setja á fjölmiðlabann í deilunni og hafa deiluaðilar verið beðnir um að ræða ekki í fjölmiðlum hvað kom fram á fundinum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira