Heilsugæslu skellt í lás Björn Gíslason skrifar 28. febrúar 2023 09:00 Það er algerlega ólíðandi að eitt af stærstu hverfum borgarinnar, Grafarvogur í Reykjavík, þar sem búsett eru um 18 þúsund manns, séu án heilsugæslustöðvar. Eins og ekki hefur farið fram hjá íbúum þar, þá var skellt í lás á Heilsugæslustöð Grafarvogs í þessum mánuði vegna mygluskemmda og raka í húsnæði heilsugæslunnar. Þetta þýðir að íbúar Grafarvogs eru án heilsugæslustöðvar innan hverfisins og íbúum gert að sækja læknisþjónustuna í Árbæ í a.m.k. eitt ár. Það bitnar verulega á eldri íbúum hverfisins og sérstaklega á þeim sem eiga þess ekki kost að sækja þjónustuna nema með almenningssamgöngum. Á vef heilsugæslunnar segir að til að komast úr Grafarvogi á heilsugæsluna þurfi notendur að taka tvo vagna eða svo vitnað sé orðrétt í texta af vefsvæði heilsugæslunnar: „Til að komast frá Spönginni í Hraunbæ 115 með Strætó er hægt að taka leið 6 og fara út á stoppistöðinni Ártún A (sem er á brúnni). Gengið niður göngustíginn í stoppistöðina Ártún D (sem er undir brúnni) og leið 16 tekin. Farið er út á stoppistöðinni Bæjarbraut en þaðan er 2 mínútna gangur að Hraunbæ 115 (Heilsugæslan í Árbæ er í sama húsi).“ Leiðarlýsing þessi sýnir, svo ekki verði um villst, að ekki er hlaupið að þjónustunni fyrir íbúa Grafarvogs og því er ekki furða að það gæti mikillar óánægju meðal íbúa hverfisins. Hefði t.d. ekki verið eðlilegra og skynsamlegra að leysa málið með nærtækari lausnum en að fara með starfsemi heilsugæslunnar í önnur hverfi? Víða er atvinnuhúsnæði laust í Grafarvoginum, t.d. í Hverafoldinni og Gylfaflötinni svo dæmi séu tekin. Stjórnvöld þurfa að bregðast við Í þessu samhengi gætum við ímyndað okkur hvað t.d. Akureyringar, með svipaða íbúatölu og Grafarvogur, eða rúmlega 19 þúsund manns, myndu segja ef allt í einu yrði heilsugæslunni þar lokað og þeir þyrftu að sækja heilsugæsluna í annað bæjarfélag. Eins mætti setja þetta í samhengi við Mosfellsbæ en Mosfellingar og bæjaryfirvöld þar myndu seint láta bjóða íbúum sínum upp á það. Það gerum við borgarfulltrúar heldur ekki, enda er það skylda okkar að gæta hagsmuna borgarbúa og þar með talið að sjá til þess að þeir hafi gott aðgengi að heilsugæslu í sínum hverfum. Ég átti þess kost að taka málið upp við forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, en þess er að vænta í dag að hún ræði málið við heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson. Jafnframt mun ég taka málið upp á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur, enda um hagsmunamál íbúa innan eins stærsta hverfis borgarinnar að ræða. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Reykjavík Borgarstjórn Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Björn Gíslason Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er algerlega ólíðandi að eitt af stærstu hverfum borgarinnar, Grafarvogur í Reykjavík, þar sem búsett eru um 18 þúsund manns, séu án heilsugæslustöðvar. Eins og ekki hefur farið fram hjá íbúum þar, þá var skellt í lás á Heilsugæslustöð Grafarvogs í þessum mánuði vegna mygluskemmda og raka í húsnæði heilsugæslunnar. Þetta þýðir að íbúar Grafarvogs eru án heilsugæslustöðvar innan hverfisins og íbúum gert að sækja læknisþjónustuna í Árbæ í a.m.k. eitt ár. Það bitnar verulega á eldri íbúum hverfisins og sérstaklega á þeim sem eiga þess ekki kost að sækja þjónustuna nema með almenningssamgöngum. Á vef heilsugæslunnar segir að til að komast úr Grafarvogi á heilsugæsluna þurfi notendur að taka tvo vagna eða svo vitnað sé orðrétt í texta af vefsvæði heilsugæslunnar: „Til að komast frá Spönginni í Hraunbæ 115 með Strætó er hægt að taka leið 6 og fara út á stoppistöðinni Ártún A (sem er á brúnni). Gengið niður göngustíginn í stoppistöðina Ártún D (sem er undir brúnni) og leið 16 tekin. Farið er út á stoppistöðinni Bæjarbraut en þaðan er 2 mínútna gangur að Hraunbæ 115 (Heilsugæslan í Árbæ er í sama húsi).“ Leiðarlýsing þessi sýnir, svo ekki verði um villst, að ekki er hlaupið að þjónustunni fyrir íbúa Grafarvogs og því er ekki furða að það gæti mikillar óánægju meðal íbúa hverfisins. Hefði t.d. ekki verið eðlilegra og skynsamlegra að leysa málið með nærtækari lausnum en að fara með starfsemi heilsugæslunnar í önnur hverfi? Víða er atvinnuhúsnæði laust í Grafarvoginum, t.d. í Hverafoldinni og Gylfaflötinni svo dæmi séu tekin. Stjórnvöld þurfa að bregðast við Í þessu samhengi gætum við ímyndað okkur hvað t.d. Akureyringar, með svipaða íbúatölu og Grafarvogur, eða rúmlega 19 þúsund manns, myndu segja ef allt í einu yrði heilsugæslunni þar lokað og þeir þyrftu að sækja heilsugæsluna í annað bæjarfélag. Eins mætti setja þetta í samhengi við Mosfellsbæ en Mosfellingar og bæjaryfirvöld þar myndu seint láta bjóða íbúum sínum upp á það. Það gerum við borgarfulltrúar heldur ekki, enda er það skylda okkar að gæta hagsmuna borgarbúa og þar með talið að sjá til þess að þeir hafi gott aðgengi að heilsugæslu í sínum hverfum. Ég átti þess kost að taka málið upp við forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, en þess er að vænta í dag að hún ræði málið við heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson. Jafnframt mun ég taka málið upp á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur, enda um hagsmunamál íbúa innan eins stærsta hverfis borgarinnar að ræða. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun