Fram kemur í tilkynningu frá Orku náttúrunnar að brugðist hafi verið skjótt við og var heitavatnsvinnsla komin af stað um klukkustund eftir bilunina.
Ekki er útlit fyrir að til skerðinga komi á afhendingu á heitu vatni.
Starfsfólk Orku náttúrunnar vinnur nú að því að ræsa raforkuvinnsluna að nýju.