Fann verðmæti í kassa sem átti að fara í Góða hirðinn Máni Snær Þorláksson skrifar 28. febrúar 2023 22:35 Fólkið ætlaði að fara með verðmætin í Góða hirðinn. Vísir/Sigurjón Sigurður Helgi Pálmason, matsmaður og annar stjórnenda þáttarins Fyrir alla muni, hefur hjálpað fólki að finna verðmætar eigur, til dæmis í dánarbúum. Dæmi séu um að fólk geri sér ekki grein fyrir verðmætum sem leynast á heimilum og losi sig því við þau. Rætt var við Sigurð Helga í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sigurður Helgi segir að nokkrir aðilar, hann sjálfur þar með talinn, hafi tekið það að sér að aðstoða fólk við að meta verðmæti hluta, til dæmis í dánarbúum. „Þegar kemur að svona eins og með dánarbú, þegar fólk situr kannski með heilt einbýlishús og það veit í raun og veru ekkert hvar það á að byrja, þá eru nokkrir aðilar sem hafa tekið að sér að koma inn og reyna að aðstoða fólk við að hafa einhverja yfirsýn. Vegna þess að þetta getur verið svo ofboðslega mikið. Það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir er að fólk hendi verðmætum hlutum eða gefi þá.“ Sigurður Helgi er þá spurður hvort Íslendingar séu gjarnir á að henda hlutum án þess að hugsa út í verðmæti þeirra. „Ég held að þetta hafi svolítið breyst,“ segir hann við því. „Fólk hélt betur utan um hlutina að mínu mati hér áður fyrr, fólk nýtti hluti betur. En mín kynslóð, við erum svolítil svona IKEA kynslóð, förum og kaupum nýtt og hendum því sem er gamalt. Kannski er líka notagildið á hlutunum öðruvísi en það var.“ Mismunandi hvers konar hlutir eru verðmætir Aðspurður um það í hvaða hlutum verðmætin liggja oftast segir Sigurður Helgi að það sé mjög mismunandi. „Þetta er alls konar. Það er það sem við sjáum svolítið,“ segir hann. „Þegar ég kem heim til fólks þá er það oft þetta sem fólk heldur að sé mjög verðmætt, það er ekki það sem við erum að leita að. Það er til ofboðslega mikið af gömlum saumavélum sem amma átti og það var Biblía á hverju einasta heimili.“ Sigurður Helgi segir að fólk átti sig kannski ekki á því hvaða hlutir það eru sem geta verið verðmætir. Hann nefnir Montblanc penna og gamlar ljósmyndavélar sem dæmi um slíka hluti. Verðmætar ljósmyndavörur Sigurður Helgi segir þá frá því þegar hann var að hjálpa fólki sem var næstum því búið að fara með mikil verðmæti í Góða hirðinn. „Ég til dæmis man eftir því einu sinni þá fór ég til fólks og í kassa sem átti að fara í Góða hirðinn voru Leica myndavélar og Leica linsur. Leica er náttúrulega þýsk eðal gæðaljósmyndavörur. Ég held að þetta hafi verið á í kringum milljón sem var í þessum kassa.“ Sigurður Helgi telur að fólk líti á svona myndavélar og hugsi með sér að fólk sé hætt að nota þær, því losi það sig við þær. Það er þó ljóst að fólk gæti viljað staldra við áður en það losar sig við svona muni því að sögn Sigurðar Helga tók enga stund að selja ljósmyndavörurnar. „Það var mjög auðvelt að hjálpa fólkinu að koma þessu í verð vegna þess að markaðurinn fyrir þessar ofboðslega vönduðu vörur er til staðar. Fólk bara áttar sig hreinlega ekki á þessu.“ Reykjavík síðdegis Sorpa Grín og gaman Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
Rætt var við Sigurð Helga í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sigurður Helgi segir að nokkrir aðilar, hann sjálfur þar með talinn, hafi tekið það að sér að aðstoða fólk við að meta verðmæti hluta, til dæmis í dánarbúum. „Þegar kemur að svona eins og með dánarbú, þegar fólk situr kannski með heilt einbýlishús og það veit í raun og veru ekkert hvar það á að byrja, þá eru nokkrir aðilar sem hafa tekið að sér að koma inn og reyna að aðstoða fólk við að hafa einhverja yfirsýn. Vegna þess að þetta getur verið svo ofboðslega mikið. Það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir er að fólk hendi verðmætum hlutum eða gefi þá.“ Sigurður Helgi er þá spurður hvort Íslendingar séu gjarnir á að henda hlutum án þess að hugsa út í verðmæti þeirra. „Ég held að þetta hafi svolítið breyst,“ segir hann við því. „Fólk hélt betur utan um hlutina að mínu mati hér áður fyrr, fólk nýtti hluti betur. En mín kynslóð, við erum svolítil svona IKEA kynslóð, förum og kaupum nýtt og hendum því sem er gamalt. Kannski er líka notagildið á hlutunum öðruvísi en það var.“ Mismunandi hvers konar hlutir eru verðmætir Aðspurður um það í hvaða hlutum verðmætin liggja oftast segir Sigurður Helgi að það sé mjög mismunandi. „Þetta er alls konar. Það er það sem við sjáum svolítið,“ segir hann. „Þegar ég kem heim til fólks þá er það oft þetta sem fólk heldur að sé mjög verðmætt, það er ekki það sem við erum að leita að. Það er til ofboðslega mikið af gömlum saumavélum sem amma átti og það var Biblía á hverju einasta heimili.“ Sigurður Helgi segir að fólk átti sig kannski ekki á því hvaða hlutir það eru sem geta verið verðmætir. Hann nefnir Montblanc penna og gamlar ljósmyndavélar sem dæmi um slíka hluti. Verðmætar ljósmyndavörur Sigurður Helgi segir þá frá því þegar hann var að hjálpa fólki sem var næstum því búið að fara með mikil verðmæti í Góða hirðinn. „Ég til dæmis man eftir því einu sinni þá fór ég til fólks og í kassa sem átti að fara í Góða hirðinn voru Leica myndavélar og Leica linsur. Leica er náttúrulega þýsk eðal gæðaljósmyndavörur. Ég held að þetta hafi verið á í kringum milljón sem var í þessum kassa.“ Sigurður Helgi telur að fólk líti á svona myndavélar og hugsi með sér að fólk sé hætt að nota þær, því losi það sig við þær. Það er þó ljóst að fólk gæti viljað staldra við áður en það losar sig við svona muni því að sögn Sigurðar Helga tók enga stund að selja ljósmyndavörurnar. „Það var mjög auðvelt að hjálpa fólkinu að koma þessu í verð vegna þess að markaðurinn fyrir þessar ofboðslega vönduðu vörur er til staðar. Fólk bara áttar sig hreinlega ekki á þessu.“
Reykjavík síðdegis Sorpa Grín og gaman Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira