Skoða að minnka Mærudaga sem eru orðnir of stórir í sniðum Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2023 12:24 Mærudögum hefur verið fagnað á Húsavík síðan árið 1994. Mærudagar Á íbúafundi á Húsavík í gær var rætt um niðurstöður íbúakönnunar þar sem viðhorf til Mærudaga var kannað. Íbúar vilja halda hátíðinni á sama tíma og venjulega en færa hana aftur nær því sem hún var upphaflega. Húsvíkingar halda upp á Mærudaga ár hvert helgina fyrir Verslunarmannahelgina. Hún var fyrst haldin árið 1994 í apríl en síðan færð yfir á sumartímann nokkrum árum síðar. Hátíðin hefur orðið stærri og stærri í gegnum árin og hafa íbúar kallað eftir því að henni verði breytt aftur í það sem hún var upphaflega. Fulltrúar Norðurþings tóku fyrst eftir þessu eftir síðustu hátíð. „Það virtist vera komin ákveðin þreyta á fyrirkomulaginu. Litaskiptingarnar sem hafa verið, það var minni þátttaka í því. Ferðaþjónusta er orðin það stór og öflug hjá okkur yfir sumartímann að bærinn er kannski að hluta til uppseldur, bæði hvað varðar gistingu og veitingaþjónustu og ýmsa afþreyingu. Þannig við urðum vör við umræðu að það þyrftu að vera einhverjar breytingar á hátíðinni sem ýtti okkur út í það að fara í þessa vinnu,“ segir Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings, í samtali við fréttastofu. Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings.Sjálfstæðisflokkurinn Framkvæmd var könnun meðal íbúa þar sem viðhorf íbúa til hátíðarinnar var könnuð og hvernig fólk sæi fyrir sér framtíð hennar. Á íbúafundi í gær voru niðurstöðurnar kynntar og var fundurinn einnig nýttur til þess að ná fram frekara sjónarmiði íbúa. Meðal þess sem var rætt var hvort breyta ætti tímasetningu hátíðarinnar þar sem síðasta helgin í júlí er afar annasöm hjá ferðaþjónustunni í bænum. Fólk virtist ekki vera á þeim buxunum en einhverjir voru sammála um að það þyrfti að minnka hátíðina. „Hún er orðin of stór og hefur fjarlægst upphafinu. Þegar hún fer fyrst af stað árið 1994 var hún í apríl í kringum sumardaginn fyrsta. Þá var þetta smá uppskeruhátíð fyrir lista- og menningarlífið eftir vetrarstarfið. Hún hefur þróast og breyst ansi mikið frá þeim tíma,“ segir Helena. Gögnin verða skoðuð nánar hjá fjölskylduráðinu á næstunni sem mun taka ákvarðanir um framhald og framvindu málsins. Norðurþing Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Húsvíkingar halda upp á Mærudaga ár hvert helgina fyrir Verslunarmannahelgina. Hún var fyrst haldin árið 1994 í apríl en síðan færð yfir á sumartímann nokkrum árum síðar. Hátíðin hefur orðið stærri og stærri í gegnum árin og hafa íbúar kallað eftir því að henni verði breytt aftur í það sem hún var upphaflega. Fulltrúar Norðurþings tóku fyrst eftir þessu eftir síðustu hátíð. „Það virtist vera komin ákveðin þreyta á fyrirkomulaginu. Litaskiptingarnar sem hafa verið, það var minni þátttaka í því. Ferðaþjónusta er orðin það stór og öflug hjá okkur yfir sumartímann að bærinn er kannski að hluta til uppseldur, bæði hvað varðar gistingu og veitingaþjónustu og ýmsa afþreyingu. Þannig við urðum vör við umræðu að það þyrftu að vera einhverjar breytingar á hátíðinni sem ýtti okkur út í það að fara í þessa vinnu,“ segir Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings, í samtali við fréttastofu. Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings.Sjálfstæðisflokkurinn Framkvæmd var könnun meðal íbúa þar sem viðhorf íbúa til hátíðarinnar var könnuð og hvernig fólk sæi fyrir sér framtíð hennar. Á íbúafundi í gær voru niðurstöðurnar kynntar og var fundurinn einnig nýttur til þess að ná fram frekara sjónarmiði íbúa. Meðal þess sem var rætt var hvort breyta ætti tímasetningu hátíðarinnar þar sem síðasta helgin í júlí er afar annasöm hjá ferðaþjónustunni í bænum. Fólk virtist ekki vera á þeim buxunum en einhverjir voru sammála um að það þyrfti að minnka hátíðina. „Hún er orðin of stór og hefur fjarlægst upphafinu. Þegar hún fer fyrst af stað árið 1994 var hún í apríl í kringum sumardaginn fyrsta. Þá var þetta smá uppskeruhátíð fyrir lista- og menningarlífið eftir vetrarstarfið. Hún hefur þróast og breyst ansi mikið frá þeim tíma,“ segir Helena. Gögnin verða skoðuð nánar hjá fjölskylduráðinu á næstunni sem mun taka ákvarðanir um framhald og framvindu málsins.
Norðurþing Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira