„Erfið áskorun fyrir dómara að dæma þessa leiki“ Atli Arason skrifar 1. mars 2023 22:26 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var gífurlega ánægður eftir hetjulega baráttu sinna leikmanna í erfiðum útisigri gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld. Njarðvík vann leikinn með 15 stigum, 72-87. „Það er mjög erfitt að spila á móti þessu Grindavíkur liði. Þær eru mjög stórar, mjög sterkar og vilja alltaf kljást. Ég hugsa að þetta sé erfið áskorun fyrir dómara að dæma þessa leiki þar sem það er oft mikill snerting á milli leikmanna. Ég er viss um að við erum betra liðið og mér fannst við sýna það á endanum að við höfum aðeins meiri gæði og fleiri leikmenn. Við gerðum hrikalega vel að klára þetta,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við eiga að vera 20 stigum í hálfleik miðað við hvað við bjuggum til mikið af sniðskotum undir körfunni. Boltinn bara skoppaði af hringnum og fór yfir hringinn. Við gátum ómögulega komið boltanum ofan í körfuna eftir að hafa náð að brjóta niður Grindavíkur vörnina trekk í trekk. Mér fannst við heilt yfir í fyrri hálfleik vera miklu betri og ég hefði viljað hafa stærri forustu,“ sagði Rúnar en Njarðvíkingar voru með fimm stiga forskot í hálfleik áður en Grindavík komst aftur inn í leikinn og allt var jafnt fyrir síðasta fjórðunginn, 54-54. „Við byrjuðum þriðja leikhluta afskaplega rólega og allt var of hægt sóknarlega og leikurinn jafnaðist. Svo þegar við fundum taktinn í sókninni þá fórum við á sama tíma að gleyma okkur varnarlega. Við töluðum um það fyrir fjórða leikhluta og spurðum hvaða lið ætlaði að taka þetta klassíska fjórða leikhluta áhlaup. Það ætluðum við að gera og við byrjuðum fjórða leikhluta mjög sterkt og kláruðum leikinn á nokkrum mínútum með góðum liðsbolta,“ sagði Rúnar áður en hann bætti við. „Bríet [Sif Hinriksdóttir], sem var ekki búin að gera mikið sóknarlega í leiknum fram að fjórða, hún kom inn og setti fullt af góðum körfum og sýnir að við höfum breidd í hópnum. Það er líka annar punktur fyrir okkur til að átta okkur á, við þurfum ekki alltaf að gera þetta erfitt. Við erum með svo margar sem eru góðar í körfubolta og geta komið boltanum ofan í körfuna. Við þurfum bara að leita af þeim sem er opin hverju sinni og þegar við komumst enn þá lengra þangað, í 40 mínútna körfuboltaleik, þá held ég það verði mjög erfitt að vinna okkur.“ Þrátt fyrir að 16 stigum á eftir toppliði Keflavíkur þá hefur Rúnar ekki miklar áhyggjur af stöðu mála en Njarðvík fór langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Grindavík í kvöld. „Það er búið að vera að spyrja mig í allan vetur hvort mér líði eitthvað illa yfir því að tapa ákveðnum leikjum og svona. Það eru ákveðin töp sem ég held að ég muni hugsa til ef við vinnum einhverja stóra leiki í vor, því það er eitthvað sem þroskaði mann og hjálpaði til. Töp eru ekki skemmtileg en þau hluti af þessu ferðalagi og á endanum er þetta svo bara eins mánaðar hraðmót. Hver er á þeim tímapunkti búinn að finna takt og þær lausnir sem virka skiptir máli. við gerðum það í fyrra þannig ég ætla ekki stressa mig á því að vera í fjórða sæti eða einhverju öðru, ég ætla bara að mæta í næsta leik til að vinna. Ef við töpum þá er heimurinn ekki að farast.“ „Við stigum stórt skref í áttina að úrslitakeppninni í kvöld en Fjölnisliðið er næst og það verður erfitt að finna lausnir á móti svæðinu þeirra. Þær eru frábærar, með Brittany Dinkins fremsta í flokki, svo ég bíð bara spenntur eftir því að mæta Kristjönu og stelpunum hennar í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
„Það er mjög erfitt að spila á móti þessu Grindavíkur liði. Þær eru mjög stórar, mjög sterkar og vilja alltaf kljást. Ég hugsa að þetta sé erfið áskorun fyrir dómara að dæma þessa leiki þar sem það er oft mikill snerting á milli leikmanna. Ég er viss um að við erum betra liðið og mér fannst við sýna það á endanum að við höfum aðeins meiri gæði og fleiri leikmenn. Við gerðum hrikalega vel að klára þetta,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við eiga að vera 20 stigum í hálfleik miðað við hvað við bjuggum til mikið af sniðskotum undir körfunni. Boltinn bara skoppaði af hringnum og fór yfir hringinn. Við gátum ómögulega komið boltanum ofan í körfuna eftir að hafa náð að brjóta niður Grindavíkur vörnina trekk í trekk. Mér fannst við heilt yfir í fyrri hálfleik vera miklu betri og ég hefði viljað hafa stærri forustu,“ sagði Rúnar en Njarðvíkingar voru með fimm stiga forskot í hálfleik áður en Grindavík komst aftur inn í leikinn og allt var jafnt fyrir síðasta fjórðunginn, 54-54. „Við byrjuðum þriðja leikhluta afskaplega rólega og allt var of hægt sóknarlega og leikurinn jafnaðist. Svo þegar við fundum taktinn í sókninni þá fórum við á sama tíma að gleyma okkur varnarlega. Við töluðum um það fyrir fjórða leikhluta og spurðum hvaða lið ætlaði að taka þetta klassíska fjórða leikhluta áhlaup. Það ætluðum við að gera og við byrjuðum fjórða leikhluta mjög sterkt og kláruðum leikinn á nokkrum mínútum með góðum liðsbolta,“ sagði Rúnar áður en hann bætti við. „Bríet [Sif Hinriksdóttir], sem var ekki búin að gera mikið sóknarlega í leiknum fram að fjórða, hún kom inn og setti fullt af góðum körfum og sýnir að við höfum breidd í hópnum. Það er líka annar punktur fyrir okkur til að átta okkur á, við þurfum ekki alltaf að gera þetta erfitt. Við erum með svo margar sem eru góðar í körfubolta og geta komið boltanum ofan í körfuna. Við þurfum bara að leita af þeim sem er opin hverju sinni og þegar við komumst enn þá lengra þangað, í 40 mínútna körfuboltaleik, þá held ég það verði mjög erfitt að vinna okkur.“ Þrátt fyrir að 16 stigum á eftir toppliði Keflavíkur þá hefur Rúnar ekki miklar áhyggjur af stöðu mála en Njarðvík fór langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Grindavík í kvöld. „Það er búið að vera að spyrja mig í allan vetur hvort mér líði eitthvað illa yfir því að tapa ákveðnum leikjum og svona. Það eru ákveðin töp sem ég held að ég muni hugsa til ef við vinnum einhverja stóra leiki í vor, því það er eitthvað sem þroskaði mann og hjálpaði til. Töp eru ekki skemmtileg en þau hluti af þessu ferðalagi og á endanum er þetta svo bara eins mánaðar hraðmót. Hver er á þeim tímapunkti búinn að finna takt og þær lausnir sem virka skiptir máli. við gerðum það í fyrra þannig ég ætla ekki stressa mig á því að vera í fjórða sæti eða einhverju öðru, ég ætla bara að mæta í næsta leik til að vinna. Ef við töpum þá er heimurinn ekki að farast.“ „Við stigum stórt skref í áttina að úrslitakeppninni í kvöld en Fjölnisliðið er næst og það verður erfitt að finna lausnir á móti svæðinu þeirra. Þær eru frábærar, með Brittany Dinkins fremsta í flokki, svo ég bíð bara spenntur eftir því að mæta Kristjönu og stelpunum hennar í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti