Pistill um ristil Halla Þorvaldsdóttir skrifar 3. mars 2023 08:00 Í dag, 3. mars, er alþjóðlegur dagur krabbameina í ristli og endaþarmi og er dagurinn tileinkaður vitundarvakningu um þessi mein. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru önnur algengasta tegund krabbameina á Íslandi og þriðja algengasta tegundin á heimsvísu. Síðustu fimm ár hefur að meðaltali greinst 191 einstaklingur með þessi mein á Íslandi og að meðaltali 65 einstaklingar hafa látist ár hvert. Það jafngildir því að fleiri en einn látist af völdum þessara meina í hverri viku. Meinin eru algengari hjá körlum, en 1 af hverjum 18 körlum greinist með mein á móti 1 af hverjum 23 konum. Það er því við hæfi að vekja athygli á þessum meinum í upphafi Mottumars sem er tileinkaður baráttu karla við krabbamein. Mikið í húfi Þrátt fyrir að framfarir í greiningu og meðferð hafi skilað bættum lífshorfum hefur einnig fjölgað jafnt og þétt í sjúklingahópnum undanfarna áratugi. Vísbendingar eru uppi um að nýgengi fari vaxandi, en mannfjöldaþróun hefur þar einnig áhrif. Búast má við enn meiri fjölgun í þessum hópi í takt við breytta aldurssamsetningu íslensku þjóðarinnar og fólksfjölgun, en heilt yfir er spáð 52% fjölgun krabbameinstilvika jafnt og þétt til ársins 2040. Því fyrr, því betra Því fyrr sem krabbamein greinast, því betri eru batahorfur. Almennt eru horfur sjúklinga með krabbamein í ristli og endaþarmi á lægri stigum góðar, en þessar tegundir krabbameina valda oft litlum einkennum og einkennin koma seint fram. Af því leiðir að krabbameinin geta verið langt gengin þegar þau greinast, en þá er meðferð gjarnan umfangsmeiri og lífshorfur lakari. Með skimunum má hins vegar koma í veg fyrir krabbamein með því að greina þau á forstigum, eða með því að finna einkennalaus krabbamein á lægri og læknanlegri stigum. Skimun gegn krabbameinum í ristli og endaþarmi er ein af þremur lýðgrunduðum skimunum sem alþjóðastofnanir mæla með, en sú eina sem Ísland hefur ekki tekið upp. Ísland er þar eftirbátur hinna Norðurlandanna sem öll hafa innleitt skimun alveg eða að hluta. Langur aðdragandi Í síðustu viku bárust þær fréttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að stefnt sé að því að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi á Íslandi á þessu ári. Krabbameinsfélagið fagnar þessu, því það er löngu tímabært og aðdragandinn hefur sannarlega verið langur. Landlæknir hefur frá aldamótum mælt með skimunum fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi og Krabbameinsfélagið kom að undirbúningsverkefni fyrir skimanir árið 2016 og veitti 20 milljónum til verkefnisins, en þá var markmið velferðarráðuneytisins að hefja skimanir haustið 2017. Af því varð hins vegar ekki og síðan þá hefur Krabbameinsfélagið fylgst náið með þróun mála og ítrekað kallað eftir því að verkefnið hefjist. Að skipulögð skimun standi öllum á skimunaraldri til boða er mikið réttlætismál og stuðlar að auknum jöfnuði. Að skimun sé í boði er síðan eitt, en til að árangur verði er nauðsynlegt að almenningur svari kallinu þegar þar að kemur og taki þátt í skimuninni. Betur má ef duga skal Þegar skimanir hafa verið teknar upp er hálfur sigurinn unninn. Forvarnir gegna einnig mikilvægu hlutverki. Vaxandi nýgengi er uggvænleg þróun, en krabbamein í ristli og endaþarmi eru meðal þeirra krabbameina sem hafa sterk tengsl við lífsstíl. Með heilsusamlegum lífsstíl er því hægt að draga úr áhættu. Fræðsla um áhættuþætti og leiðir til að draga úr áhættu er mjög mikilvæg og rík ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér þær leiðir. Áherslur stjórnvalda sem miða að því að skapa samfélag sem setur heilsusamlegan lífsstíl í öndvegi skipta líka verulegu máli. Við þekkjum hvaða leiðir eru færar til að fækka þessum tilvikum. Nýtum þær, okkur öllum til góðs. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Í dag, 3. mars, er alþjóðlegur dagur krabbameina í ristli og endaþarmi og er dagurinn tileinkaður vitundarvakningu um þessi mein. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru önnur algengasta tegund krabbameina á Íslandi og þriðja algengasta tegundin á heimsvísu. Síðustu fimm ár hefur að meðaltali greinst 191 einstaklingur með þessi mein á Íslandi og að meðaltali 65 einstaklingar hafa látist ár hvert. Það jafngildir því að fleiri en einn látist af völdum þessara meina í hverri viku. Meinin eru algengari hjá körlum, en 1 af hverjum 18 körlum greinist með mein á móti 1 af hverjum 23 konum. Það er því við hæfi að vekja athygli á þessum meinum í upphafi Mottumars sem er tileinkaður baráttu karla við krabbamein. Mikið í húfi Þrátt fyrir að framfarir í greiningu og meðferð hafi skilað bættum lífshorfum hefur einnig fjölgað jafnt og þétt í sjúklingahópnum undanfarna áratugi. Vísbendingar eru uppi um að nýgengi fari vaxandi, en mannfjöldaþróun hefur þar einnig áhrif. Búast má við enn meiri fjölgun í þessum hópi í takt við breytta aldurssamsetningu íslensku þjóðarinnar og fólksfjölgun, en heilt yfir er spáð 52% fjölgun krabbameinstilvika jafnt og þétt til ársins 2040. Því fyrr, því betra Því fyrr sem krabbamein greinast, því betri eru batahorfur. Almennt eru horfur sjúklinga með krabbamein í ristli og endaþarmi á lægri stigum góðar, en þessar tegundir krabbameina valda oft litlum einkennum og einkennin koma seint fram. Af því leiðir að krabbameinin geta verið langt gengin þegar þau greinast, en þá er meðferð gjarnan umfangsmeiri og lífshorfur lakari. Með skimunum má hins vegar koma í veg fyrir krabbamein með því að greina þau á forstigum, eða með því að finna einkennalaus krabbamein á lægri og læknanlegri stigum. Skimun gegn krabbameinum í ristli og endaþarmi er ein af þremur lýðgrunduðum skimunum sem alþjóðastofnanir mæla með, en sú eina sem Ísland hefur ekki tekið upp. Ísland er þar eftirbátur hinna Norðurlandanna sem öll hafa innleitt skimun alveg eða að hluta. Langur aðdragandi Í síðustu viku bárust þær fréttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að stefnt sé að því að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi á Íslandi á þessu ári. Krabbameinsfélagið fagnar þessu, því það er löngu tímabært og aðdragandinn hefur sannarlega verið langur. Landlæknir hefur frá aldamótum mælt með skimunum fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi og Krabbameinsfélagið kom að undirbúningsverkefni fyrir skimanir árið 2016 og veitti 20 milljónum til verkefnisins, en þá var markmið velferðarráðuneytisins að hefja skimanir haustið 2017. Af því varð hins vegar ekki og síðan þá hefur Krabbameinsfélagið fylgst náið með þróun mála og ítrekað kallað eftir því að verkefnið hefjist. Að skipulögð skimun standi öllum á skimunaraldri til boða er mikið réttlætismál og stuðlar að auknum jöfnuði. Að skimun sé í boði er síðan eitt, en til að árangur verði er nauðsynlegt að almenningur svari kallinu þegar þar að kemur og taki þátt í skimuninni. Betur má ef duga skal Þegar skimanir hafa verið teknar upp er hálfur sigurinn unninn. Forvarnir gegna einnig mikilvægu hlutverki. Vaxandi nýgengi er uggvænleg þróun, en krabbamein í ristli og endaþarmi eru meðal þeirra krabbameina sem hafa sterk tengsl við lífsstíl. Með heilsusamlegum lífsstíl er því hægt að draga úr áhættu. Fræðsla um áhættuþætti og leiðir til að draga úr áhættu er mjög mikilvæg og rík ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér þær leiðir. Áherslur stjórnvalda sem miða að því að skapa samfélag sem setur heilsusamlegan lífsstíl í öndvegi skipta líka verulegu máli. Við þekkjum hvaða leiðir eru færar til að fækka þessum tilvikum. Nýtum þær, okkur öllum til góðs. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun