Gagnrýnir íburðarmikla blaðamannafundi lögreglu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 3. mars 2023 21:01 Steinbergur Finnbogason, segir þetta ekki ganga lengur, blaðamannafundunum þurfi að fækka. Vísir/Egill Lögmaður eins sakborninga í Euromarket-málinu svokallaða, sem látið var niður falla á dögunum, segir skaðabótamál gegn ríkinu í farvatninu. Hann gagnrýnir lögreglu fyrir íburðarmikla blaðamannafundi, sem séu til þess fallnir að sveigja almenningsálitið. Eins og fjallað var um í fréttatíma okkar í gær var hið svokallaða Euro market mál látið niður falla fyrir nokkrum dögum. En málið var kynnt sem eitt allra stærsta peningaþvættis og fíkniefnamál sem yfirvöld hafa tekist á við. Haldinn var stór blaðamannafundur þar sem málið var kynnt og fjölmiðlum boðið á staðinn, en nú þegar málið hefur verið fellt niður hefur verið minna um svör. Steinbergur Finnbogason, lögmaður eins þeirra sem höfðu stöðu grunaðs manns í næstum 6 ár gagnrýnir þessa blaðamannafundi. „Þarna er hlutlægni lögreglu varpað alveg frá þar sem að lögregla, í beinni útsendingu oftar en ekki, kemur fram til þess að útskýra mál með einhverjum hætti. Eins og það sé búið að sakfella fólk. Þessi fundur þarna í desember 2017 var þannig uppsettur að því var bara hreinlega haldið fram að þetta væri stærsta peningaþvættismál íslandssögunnar.“ Steinbergur segir engin fíkniefni hafa fundist yfir höfuð. Málið var mörg ár í rannsókn en tjón þeirra sem höfðu réttarstöðu sakborninga allan þennan tíma er talsvert að sögn hans. „Já og svo ef maður tekur afleiðingar fólksins sjálfs. Að vera handtekin um miðja nótt af sérsveit lögreglunnar undir alvæpni. Hneppt í gæsluvarðhald vikum saman. Svo að vera haldið með þessa réttarstöðu allan þennan tíma er mjög þungbært.“ Svona stórir blaðamannafundir séu orðnir full algengir og endi yfirleitt á einn veg. „Ég man ekki eftir neinu máli þar sem þetta hefur verið gert þar sem það hefur ekki sprungið með einhverjum hætti í andlit lögreglu. Hvort sem það er hryðjuverkamálið eða þessi borðum skreytti fundur 2017 eða Rauðagerðismálið eða fleiri mál.“ Skjólstæðingur Steinbergs hyggst leita réttar síns. „Ég geng fastlega útfrá því að gengið verði eftir bótum í málinu.“ Peningaþvætti í Euro Market Lögreglan Reykjavík Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Ég er búinn að grátbiðja um ákæru“ Karlmaður sem tengdur var við Euromarket-málið hefur enn stöðu sakbornings þrátt fyrir að hafa grátbeðið um niðurstöðu. Fjölmennt lögreglulið hélt blaðamannafund um málið fyrir fimm árum. Héraðssaksóknari segir að málið sé enn í vinnslu. 15. desember 2022 07:01 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Eins og fjallað var um í fréttatíma okkar í gær var hið svokallaða Euro market mál látið niður falla fyrir nokkrum dögum. En málið var kynnt sem eitt allra stærsta peningaþvættis og fíkniefnamál sem yfirvöld hafa tekist á við. Haldinn var stór blaðamannafundur þar sem málið var kynnt og fjölmiðlum boðið á staðinn, en nú þegar málið hefur verið fellt niður hefur verið minna um svör. Steinbergur Finnbogason, lögmaður eins þeirra sem höfðu stöðu grunaðs manns í næstum 6 ár gagnrýnir þessa blaðamannafundi. „Þarna er hlutlægni lögreglu varpað alveg frá þar sem að lögregla, í beinni útsendingu oftar en ekki, kemur fram til þess að útskýra mál með einhverjum hætti. Eins og það sé búið að sakfella fólk. Þessi fundur þarna í desember 2017 var þannig uppsettur að því var bara hreinlega haldið fram að þetta væri stærsta peningaþvættismál íslandssögunnar.“ Steinbergur segir engin fíkniefni hafa fundist yfir höfuð. Málið var mörg ár í rannsókn en tjón þeirra sem höfðu réttarstöðu sakborninga allan þennan tíma er talsvert að sögn hans. „Já og svo ef maður tekur afleiðingar fólksins sjálfs. Að vera handtekin um miðja nótt af sérsveit lögreglunnar undir alvæpni. Hneppt í gæsluvarðhald vikum saman. Svo að vera haldið með þessa réttarstöðu allan þennan tíma er mjög þungbært.“ Svona stórir blaðamannafundir séu orðnir full algengir og endi yfirleitt á einn veg. „Ég man ekki eftir neinu máli þar sem þetta hefur verið gert þar sem það hefur ekki sprungið með einhverjum hætti í andlit lögreglu. Hvort sem það er hryðjuverkamálið eða þessi borðum skreytti fundur 2017 eða Rauðagerðismálið eða fleiri mál.“ Skjólstæðingur Steinbergs hyggst leita réttar síns. „Ég geng fastlega útfrá því að gengið verði eftir bótum í málinu.“
Peningaþvætti í Euro Market Lögreglan Reykjavík Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Ég er búinn að grátbiðja um ákæru“ Karlmaður sem tengdur var við Euromarket-málið hefur enn stöðu sakbornings þrátt fyrir að hafa grátbeðið um niðurstöðu. Fjölmennt lögreglulið hélt blaðamannafund um málið fyrir fimm árum. Héraðssaksóknari segir að málið sé enn í vinnslu. 15. desember 2022 07:01 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
„Ég er búinn að grátbiðja um ákæru“ Karlmaður sem tengdur var við Euromarket-málið hefur enn stöðu sakbornings þrátt fyrir að hafa grátbeðið um niðurstöðu. Fjölmennt lögreglulið hélt blaðamannafund um málið fyrir fimm árum. Héraðssaksóknari segir að málið sé enn í vinnslu. 15. desember 2022 07:01