Hjálpum ungmennum án skilyrða – Reset welfare Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 7. mars 2023 08:31 Á meðan heimsfaraldur stóð yfir fékk þögull faraldur að vaxa hér á landi, sem er versnandi geðheilsa og vanlíðan ungmenna. Má til að mynda sjá í lýðheilsuvísum Landlæknis að meira en 40% fólks á aldrinum 18-34 ára líti á andlega heilsu sína sem slæma (sæmilega eða lélega). Sömu gögn sýna mikinn mun á andlegri heilsu þessa hóps frá því fyrir Covid. Við þekkjum öll vandamálin sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir þegar kemur að þessum málum. Aðgengi fólks að sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu er ekki gott og þúsundir bíða á biðlistum. Þá getur fólk einnig verið í þeirri aðstöðu að hafa einfaldlega ekki efni á þjónustu og fá því ekki þá hjálp sem þau þurfa. Eins og tölurnar sýna eykst vandinn með hverju árinu, sérstaklega hjá ungu fólki, og við sjáum að þörfin á aðgerðum er brýn. Nú þarf að láta verkin tala. Unnið er að þingsáætlunartillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027. Margt gott er í áætluninni en gera þarf mun metnaðarfyllri áætlun er varðar ungt fólk á Íslandi – og þar getum við í Berginu headspace aðstoðað. Hjá Berginu starfar fjölbreyttur hópur ráðgajfa sem eru ýmist félagsráðgjafar eða sálfræðingar og er Bergið hannað sem fyrsta skref fyrir ungt fólk á aldrinum 12-25 ára sem vill leita sér aðstoða, án allra skilyrða. Við grípum þau ungmenni sem til okkar koma í vanlíðan eða vandræðum og veitum þeim stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Einnig getum við og höfum komið auga á þau sem hugsanlega þurfa meiri þjónustu og þannig komið í veg fyrir að vandi þeirra verði óviðráðanlegur síðar. Við hjá Berginu höfum rétt eins og aðrir fundið fyrir því að vandinn er stækkandi og voru til að mynda 27% fleiri viðtöl tekin hjá okkur árið 2022 en árið á undan. Þá skráðu 709 einstaklingar sig í þjónustu á síðasta ári en 590 árið 2021. Með því að hafa hjálpina aðgengilega, án biðlista og ókeypis náum við til stærri hóps ungmenna en hið hefðbundna heilbrigðiskerfi. Við getum brúað bilið milli kerfa og unnið með fyrsta, annars og þriðja stigs þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það sjá það öll sem vilja að hefðbundnar leiðir síðustu ára og áratuga til þess að takast á við þann aukna vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar það kemur að geðheilbrigði ungs fólks duga ekki til. Með því að lækka þröskuldana hjálpum við fleirum og fækkum einstaklingum sem bíða eftir þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Þá má nefna að árið 2021 var meðalbiðtími barna eftir geðþjónustu heilsugæslu rúmar 16 vikur en 23 vikur hjá fullorðnum.Bergið er ekki með biðlista en meðaltími sem líður frá því að ungmenni óskar eftir þjónustu og er komin með tíma eru 10 dagar. Við getum líka brugðist við innan dags ef ástæða er metin til þess. Það ætti að vera markmið okkar allra að gera skilyrðislausa þjónustu aðgengilega öllum ungmennum landsins og köllum við eftir því að aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027 ræði það markmið sérstaklega. Við í Berginu headspace höfum sýnt fram á árangur af okkar starfsemi og erum tilbúin í viðræður um útfærslur á því hvernig það gæti verið gert, með til dæmis blöndu af nær og fjarþjónustu. Því fyrr sem við horfumst í augu við það að leiðirnar sem við höfum farið hingað til í geðheilbrigði ungs fólks virka ekki og förum að ýta undir aðrar leiðir – því fyrr getum við bætt kerfið fyrir okkur öll og bjargað mannslífum. Headspace er hugmyndafræði sem er að ryðja sér til rúms í fleiri löndum um heiminn, þar sem áskoranir þessar eru alþjóðlegar. Við erum að stofna samstarfsvettvang á Norðurlöndunum og verður upphafsfundur Nordic headspace haldinn þann 14. apríl í Reykjavík. Við hvetjum öll áhugasöm um nýjar leiðir í aðkomu að geðheilbrigðismálum ungs fólks til að taka þátt í samtalinu. Hér má sjá heimasíðu ráðstefnunnar: https://www.headspaceconference.is/ Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Sjá meira
Á meðan heimsfaraldur stóð yfir fékk þögull faraldur að vaxa hér á landi, sem er versnandi geðheilsa og vanlíðan ungmenna. Má til að mynda sjá í lýðheilsuvísum Landlæknis að meira en 40% fólks á aldrinum 18-34 ára líti á andlega heilsu sína sem slæma (sæmilega eða lélega). Sömu gögn sýna mikinn mun á andlegri heilsu þessa hóps frá því fyrir Covid. Við þekkjum öll vandamálin sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir þegar kemur að þessum málum. Aðgengi fólks að sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu er ekki gott og þúsundir bíða á biðlistum. Þá getur fólk einnig verið í þeirri aðstöðu að hafa einfaldlega ekki efni á þjónustu og fá því ekki þá hjálp sem þau þurfa. Eins og tölurnar sýna eykst vandinn með hverju árinu, sérstaklega hjá ungu fólki, og við sjáum að þörfin á aðgerðum er brýn. Nú þarf að láta verkin tala. Unnið er að þingsáætlunartillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027. Margt gott er í áætluninni en gera þarf mun metnaðarfyllri áætlun er varðar ungt fólk á Íslandi – og þar getum við í Berginu headspace aðstoðað. Hjá Berginu starfar fjölbreyttur hópur ráðgajfa sem eru ýmist félagsráðgjafar eða sálfræðingar og er Bergið hannað sem fyrsta skref fyrir ungt fólk á aldrinum 12-25 ára sem vill leita sér aðstoða, án allra skilyrða. Við grípum þau ungmenni sem til okkar koma í vanlíðan eða vandræðum og veitum þeim stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Einnig getum við og höfum komið auga á þau sem hugsanlega þurfa meiri þjónustu og þannig komið í veg fyrir að vandi þeirra verði óviðráðanlegur síðar. Við hjá Berginu höfum rétt eins og aðrir fundið fyrir því að vandinn er stækkandi og voru til að mynda 27% fleiri viðtöl tekin hjá okkur árið 2022 en árið á undan. Þá skráðu 709 einstaklingar sig í þjónustu á síðasta ári en 590 árið 2021. Með því að hafa hjálpina aðgengilega, án biðlista og ókeypis náum við til stærri hóps ungmenna en hið hefðbundna heilbrigðiskerfi. Við getum brúað bilið milli kerfa og unnið með fyrsta, annars og þriðja stigs þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það sjá það öll sem vilja að hefðbundnar leiðir síðustu ára og áratuga til þess að takast á við þann aukna vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar það kemur að geðheilbrigði ungs fólks duga ekki til. Með því að lækka þröskuldana hjálpum við fleirum og fækkum einstaklingum sem bíða eftir þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Þá má nefna að árið 2021 var meðalbiðtími barna eftir geðþjónustu heilsugæslu rúmar 16 vikur en 23 vikur hjá fullorðnum.Bergið er ekki með biðlista en meðaltími sem líður frá því að ungmenni óskar eftir þjónustu og er komin með tíma eru 10 dagar. Við getum líka brugðist við innan dags ef ástæða er metin til þess. Það ætti að vera markmið okkar allra að gera skilyrðislausa þjónustu aðgengilega öllum ungmennum landsins og köllum við eftir því að aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027 ræði það markmið sérstaklega. Við í Berginu headspace höfum sýnt fram á árangur af okkar starfsemi og erum tilbúin í viðræður um útfærslur á því hvernig það gæti verið gert, með til dæmis blöndu af nær og fjarþjónustu. Því fyrr sem við horfumst í augu við það að leiðirnar sem við höfum farið hingað til í geðheilbrigði ungs fólks virka ekki og förum að ýta undir aðrar leiðir – því fyrr getum við bætt kerfið fyrir okkur öll og bjargað mannslífum. Headspace er hugmyndafræði sem er að ryðja sér til rúms í fleiri löndum um heiminn, þar sem áskoranir þessar eru alþjóðlegar. Við erum að stofna samstarfsvettvang á Norðurlöndunum og verður upphafsfundur Nordic headspace haldinn þann 14. apríl í Reykjavík. Við hvetjum öll áhugasöm um nýjar leiðir í aðkomu að geðheilbrigðismálum ungs fólks til að taka þátt í samtalinu. Hér má sjá heimasíðu ráðstefnunnar: https://www.headspaceconference.is/ Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun