Aðgerðir sem virka til að koma á launajafnrétti kynjanna Lóa Birna Birgisdóttir og Elín Blöndal skrifa 8. mars 2023 07:30 Markverður árangur hefur náðst hjá Reykjavíkurborg í baráttunni gegn óútskýrðum kynbundnum launamun meðal starfsfólks borgarinnar síðastliðna þrjá áratugi. Tölurnar tala sínu máli. Samkvæmt nýjustu launarannsókn Hagstofunnar var óleiðréttur launamunur kynjanna árið 2020 12,9% á almennum vinnumarkaði, 11,3% hjá ríkisstarfsmönnum og 5,1% meðal starfsfólks sveitarfélaga. Leiðrétti launamunurinn var 5,6% á almennum vinnumarkaði, 3,3% hjá ríkisstarfsmönnum og 2,7% á meðal starfsfólks sveitarfélaganna í heild sinni. Hjá Reykjavíkurborg var óleiðréttur launamunur heildarlauna árið 2020 3,4% (konum í vil) og leiðréttur launamunur 0,9% (körlum í vil). Árið 2021 mældist óleiðréttur launamunur heildarlauna hjá Reykjavíkurborg 2,5% (konum í vil) og leiðréttur launamunur 0,4% (körlum í vil). Markverður árangur hjá stærsta opinbera vinnuveitandanum Til nánari útskýringar þá er í tölum Reykjavíkurborgar um óleiðréttan launamun horft til meðalmunar á heildarlaunum allra karla og kvenna hjá borginni án tillits til fjölda unninna stunda og annarra skýribreytna. Með leiðréttum launamun er hins vegar átt við meðalmun á uppreiknuðum heildarlaunum starfsfólks Reykjavíkurborgar að teknu tilliti til málefnalegra breyta sem skýra launamuninn, s.s. vinnutíma, menntunar, starfsaldurs o.fl. Starfsemi Reykjavíkurborgar er gríðarlega fjölbreytt sem endurspeglast í fjölmörgum og ólíkum störfum. Sem dæmi um starfsstéttir má nefna félagsráðgjafa, leikskólakennara, hjúkrunarfræðinga, bókmenntafræðinga, verkfræðinga, starfsfólk í heimaþjónustu og stuðningsfulltrúa svo fátt eitt sé talið. Borgin í öllum sínum fjölbreytileika er einn vinnustaður og sem slíkur stærsti opinberi vinnuveitandinn hér á landi. Starfsmat gerir gæfumuninn Til að meta hvort aðgerðir hafi skilað árangri hefur Reykjavíkurborg látið gera launagreiningar og úttektir á kynbundnum launamun. Meðfylgjandi mynd sýnir þróun kynbundins launamunar og sést glögglega að þegar gripið er til aðgerða dregur úr honum. Áhersla Reykjavíkurborgar á starfsmat sem undirstöðu launasetningar starfa á árunum 1996-2001 sést vel á myndinni. Meiri reynsla af kerfinu og aðild fleiri stéttarfélaga að starfsmati skýrir hvernig dregur áfram úr kynbundnum launamun næstu árin þar á eftir. Reykjavíkurborg, 2022 Árið 1995 var kerfisbundið farið að rýna launamun kynjanna hjá borginni. Frá þeim tíma hafa ýmis stór skref verið tekin. Í upphafi var beitt úrræðum í gegnum hefðbundna kjarasamninga. Fljótlega varð ljóst að ef eyða ætti hinum rótgróna launamun þyrfti að umbylta grundvallarforsendum launakerfis borgarinnar. Árið 2001 var því samið við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Eflingu stéttarfélag og Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands. Náið samstarf með aðkomu jafnréttisyfirvalda Undirbúningur, þróun og innleiðing starfsmatskerfisins var unnið í nánu samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar og viðeigandi stéttarfélaga. Starfsmatskerfið var fengið frá Bretlandi og er þróað í samstarfi sveitarfélaga og stéttarfélaga með aðkomu jafnréttisyfirvalda út frá leiðbeiningum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) til að stuðla að kynhlutleysi kerfisins. Kerfið var þýtt og staðfært og innleiðing hófst árið 2004. Frá því að kerfið var tekið í notkun hafa sveitarfélögin byggt grunnlaunasetningu sífellt stærri hluta starfa sinna á því. Starfsmatskerfið metur á staðlaðan hátt þær kröfur sem gerðar eru til starfa og stuðlar þannig að hlutlægu mati á virði starfa. Kerfið nær aðeins til grunnlauna starfa og metur ekki persónubundna þætti eins og hæfni og frammistöðu. Önnur laun en grunnlaun taka aftur á móti tillit til slíkra persónubundinna þátta. Starfsmat metur ólík störf í mismunandi starfsstéttum út frá sömu viðmiðum og dregur þannig úr launamun vegna kynbundinnar skiptingar vinnumarkaðarins, ekki síst þar sem að við mat á störfum er auk hefðbundinna þátta sem störfin gera kröfur um, s.s. menntunarkrafna, metið virði þátta sem hafa fremur verið tengdir við störf hefðbundinna kvennastétta s.s. samskiptafærni, tilfinningalegt álag og ábyrgð á velferð fólks. Markvissar aðgerðir og skýr sýn á launajafnrétti Starfsmatskerfið er án vafa hryggjarstykkið í þeim árangri sem Reykjavíkurborg hefur náð í að draga úr launamuni kynjanna en fleiri aðgerðir hafa einnig komið til. Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 var lögð mikil vinna í að endurskoða og draga úr umfangi samninga um fastar yfirvinnugreiðslur. Árið 2013 samþykkti borgarráð aðgerðaáætlun í ellefu liðum með það að markmiði að draga úr kynbundnum launamun. Má þar nefna fræðsluátak fyrir stjórnendur, reglulegar úttektir á kynbundnum launamun og uppsagnir fastra aksturssamninga starfsfólks. Áhrifin af þessum aðgerðum skiluðu sér í áframhaldandi lækkun á mældum kynbundnum launamun á árunum 2013-2015. Einnig má nefna endurskoðun starfsmatskerfisins árin 2014-2015 sem og mat á aukinni menntun kvenna og fagreynslu. Þá geyma mannauðsstefna og jafnlaunastefna Reykjavíkurborgar markmið og mæla fyrir um aðgerðir til að tryggja launajafnrétti meðal alls starfsfólks borgarinnar. Reykjavíkurborg hlaut jafnlaunavottun árið 2019. Markvissar aðgerðir á grundvelli jafnlaunastaðalsins ÍST 85 til að vinna að launajafnrétti, s.s. innra eftirlit, rýni stjórnenda, ytra eftirlit og stöðugar umbætur, leiða til þess að stöðugt er verið að bæta einstaka þætti jafnlaunakerfis borgarinnar. Eins og framangreint sýnir geta markvissar aðgerðir og skýr sýn á launajafnrétti sem grundvallarþátt í launasetningunni leitt til árangurs sem um munar, jafnvel á stórum og flóknum vinnustöðum eins og hjá Reykjavíkurborg. Enda þótt Reykjavíkurborg hafi náð þeim árangri að launamunur kynjanna mælist nú varla er enn sem fyrr mikilvægt að rýna kerfið og fylgja árangrinum eftir. Meðal þeirra aðgerða sem eru framundan eru endurskoðun á starfsmatskerfinu í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, hlutaðeigandi stéttarfélög og Jafnlaunastofu. Gefst þá enn frekar tækifæri til að rýna kerfið með tilliti til jafnræðissjónarmiða og launajafnréttis. Lóa Birna Birgisdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs ReykjavíkurborgarElín Blöndal, skrifstofustjóri og formaður jafnlaunanefndar Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Markverður árangur hefur náðst hjá Reykjavíkurborg í baráttunni gegn óútskýrðum kynbundnum launamun meðal starfsfólks borgarinnar síðastliðna þrjá áratugi. Tölurnar tala sínu máli. Samkvæmt nýjustu launarannsókn Hagstofunnar var óleiðréttur launamunur kynjanna árið 2020 12,9% á almennum vinnumarkaði, 11,3% hjá ríkisstarfsmönnum og 5,1% meðal starfsfólks sveitarfélaga. Leiðrétti launamunurinn var 5,6% á almennum vinnumarkaði, 3,3% hjá ríkisstarfsmönnum og 2,7% á meðal starfsfólks sveitarfélaganna í heild sinni. Hjá Reykjavíkurborg var óleiðréttur launamunur heildarlauna árið 2020 3,4% (konum í vil) og leiðréttur launamunur 0,9% (körlum í vil). Árið 2021 mældist óleiðréttur launamunur heildarlauna hjá Reykjavíkurborg 2,5% (konum í vil) og leiðréttur launamunur 0,4% (körlum í vil). Markverður árangur hjá stærsta opinbera vinnuveitandanum Til nánari útskýringar þá er í tölum Reykjavíkurborgar um óleiðréttan launamun horft til meðalmunar á heildarlaunum allra karla og kvenna hjá borginni án tillits til fjölda unninna stunda og annarra skýribreytna. Með leiðréttum launamun er hins vegar átt við meðalmun á uppreiknuðum heildarlaunum starfsfólks Reykjavíkurborgar að teknu tilliti til málefnalegra breyta sem skýra launamuninn, s.s. vinnutíma, menntunar, starfsaldurs o.fl. Starfsemi Reykjavíkurborgar er gríðarlega fjölbreytt sem endurspeglast í fjölmörgum og ólíkum störfum. Sem dæmi um starfsstéttir má nefna félagsráðgjafa, leikskólakennara, hjúkrunarfræðinga, bókmenntafræðinga, verkfræðinga, starfsfólk í heimaþjónustu og stuðningsfulltrúa svo fátt eitt sé talið. Borgin í öllum sínum fjölbreytileika er einn vinnustaður og sem slíkur stærsti opinberi vinnuveitandinn hér á landi. Starfsmat gerir gæfumuninn Til að meta hvort aðgerðir hafi skilað árangri hefur Reykjavíkurborg látið gera launagreiningar og úttektir á kynbundnum launamun. Meðfylgjandi mynd sýnir þróun kynbundins launamunar og sést glögglega að þegar gripið er til aðgerða dregur úr honum. Áhersla Reykjavíkurborgar á starfsmat sem undirstöðu launasetningar starfa á árunum 1996-2001 sést vel á myndinni. Meiri reynsla af kerfinu og aðild fleiri stéttarfélaga að starfsmati skýrir hvernig dregur áfram úr kynbundnum launamun næstu árin þar á eftir. Reykjavíkurborg, 2022 Árið 1995 var kerfisbundið farið að rýna launamun kynjanna hjá borginni. Frá þeim tíma hafa ýmis stór skref verið tekin. Í upphafi var beitt úrræðum í gegnum hefðbundna kjarasamninga. Fljótlega varð ljóst að ef eyða ætti hinum rótgróna launamun þyrfti að umbylta grundvallarforsendum launakerfis borgarinnar. Árið 2001 var því samið við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Eflingu stéttarfélag og Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands. Náið samstarf með aðkomu jafnréttisyfirvalda Undirbúningur, þróun og innleiðing starfsmatskerfisins var unnið í nánu samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar og viðeigandi stéttarfélaga. Starfsmatskerfið var fengið frá Bretlandi og er þróað í samstarfi sveitarfélaga og stéttarfélaga með aðkomu jafnréttisyfirvalda út frá leiðbeiningum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) til að stuðla að kynhlutleysi kerfisins. Kerfið var þýtt og staðfært og innleiðing hófst árið 2004. Frá því að kerfið var tekið í notkun hafa sveitarfélögin byggt grunnlaunasetningu sífellt stærri hluta starfa sinna á því. Starfsmatskerfið metur á staðlaðan hátt þær kröfur sem gerðar eru til starfa og stuðlar þannig að hlutlægu mati á virði starfa. Kerfið nær aðeins til grunnlauna starfa og metur ekki persónubundna þætti eins og hæfni og frammistöðu. Önnur laun en grunnlaun taka aftur á móti tillit til slíkra persónubundinna þátta. Starfsmat metur ólík störf í mismunandi starfsstéttum út frá sömu viðmiðum og dregur þannig úr launamun vegna kynbundinnar skiptingar vinnumarkaðarins, ekki síst þar sem að við mat á störfum er auk hefðbundinna þátta sem störfin gera kröfur um, s.s. menntunarkrafna, metið virði þátta sem hafa fremur verið tengdir við störf hefðbundinna kvennastétta s.s. samskiptafærni, tilfinningalegt álag og ábyrgð á velferð fólks. Markvissar aðgerðir og skýr sýn á launajafnrétti Starfsmatskerfið er án vafa hryggjarstykkið í þeim árangri sem Reykjavíkurborg hefur náð í að draga úr launamuni kynjanna en fleiri aðgerðir hafa einnig komið til. Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 var lögð mikil vinna í að endurskoða og draga úr umfangi samninga um fastar yfirvinnugreiðslur. Árið 2013 samþykkti borgarráð aðgerðaáætlun í ellefu liðum með það að markmiði að draga úr kynbundnum launamun. Má þar nefna fræðsluátak fyrir stjórnendur, reglulegar úttektir á kynbundnum launamun og uppsagnir fastra aksturssamninga starfsfólks. Áhrifin af þessum aðgerðum skiluðu sér í áframhaldandi lækkun á mældum kynbundnum launamun á árunum 2013-2015. Einnig má nefna endurskoðun starfsmatskerfisins árin 2014-2015 sem og mat á aukinni menntun kvenna og fagreynslu. Þá geyma mannauðsstefna og jafnlaunastefna Reykjavíkurborgar markmið og mæla fyrir um aðgerðir til að tryggja launajafnrétti meðal alls starfsfólks borgarinnar. Reykjavíkurborg hlaut jafnlaunavottun árið 2019. Markvissar aðgerðir á grundvelli jafnlaunastaðalsins ÍST 85 til að vinna að launajafnrétti, s.s. innra eftirlit, rýni stjórnenda, ytra eftirlit og stöðugar umbætur, leiða til þess að stöðugt er verið að bæta einstaka þætti jafnlaunakerfis borgarinnar. Eins og framangreint sýnir geta markvissar aðgerðir og skýr sýn á launajafnrétti sem grundvallarþátt í launasetningunni leitt til árangurs sem um munar, jafnvel á stórum og flóknum vinnustöðum eins og hjá Reykjavíkurborg. Enda þótt Reykjavíkurborg hafi náð þeim árangri að launamunur kynjanna mælist nú varla er enn sem fyrr mikilvægt að rýna kerfið og fylgja árangrinum eftir. Meðal þeirra aðgerða sem eru framundan eru endurskoðun á starfsmatskerfinu í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, hlutaðeigandi stéttarfélög og Jafnlaunastofu. Gefst þá enn frekar tækifæri til að rýna kerfið með tilliti til jafnræðissjónarmiða og launajafnréttis. Lóa Birna Birgisdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs ReykjavíkurborgarElín Blöndal, skrifstofustjóri og formaður jafnlaunanefndar Reykjavíkurborgar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun