Velferðarsamfélag í fremsta flokki eigi að vera komið lengra Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. mars 2023 21:23 Linda Hrönn Þórisdóttir, verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Vísir/Egill Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr og erfist jafnvel milli kynslóða. Mismunun eigi sér stað til að mynda þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar, og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll. Evrópuhópur Barnaheilla birti í dag nýja skýrslu þar sem farið er yfir fátækt barna í Evrópu en í skýrslunni segir að um sé að ræða útbreitt vandamál sem aðeins fari versnandi. Heimsfaraldur og stríðið í Úkraínu hafi þá gert það að verkum að mismunum hafi aukist og krísuástand blasi við. Er því talið líklegt að fátækt meðal barna muni aukast. Á Íslandi jókst fjöldi barna sem búa við fátækt úr 12,7 prósent árið 2020 í 13,1 prósent árið 2021. Börn utan höfuðborgarsvæðisins eru líklegri til að búa við fátækt en þar er hlutfallið 15,8 prósent. Um tíu þúsund börn búa við fátækt í dag og til viðbótar eiga 24,1 prósent heimila í erfiðleikum með að ná endum saman. Engin sérstök skilgreining er til staðar á því hvað teljist fátækt en ákveðnir alþjóðlegir matskvarðar, meðal annars frá Eurostat. Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum, bendir á að horft sé á laun foreldra og í hvað ráðstöfunartekjur eru að fara, til að mynda matvæli og húsnæði sem bæði hefur hækkað mikið undanfarið í verðbólgunni. „Yfirleitt er það húsnæðiskosturinn sem er skoðaður, sem er auðvitað stór hluti af ráðstöfunartekjum fólks. Það er nú bara þannig að þeir sem eru á leigumarkaðinum hér á landi hafa í mörgum tilfellum fests í ákveðinni fátæktargildru, komast ekki út úr leiguhúsnæði, geta ekki lagt fyrir og átt öruggt húsnæði,“ segir Linda. „Það að lenda í svona fátæktargildru veldur því að þetta erfist oft á milli kynslóða, því miður, og börn eiga sér oft ekki jafn mörg tækifæri og jafnaldrar þeirra að komast út úr þessu. Þetta verður til þess að þau missa oft af því tækifæri að stunda tómstundir, jafnt á við jafnaldra sína, því það er yfirleitt fyrsti þátturinn sem foreldrar taka út þegar lítið er eftir af tekjum,“ segir hún enn fremur. Í þeim tilvikum er hætta á félagslegri útilokun þar sem þau fá ekki sömu tækifæri til að þroskast félagslega. Þá séu brotalamirnar víðar, allt hangi þetta saman og hafi áhrif á geðheilsu barna. „Það er annar þáttur sem að kemur líka fram í þessari skýrslu, það er aðgangur að geðheilbrigðisþjónustu, þar sem foreldrar þurfa að borga gríðarlega háan kostnað til þess að fara til sálfræðings með barnið sitt. Í barnasáttmálanum er bann við mismunun en það á sér stað gríðarleg mismunun þarna,“ segir Linda. Tryggja þurfi jöfn tækifæri til heilsu, menntunar, verndar og þátttöku og leggja þau til ýmsar tillögur að úrbótum, til að mynda í skólakerfinu. „Það sitja ekki öll börn við sama borðið því miður og þarna þurfum við að stíga fast niður. Við sem velferðarsamfélag í fremsta flokki árið 2023 eigum að vera komin lengra,“ segir hún. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu og útrýma fátækt fyrir fullt og allt Stjórnvöld samþykktu heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna árið 2015 og skuldbundu sig þar með að minnka fátækt um helming fyrir árið 2030. Frá þeim tíma hafa stjórnvöld þó ekki sett sér heildstæða stefnu í málaflokknum, líkt og önnur lönd hafa gert. Barnaheill stendur fyrir undirskriftarsöfnun vegna málsins. „Við óskum og biðlum til stjórnvalda að setja sér stefnu í þessum málaflokki og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll hér á landi, það á ekki að líðast,“ segir Linda. Hún segist mjög bjartsýn á að stjórnvöld verði við áskoruninni og bendir á að margt gott hafi áunnist hér á landi. Margir góðir þættir séu í farsældarlöggjöfinni, sem unnið er að því að innleiða, og eru kerfin farin að vinna saman. Þá sé íslenska módelið notað víða, varðandi snemmtækt ígrip, en ganga þurfi alla leið til að draga úr fátækt. „Meðan við erum ekki enn búin að móta okkur stefnu um hvernig við ætlum að fara að því þá er mjög erfitt að segja til um hvert við ætlum að fara í þessu. Eins og tölurnar sýna núna þá hefur fátækt aukist þannig eitthvað erum við ekki að gera rétt í þessum málaflokki og þess vegna þurfum við að stíga fastar niður og hvetjum núna stjórnvöld til þess að gefa í,“ segir Linda. „Það vilja allir að hér alist upp hamingjusöm börn sem að eru heildsteypt, hafa góða sjálfsmynd og góða trú á sjálfum sér. Það er undirstaðan fyrir framtíð landsins, en til þess að svo megi verða þá þurfum við öll að leggjast á eitt. Að mismuna börnum er bara eitthvað sem á ekki að fyrirfinnast,“ segir hún enn fremur. Börn og uppeldi Verðlag Húsnæðismál Réttindi barna Fjölskyldumál Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Við eigum í öllum okkar verkum að stefna að því útrýma fátækt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti áramótaávarp sitt í gærkvöldi. Meðal þess sem forsætisráðherra ræddi í ávarpinu var launamunur kynjanna, staða íslenskrar tungu, líðan barna og ungmenna og velsæld landsmanna. 1. janúar 2023 09:07 Mest lesið „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Sjá meira
Evrópuhópur Barnaheilla birti í dag nýja skýrslu þar sem farið er yfir fátækt barna í Evrópu en í skýrslunni segir að um sé að ræða útbreitt vandamál sem aðeins fari versnandi. Heimsfaraldur og stríðið í Úkraínu hafi þá gert það að verkum að mismunum hafi aukist og krísuástand blasi við. Er því talið líklegt að fátækt meðal barna muni aukast. Á Íslandi jókst fjöldi barna sem búa við fátækt úr 12,7 prósent árið 2020 í 13,1 prósent árið 2021. Börn utan höfuðborgarsvæðisins eru líklegri til að búa við fátækt en þar er hlutfallið 15,8 prósent. Um tíu þúsund börn búa við fátækt í dag og til viðbótar eiga 24,1 prósent heimila í erfiðleikum með að ná endum saman. Engin sérstök skilgreining er til staðar á því hvað teljist fátækt en ákveðnir alþjóðlegir matskvarðar, meðal annars frá Eurostat. Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum, bendir á að horft sé á laun foreldra og í hvað ráðstöfunartekjur eru að fara, til að mynda matvæli og húsnæði sem bæði hefur hækkað mikið undanfarið í verðbólgunni. „Yfirleitt er það húsnæðiskosturinn sem er skoðaður, sem er auðvitað stór hluti af ráðstöfunartekjum fólks. Það er nú bara þannig að þeir sem eru á leigumarkaðinum hér á landi hafa í mörgum tilfellum fests í ákveðinni fátæktargildru, komast ekki út úr leiguhúsnæði, geta ekki lagt fyrir og átt öruggt húsnæði,“ segir Linda. „Það að lenda í svona fátæktargildru veldur því að þetta erfist oft á milli kynslóða, því miður, og börn eiga sér oft ekki jafn mörg tækifæri og jafnaldrar þeirra að komast út úr þessu. Þetta verður til þess að þau missa oft af því tækifæri að stunda tómstundir, jafnt á við jafnaldra sína, því það er yfirleitt fyrsti þátturinn sem foreldrar taka út þegar lítið er eftir af tekjum,“ segir hún enn fremur. Í þeim tilvikum er hætta á félagslegri útilokun þar sem þau fá ekki sömu tækifæri til að þroskast félagslega. Þá séu brotalamirnar víðar, allt hangi þetta saman og hafi áhrif á geðheilsu barna. „Það er annar þáttur sem að kemur líka fram í þessari skýrslu, það er aðgangur að geðheilbrigðisþjónustu, þar sem foreldrar þurfa að borga gríðarlega háan kostnað til þess að fara til sálfræðings með barnið sitt. Í barnasáttmálanum er bann við mismunun en það á sér stað gríðarleg mismunun þarna,“ segir Linda. Tryggja þurfi jöfn tækifæri til heilsu, menntunar, verndar og þátttöku og leggja þau til ýmsar tillögur að úrbótum, til að mynda í skólakerfinu. „Það sitja ekki öll börn við sama borðið því miður og þarna þurfum við að stíga fast niður. Við sem velferðarsamfélag í fremsta flokki árið 2023 eigum að vera komin lengra,“ segir hún. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu og útrýma fátækt fyrir fullt og allt Stjórnvöld samþykktu heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna árið 2015 og skuldbundu sig þar með að minnka fátækt um helming fyrir árið 2030. Frá þeim tíma hafa stjórnvöld þó ekki sett sér heildstæða stefnu í málaflokknum, líkt og önnur lönd hafa gert. Barnaheill stendur fyrir undirskriftarsöfnun vegna málsins. „Við óskum og biðlum til stjórnvalda að setja sér stefnu í þessum málaflokki og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll hér á landi, það á ekki að líðast,“ segir Linda. Hún segist mjög bjartsýn á að stjórnvöld verði við áskoruninni og bendir á að margt gott hafi áunnist hér á landi. Margir góðir þættir séu í farsældarlöggjöfinni, sem unnið er að því að innleiða, og eru kerfin farin að vinna saman. Þá sé íslenska módelið notað víða, varðandi snemmtækt ígrip, en ganga þurfi alla leið til að draga úr fátækt. „Meðan við erum ekki enn búin að móta okkur stefnu um hvernig við ætlum að fara að því þá er mjög erfitt að segja til um hvert við ætlum að fara í þessu. Eins og tölurnar sýna núna þá hefur fátækt aukist þannig eitthvað erum við ekki að gera rétt í þessum málaflokki og þess vegna þurfum við að stíga fastar niður og hvetjum núna stjórnvöld til þess að gefa í,“ segir Linda. „Það vilja allir að hér alist upp hamingjusöm börn sem að eru heildsteypt, hafa góða sjálfsmynd og góða trú á sjálfum sér. Það er undirstaðan fyrir framtíð landsins, en til þess að svo megi verða þá þurfum við öll að leggjast á eitt. Að mismuna börnum er bara eitthvað sem á ekki að fyrirfinnast,“ segir hún enn fremur.
Börn og uppeldi Verðlag Húsnæðismál Réttindi barna Fjölskyldumál Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Við eigum í öllum okkar verkum að stefna að því útrýma fátækt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti áramótaávarp sitt í gærkvöldi. Meðal þess sem forsætisráðherra ræddi í ávarpinu var launamunur kynjanna, staða íslenskrar tungu, líðan barna og ungmenna og velsæld landsmanna. 1. janúar 2023 09:07 Mest lesið „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Sjá meira
„Við eigum í öllum okkar verkum að stefna að því útrýma fátækt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti áramótaávarp sitt í gærkvöldi. Meðal þess sem forsætisráðherra ræddi í ávarpinu var launamunur kynjanna, staða íslenskrar tungu, líðan barna og ungmenna og velsæld landsmanna. 1. janúar 2023 09:07