„Maður átti helst ekkert að tala um aldurinn sinn“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. mars 2023 08:01 Siljá Rós er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2023. Skjáskot/Vísir Tónlistarkonan og leikkonan Silja Rós er að eigin sögn orkumikil tilfinningavera sem lifir fyrir að skapa list. Það kom snemma í ljós hvert stefndi þar sem hún var syngjandi allan daginn sem barn og henni líður hvergi betur en á sviðinu. Silja Rós er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. Nú styttist óðum í Hlustendaverðlaunin 2023 sem fara fram 17. mars næstkomandi. Nýliði ársins er meðal verðlaunaflokka og eru átta hljómsveitir og tónlistarmenn sem keppast um titilinn. Lífið á Vísi ræddi við allt tónlistarfólkið sem var tilnefnt í þessum flokki og fékk smá innsýn inn í sköpunargleði þeirra og tónlist. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan: Klippa: Nýliðinn: Silja Rós Hver ert þú með eigin orðum? Ég myndi lýsa mér sem orkumikilli tilfinningaveru sem lifir fyrir að skapa list. Ég er „extreme extrovert“ og mér líður best þegar ég er umvafin fólkinu mínu og þegar ég hef mikið að gera. Ljón, bogamaður í tungli og rísandi bogamaður fyrir stjörnumerkjafólkið sem er þarna úti. Hvernig myndir þú lýsa þínum tónlistarstíl? Ég sæki mikinn innblástur í Jazz og RnB tónlist og tónlistarstefnan mín hefur þróast seinustu ár nær þeim stefnum og blandað þeim inn í popp formið. Ég hef farið víðan völl á mínum ferli og þróast mikið en ég byrjað í indie-pop/folk stefnunni en tók svo U-beygju eftir FÍH. View this post on Instagram A post shared by SILJA RO S (@silja.ros) Hver var kveikjan að því að þú byrjaðir í tónlist? Það kom ansi snemma í ljós hvert stefndi. Ég var syngjandi allan daginn sem barn og svo frá því ég var um sjö ára lék ég mér við að semja lög og ljóð, misgóð auðvitað, en maður byrjar einhvers staðar. Það var alltaf einhver tónlist kraumandi innra með mér. View this post on Instagram A post shared by SILJA RO S (@silja.ros) Ég byrjaði svo að semja fyrir alvöru þegar ég var fjórtán ára og það var hálfgerð þerapía á unglingsárunum. En ég á Unni Söru Eldjárn það að þakka að ég hafi þorað að stíga skrefið inn í bransann fyrir meira en tíu árum síðan, þá dró hún mig að gigga um allan bæ og ég hef ekki hætt síðan. Stuttu eftir að hún gaf út sína fyrstu plötu þorði ég líka að gefa út mína fyrstu. Hvað er það skemmtilegasta við að vinna í tónlist? Mér líður hvergi betur enn upp á sviði. Ég elska að finna fyrir tengingunni við áhorfendur, það er töfrandi tilfinning. Fyrir nokkrum árum byrjaði ég að semja tónlist með öðrum listamönnum í „writing sessionum“ og það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Áður fyrr samdi ég allt ein lokuð inn í herbergi en í dag finnst mér félagsskapurinn og pælingarnar í stúdíóinu svo mikils virði og reyni að gera sem mest af því. En erfiðasta? Það er ákveðið hugarfar sem maður þarf að temja sér ef maður ætlar að starfa við þetta, líkt og í annarri list. Listin er í stanslausu flæði, giggin koma og fara, sum lög ganga betur en önnur og maður sveiflast alveg tilfinningalega með því. Galdurinn er bara að halda áfram og gefast ekki upp. Mér finnst yfirleitt leiðinlegast að semja um launin, það fer mikil vinna í allt á bak við tónlistina og maður þarf stundum að réttlæta verðmiðann sinn sem getur verið þreytandi. Er eitthvað við tónlistarbransann sem hefur komið þér á óvart? Nei ekki beint, ég var frekar meðvituð út í hvað ég var að fara. Það er frekar leiklistarbransinn sem kom mér á óvart þá sérstaklega hvernig hann er í LA, þar eru miklu meiri útlitskröfur og maður átti helst ekkert að tala um aldurinn sinn ef maður gat „púllað“ yngri hlutverk. Sem betur fer er íslenski bransinn ekki eins grimmur hvað það varðar. Drauma samstarfs aðili? Moses Hightower, þeir eru eitt mitt uppáhalds band. En ef ég fer yfir höfin þá væri draumur að vinna með Vulfpeck, Sabrinu Claudio eða Jacob Collier. Áttu þér einhverja íslenska fyrirmynd í tónlistarheiminum? Ég elska íslenska tónlist og við eigum svo mikið magn af flottu tónlistarfólki sem gefur mér stanslausan innblástur. Moses Hightower verður alltaf efst á lista hjá mér en annars lít ég líka mikið upp til bestu vinkonu minnar Bergrósar og ég hlusta líka mikið á Sigríði Thorlacius, Matthildi og GDRN. Hvernig var tilfinningin að fá tilnefningu sem Nýliði ársins? Ég er ótrúlega þakklát. Hlýjar mér við hjartarætur og gerir mig enn spenntari að halda áfram að gefa út nýja tónlist. Tónlist Hlustendaverðlaunin Tengdar fréttir „Það er ekkert plan B“ Rapparinn Daniil skaust upp á stjörnuhimininn í fyrra en hann byrjaði í tónlist eftir að vinur hans fékk Macbook tölvu þegar þeir voru yngri. Honum finnst allt skemmtilegt við tónlistarbransann og stefnir bara lengra. Daniil er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. 13. mars 2023 08:01 Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2023 er hafin Hlustendaverðlaunin 2023 verða haldin föstudaginn 17. mars en þetta er í tíunda skipti sem hátíðin fer fram. Kosningin fer fram á Vísi og hófst nú í hádeginu. 9. febrúar 2023 12:00 „Algjör draumur að geta unnið við það sem ég elska“ Tónlistarkonan Una Torfadóttir ber marga hatta og segist fyrst og fremst vera stemningskona. Hún hefur verið í kringum tónlist allt sitt líf og segir algjöran draum að geta nú unnið við það sem hún elskar. Una Torfa er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. 13. mars 2023 16:01 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Nú styttist óðum í Hlustendaverðlaunin 2023 sem fara fram 17. mars næstkomandi. Nýliði ársins er meðal verðlaunaflokka og eru átta hljómsveitir og tónlistarmenn sem keppast um titilinn. Lífið á Vísi ræddi við allt tónlistarfólkið sem var tilnefnt í þessum flokki og fékk smá innsýn inn í sköpunargleði þeirra og tónlist. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan: Klippa: Nýliðinn: Silja Rós Hver ert þú með eigin orðum? Ég myndi lýsa mér sem orkumikilli tilfinningaveru sem lifir fyrir að skapa list. Ég er „extreme extrovert“ og mér líður best þegar ég er umvafin fólkinu mínu og þegar ég hef mikið að gera. Ljón, bogamaður í tungli og rísandi bogamaður fyrir stjörnumerkjafólkið sem er þarna úti. Hvernig myndir þú lýsa þínum tónlistarstíl? Ég sæki mikinn innblástur í Jazz og RnB tónlist og tónlistarstefnan mín hefur þróast seinustu ár nær þeim stefnum og blandað þeim inn í popp formið. Ég hef farið víðan völl á mínum ferli og þróast mikið en ég byrjað í indie-pop/folk stefnunni en tók svo U-beygju eftir FÍH. View this post on Instagram A post shared by SILJA RO S (@silja.ros) Hver var kveikjan að því að þú byrjaðir í tónlist? Það kom ansi snemma í ljós hvert stefndi. Ég var syngjandi allan daginn sem barn og svo frá því ég var um sjö ára lék ég mér við að semja lög og ljóð, misgóð auðvitað, en maður byrjar einhvers staðar. Það var alltaf einhver tónlist kraumandi innra með mér. View this post on Instagram A post shared by SILJA RO S (@silja.ros) Ég byrjaði svo að semja fyrir alvöru þegar ég var fjórtán ára og það var hálfgerð þerapía á unglingsárunum. En ég á Unni Söru Eldjárn það að þakka að ég hafi þorað að stíga skrefið inn í bransann fyrir meira en tíu árum síðan, þá dró hún mig að gigga um allan bæ og ég hef ekki hætt síðan. Stuttu eftir að hún gaf út sína fyrstu plötu þorði ég líka að gefa út mína fyrstu. Hvað er það skemmtilegasta við að vinna í tónlist? Mér líður hvergi betur enn upp á sviði. Ég elska að finna fyrir tengingunni við áhorfendur, það er töfrandi tilfinning. Fyrir nokkrum árum byrjaði ég að semja tónlist með öðrum listamönnum í „writing sessionum“ og það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Áður fyrr samdi ég allt ein lokuð inn í herbergi en í dag finnst mér félagsskapurinn og pælingarnar í stúdíóinu svo mikils virði og reyni að gera sem mest af því. En erfiðasta? Það er ákveðið hugarfar sem maður þarf að temja sér ef maður ætlar að starfa við þetta, líkt og í annarri list. Listin er í stanslausu flæði, giggin koma og fara, sum lög ganga betur en önnur og maður sveiflast alveg tilfinningalega með því. Galdurinn er bara að halda áfram og gefast ekki upp. Mér finnst yfirleitt leiðinlegast að semja um launin, það fer mikil vinna í allt á bak við tónlistina og maður þarf stundum að réttlæta verðmiðann sinn sem getur verið þreytandi. Er eitthvað við tónlistarbransann sem hefur komið þér á óvart? Nei ekki beint, ég var frekar meðvituð út í hvað ég var að fara. Það er frekar leiklistarbransinn sem kom mér á óvart þá sérstaklega hvernig hann er í LA, þar eru miklu meiri útlitskröfur og maður átti helst ekkert að tala um aldurinn sinn ef maður gat „púllað“ yngri hlutverk. Sem betur fer er íslenski bransinn ekki eins grimmur hvað það varðar. Drauma samstarfs aðili? Moses Hightower, þeir eru eitt mitt uppáhalds band. En ef ég fer yfir höfin þá væri draumur að vinna með Vulfpeck, Sabrinu Claudio eða Jacob Collier. Áttu þér einhverja íslenska fyrirmynd í tónlistarheiminum? Ég elska íslenska tónlist og við eigum svo mikið magn af flottu tónlistarfólki sem gefur mér stanslausan innblástur. Moses Hightower verður alltaf efst á lista hjá mér en annars lít ég líka mikið upp til bestu vinkonu minnar Bergrósar og ég hlusta líka mikið á Sigríði Thorlacius, Matthildi og GDRN. Hvernig var tilfinningin að fá tilnefningu sem Nýliði ársins? Ég er ótrúlega þakklát. Hlýjar mér við hjartarætur og gerir mig enn spenntari að halda áfram að gefa út nýja tónlist.
Tónlist Hlustendaverðlaunin Tengdar fréttir „Það er ekkert plan B“ Rapparinn Daniil skaust upp á stjörnuhimininn í fyrra en hann byrjaði í tónlist eftir að vinur hans fékk Macbook tölvu þegar þeir voru yngri. Honum finnst allt skemmtilegt við tónlistarbransann og stefnir bara lengra. Daniil er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. 13. mars 2023 08:01 Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2023 er hafin Hlustendaverðlaunin 2023 verða haldin föstudaginn 17. mars en þetta er í tíunda skipti sem hátíðin fer fram. Kosningin fer fram á Vísi og hófst nú í hádeginu. 9. febrúar 2023 12:00 „Algjör draumur að geta unnið við það sem ég elska“ Tónlistarkonan Una Torfadóttir ber marga hatta og segist fyrst og fremst vera stemningskona. Hún hefur verið í kringum tónlist allt sitt líf og segir algjöran draum að geta nú unnið við það sem hún elskar. Una Torfa er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. 13. mars 2023 16:01 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Það er ekkert plan B“ Rapparinn Daniil skaust upp á stjörnuhimininn í fyrra en hann byrjaði í tónlist eftir að vinur hans fékk Macbook tölvu þegar þeir voru yngri. Honum finnst allt skemmtilegt við tónlistarbransann og stefnir bara lengra. Daniil er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. 13. mars 2023 08:01
Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2023 er hafin Hlustendaverðlaunin 2023 verða haldin föstudaginn 17. mars en þetta er í tíunda skipti sem hátíðin fer fram. Kosningin fer fram á Vísi og hófst nú í hádeginu. 9. febrúar 2023 12:00
„Algjör draumur að geta unnið við það sem ég elska“ Tónlistarkonan Una Torfadóttir ber marga hatta og segist fyrst og fremst vera stemningskona. Hún hefur verið í kringum tónlist allt sitt líf og segir algjöran draum að geta nú unnið við það sem hún elskar. Una Torfa er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. 13. mars 2023 16:01