Viðhorfið yrði annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2023 13:00 Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. Vísir/Steingrímur Dúi Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var í gær samþykkt og kjarasamningur því svo gott sem kominn á. Forsætisráðherra fagnar niðurstöðunni. „Og ég held að það skipti miklu máli að samningum núna sem eru fram undan á hinum opinbera markaði að þeim verði vonandi lokið líka með farsælum hætti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Ekki sjálfbært umhverfi Starfsfólk í veitingaþjónustu mun þurfa að lúta kjarasamningnum og segist Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði ósáttur við að samtökin hafi ekki haft neina aðkomu að kjarasamningsviðræðum. Forsvarsmenn samtakanna hafi ítrekað reynt að komast að samningaborðinu án árangurs. „Rödd okkar þarf að heyrast, augljóslega þegar staðan er orðin það slæm að launahlutfall er komið upp undir 50 prósent af veltu fyrirtækja. Það getur ekki talist sjálfbært vinnuumhverfi,“ segir Aðalgeir. Þungur biti að kyngja Það sé því þungur biti að kyngja að þurfa að fylgja kjarasamningum sem samtökin hafi enga aðkomu að - sér í lagi þegar starfsumhverfi veitingageirans sé ólíkt öðrum greinum. Fyrst og fremst vegna þess að um 70 prósent vinnutímans fer fram utan hefðbundinnar dagvinnu. „Og við vinnum undir samningum sem gera ráð fyrir að dagvinna sé hið hefðbundna starfsfyrirkomulag.“ Þá bendir hann á að í nágrannalöndum eru kjarasamningar fyrir greinina á þá leið að kvöldálag byrjar seinna auk þess sem það sé krónutala en ekki prósentutala af dagvinnunni. „Það finnst mér bara galið“ Aðalgeir segir að umhverfi kjaraviðræðna þarfnist gríðarlegrar endurskoðunar enda ótrúlegt að hægt sé að horfa fram hjá jafn stórum samtökum og SVEIT. „Stéttarfélög geta bara valið viðsemjendur virðist vera og það yrði nú örugglega annað hljóð í kútnum ef það væri öfugt snúið. Ef það væri stéttarfélag sem ekkert atvinnurekendafélag myndi vilja tala við. Það finnst mér bara galið.“ Veitingastaðir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43 Ágæt en fyrirsjáanleg niðurstaða Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera ágætt að komin sé niðurstaða í kjaradeilu samtakanna við Eflingu. Hann segir deilan sanna það að verkföll borgi sig ekki. 8. mars 2023 11:46 Miðlunartillagan samþykkt Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hjá Eflingu samþykktu tillöguna. Kjörsókn hjá meðlimum SA var 81 prósent en hjá Eflingu tæp 23 prósent. 8. mars 2023 11:25 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ari þingflokksformaður Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Sjá meira
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var í gær samþykkt og kjarasamningur því svo gott sem kominn á. Forsætisráðherra fagnar niðurstöðunni. „Og ég held að það skipti miklu máli að samningum núna sem eru fram undan á hinum opinbera markaði að þeim verði vonandi lokið líka með farsælum hætti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Ekki sjálfbært umhverfi Starfsfólk í veitingaþjónustu mun þurfa að lúta kjarasamningnum og segist Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði ósáttur við að samtökin hafi ekki haft neina aðkomu að kjarasamningsviðræðum. Forsvarsmenn samtakanna hafi ítrekað reynt að komast að samningaborðinu án árangurs. „Rödd okkar þarf að heyrast, augljóslega þegar staðan er orðin það slæm að launahlutfall er komið upp undir 50 prósent af veltu fyrirtækja. Það getur ekki talist sjálfbært vinnuumhverfi,“ segir Aðalgeir. Þungur biti að kyngja Það sé því þungur biti að kyngja að þurfa að fylgja kjarasamningum sem samtökin hafi enga aðkomu að - sér í lagi þegar starfsumhverfi veitingageirans sé ólíkt öðrum greinum. Fyrst og fremst vegna þess að um 70 prósent vinnutímans fer fram utan hefðbundinnar dagvinnu. „Og við vinnum undir samningum sem gera ráð fyrir að dagvinna sé hið hefðbundna starfsfyrirkomulag.“ Þá bendir hann á að í nágrannalöndum eru kjarasamningar fyrir greinina á þá leið að kvöldálag byrjar seinna auk þess sem það sé krónutala en ekki prósentutala af dagvinnunni. „Það finnst mér bara galið“ Aðalgeir segir að umhverfi kjaraviðræðna þarfnist gríðarlegrar endurskoðunar enda ótrúlegt að hægt sé að horfa fram hjá jafn stórum samtökum og SVEIT. „Stéttarfélög geta bara valið viðsemjendur virðist vera og það yrði nú örugglega annað hljóð í kútnum ef það væri öfugt snúið. Ef það væri stéttarfélag sem ekkert atvinnurekendafélag myndi vilja tala við. Það finnst mér bara galið.“
Veitingastaðir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43 Ágæt en fyrirsjáanleg niðurstaða Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera ágætt að komin sé niðurstaða í kjaradeilu samtakanna við Eflingu. Hann segir deilan sanna það að verkföll borgi sig ekki. 8. mars 2023 11:46 Miðlunartillagan samþykkt Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hjá Eflingu samþykktu tillöguna. Kjörsókn hjá meðlimum SA var 81 prósent en hjá Eflingu tæp 23 prósent. 8. mars 2023 11:25 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ari þingflokksformaður Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Sjá meira
„Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43
Ágæt en fyrirsjáanleg niðurstaða Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera ágætt að komin sé niðurstaða í kjaradeilu samtakanna við Eflingu. Hann segir deilan sanna það að verkföll borgi sig ekki. 8. mars 2023 11:46
Miðlunartillagan samþykkt Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hjá Eflingu samþykktu tillöguna. Kjörsókn hjá meðlimum SA var 81 prósent en hjá Eflingu tæp 23 prósent. 8. mars 2023 11:25