„Finnur vill að ég skjóti“ Atli Arason skrifar 10. mars 2023 23:30 Kristófer Acox er leikmaður Vals. Vísir/Hulda Margrét Kristófer Acox, leikmaður Vals, gat leyft sér að brosa eftir 31 stiga stórsigur liðsins á Keflavík í Keflavík, 80-111. Kirstófer skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu á tímabilinu í leiknum. „Þetta var mjög góður sigur, sterkur liðssigur. Við erum hægt og rólega að finna okkar takt svona rétt fyrir úrslitakeppnina, alveg á hárréttum tíma. Á sama tíma vitum við líka að við getum lagað margt, sem er bara jákvætt,“ sagði Kristófer í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum allir að spila fyrir hvorn annan, við erum aðeins að keyra upp tempóið hjá okkur og við erum að reyna að fá auðveldari körfur með því að hlaupa á liðin. Við erum svolítið búnir að vera að dúlla okkur við að koma upp með boltann og vera þannig svolítið fyrirsjáanlegir. Andstæðingarnir vita kannski alltaf að ég og Kári erum að fara í einhver boltahindranir og þess vegna erum við aðeins farnir að sprengja þetta upp. Svo erum við bara að reyna að hafa gaman af þessu og það er mikill leikgleði í liðinu. Allir á góðum stað.“ Kristófer skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu úr 12 tilraunum á tímabilinu þegar hann setti niður þrist undir lok fyrri hálfleiks. „Við erum að sprengja þetta upp. Núna verður það í leikgreiningum hjá öðrum liðum, ég að taka þrista,“ sagði Kristó og hló áður en hann bætti við. „Nei nei, það versta sem getur skeð er að klikka. Ég tók tvo eða þrjá þrista og hitti úr einum og það er bara gaman. Maður hefur sett þetta skot 300 sinnum en kannski ekki í leik. Finnur [Freyr Stefánsson, þjálfari Vals] vill að ég skjóti þegar maðurinn er svona langt frá mér og leikurinn í flæði. Allir hinir fá að skjóta 40 sinnum í leik, þannig af hverju má ég ekki fá einn,“ spurði Kristófer á móti, aðspurður út í þristinn sinn. Valsmenn eru nú á toppi deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir og deildarmeistaratitilinn í augnsýn. Kristófer segir markmið Vals vera að sækja deildarmeistaratitilinn en bætir við að baráttan er þó langt frá því að vera búinn. „Við erum bara að setja fókusinn á okkur fyrst og fremst. Við erum ekkert að spá í liðunum í kringum okkur. Við vitum að ef við getum mjólkað allt eins vel og við getum þá er helvíti erfitt að eiga við okkur. Deildin er samt það sterk og það eru mörg góð lið. Það verður gríðarlega erfiður leikur á móti ÍR næst, þeir eru enn þá að berjast fyrir einhverju en við verðum bara að halda haus og horfa fram á veginn,“ sagði Kristófer Acox, leikmaður Vals, að endingu. Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík 80 - 111 Valur | Valsmenn ekki í vandræðum í Keflavík Valur átti ekki í miklum vandræðum með lánlausa Keflvíkinga í Keflavík í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu öruggan 31 stiga sigur, 80-111. Valur fer með sigrinum í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar eftir fjórða tapleikinn í röð. 10. mars 2023 22:40 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
„Þetta var mjög góður sigur, sterkur liðssigur. Við erum hægt og rólega að finna okkar takt svona rétt fyrir úrslitakeppnina, alveg á hárréttum tíma. Á sama tíma vitum við líka að við getum lagað margt, sem er bara jákvætt,“ sagði Kristófer í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum allir að spila fyrir hvorn annan, við erum aðeins að keyra upp tempóið hjá okkur og við erum að reyna að fá auðveldari körfur með því að hlaupa á liðin. Við erum svolítið búnir að vera að dúlla okkur við að koma upp með boltann og vera þannig svolítið fyrirsjáanlegir. Andstæðingarnir vita kannski alltaf að ég og Kári erum að fara í einhver boltahindranir og þess vegna erum við aðeins farnir að sprengja þetta upp. Svo erum við bara að reyna að hafa gaman af þessu og það er mikill leikgleði í liðinu. Allir á góðum stað.“ Kristófer skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu úr 12 tilraunum á tímabilinu þegar hann setti niður þrist undir lok fyrri hálfleiks. „Við erum að sprengja þetta upp. Núna verður það í leikgreiningum hjá öðrum liðum, ég að taka þrista,“ sagði Kristó og hló áður en hann bætti við. „Nei nei, það versta sem getur skeð er að klikka. Ég tók tvo eða þrjá þrista og hitti úr einum og það er bara gaman. Maður hefur sett þetta skot 300 sinnum en kannski ekki í leik. Finnur [Freyr Stefánsson, þjálfari Vals] vill að ég skjóti þegar maðurinn er svona langt frá mér og leikurinn í flæði. Allir hinir fá að skjóta 40 sinnum í leik, þannig af hverju má ég ekki fá einn,“ spurði Kristófer á móti, aðspurður út í þristinn sinn. Valsmenn eru nú á toppi deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir og deildarmeistaratitilinn í augnsýn. Kristófer segir markmið Vals vera að sækja deildarmeistaratitilinn en bætir við að baráttan er þó langt frá því að vera búinn. „Við erum bara að setja fókusinn á okkur fyrst og fremst. Við erum ekkert að spá í liðunum í kringum okkur. Við vitum að ef við getum mjólkað allt eins vel og við getum þá er helvíti erfitt að eiga við okkur. Deildin er samt það sterk og það eru mörg góð lið. Það verður gríðarlega erfiður leikur á móti ÍR næst, þeir eru enn þá að berjast fyrir einhverju en við verðum bara að halda haus og horfa fram á veginn,“ sagði Kristófer Acox, leikmaður Vals, að endingu.
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík 80 - 111 Valur | Valsmenn ekki í vandræðum í Keflavík Valur átti ekki í miklum vandræðum með lánlausa Keflvíkinga í Keflavík í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu öruggan 31 stiga sigur, 80-111. Valur fer með sigrinum í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar eftir fjórða tapleikinn í röð. 10. mars 2023 22:40 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Leik lokið: Keflavík 80 - 111 Valur | Valsmenn ekki í vandræðum í Keflavík Valur átti ekki í miklum vandræðum með lánlausa Keflvíkinga í Keflavík í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu öruggan 31 stiga sigur, 80-111. Valur fer með sigrinum í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar eftir fjórða tapleikinn í röð. 10. mars 2023 22:40