Þrumaði boltanum upp í stúku þótt lið hans væri að vinna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2023 18:00 Cristiano Ronaldo uppskar gult spjald fyrir að taka pirring sinn út á keppnisboltanum. Mohammed Saad/Getty Images Cristiano Ronaldo, leikmaður Al Nassr í Sádi-Arabíu var allt annað en sáttur þegar flautað var til hálfleiks í bikarleik liðsins gegn Abha. Litlu máli skipti að Al-Nassr væri 2-0 yfir og sigurinn næsta vís. Hinn 38 ára gamli Ronaldo skoraði þrennu þann 25. febrúar en hafði ekki skorað í tveimur leikjum í röð þegar kom að leik Al-Nassr og Abha. Það var á þriðju mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks sem boltinn féll fyrir fætur portúgalska framherjans sem óð af stað í skyndisókn. Honum til mikillar undrunar, og gríðarlegs pirrings, þá ákvað dómarinn að flauta til hálfleiks. Ronaldo, sem er fyrirliði Al-Nassr, var vægast sagt brjálaður yfir ákvörðun dómarans að flauta fyrri hálfleikinn af þegar hann var enn á sínum eigin vallarhelmingi. Fyrirliðinn baðaði út höndunum, tók boltann upp og þrumaði honum langleiðina upp í stúku. Fékk Ronaldo gult spjald að launum. Without a goal in three appearances, Cristiano Ronaldo was NOT impressed when the referee blew for half time during an Al Nassr counter-attack #BBCFootball #AlNassr pic.twitter.com/KwCP6cUx4c— BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2023 Leiknum lauk með 3-1 sigri Al-Nassr sem er þar með komið áfram í Konungsbikarnum. Ronaldo skoraði hvorki né lagði upp í leiknum og var tekinn af velli á 87. mínútu. Ronaldo hefur skorað 8 mörk í 7 deildarleikjum í Sádi-Arabíu, þar á meðal eina þrennu og eina fernu, ásamt því að gefa 2 stoðsendingar. Í tveimur leikjum í Ofur- og Konungsbikarnum hefur honum hins vegar mistekist að skora. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Hinn 38 ára gamli Ronaldo skoraði þrennu þann 25. febrúar en hafði ekki skorað í tveimur leikjum í röð þegar kom að leik Al-Nassr og Abha. Það var á þriðju mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks sem boltinn féll fyrir fætur portúgalska framherjans sem óð af stað í skyndisókn. Honum til mikillar undrunar, og gríðarlegs pirrings, þá ákvað dómarinn að flauta til hálfleiks. Ronaldo, sem er fyrirliði Al-Nassr, var vægast sagt brjálaður yfir ákvörðun dómarans að flauta fyrri hálfleikinn af þegar hann var enn á sínum eigin vallarhelmingi. Fyrirliðinn baðaði út höndunum, tók boltann upp og þrumaði honum langleiðina upp í stúku. Fékk Ronaldo gult spjald að launum. Without a goal in three appearances, Cristiano Ronaldo was NOT impressed when the referee blew for half time during an Al Nassr counter-attack #BBCFootball #AlNassr pic.twitter.com/KwCP6cUx4c— BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2023 Leiknum lauk með 3-1 sigri Al-Nassr sem er þar með komið áfram í Konungsbikarnum. Ronaldo skoraði hvorki né lagði upp í leiknum og var tekinn af velli á 87. mínútu. Ronaldo hefur skorað 8 mörk í 7 deildarleikjum í Sádi-Arabíu, þar á meðal eina þrennu og eina fernu, ásamt því að gefa 2 stoðsendingar. Í tveimur leikjum í Ofur- og Konungsbikarnum hefur honum hins vegar mistekist að skora.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira