Eva skellti sér fyrst í Menntaskólann á Ásbrú þar sem hún var alveg viss um að hún væri komin á kaldasta stað á Íslandi.
Á milli þess sem Eva spókaði sig fyrir framan „Green-Screen“ og forðaðist kuldann ræddi hún einnig við liðsmenn Menntaskólans á Ásbrú sem kepptu fyrir hönd skólans í FRÍS.
MÁ þurfti þó að lokum að sætta sig við tap gegn FG síðastliðinn miðvikudag og skólinn er því úr leik. Heimsókn Evu í MÁ má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Framhaldsskólaleikarnir halda svo áfram í kvöld þegar Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Fjölbrautaskóli Suðurlands eigast við í átta liða úrslitum í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi. Bein útsending hefst klukkan 19:30.