Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Máni Snær Þorláksson skrifar 16. mars 2023 11:48 Daníel E. Arnarsson. Vísir/Vilhelm Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður og framkvæmdastjóri Samtakanna '78, hefur sagt sig úr Vinstri grænum. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook síðu sinni og segir að ástæðuna vera þingmenn flokksins greiddu atkvæði með útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Meirihluti Alþingis samþykkti frumvarpið í gærkvöldi. Allir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með frumvarpinu fyrir utan Katrínu Jakobsdóttur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur en þær voru báðar fjarverandi. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram en þær voru felldar. „Í gærkvöldi var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra samþykkt. Frumvarp sem fjöldi mannréttinda- og hjálparsamtaka hafa barist gegn enda skerðir það réttindi eins viðkvæmasta og jaðarsettasta hóp okkar samfélags; fólk sem leitar að alþjóðlegri vernd. Það er ekki að ástæðulausu að frumvarpið mætti jafnsterkri andstöðu líkt og raun ber vitni,“ segir Daníel í færslunni. Engin stjórnmál séu án ábyrgðar Daníel segir að þegar hann bauð sig fram í prófkjöri Vinstri grænna árið 2021 hafi eitt af hans áherslumálum verið meiri mannúð þegar kemur að útlendingamálum. „Ég fékk fjölda fólks til að ganga til liðs við hreyfinguna, fólk sem var mér sammála í þessum efnum og ég fékk mikinn stuðning frá þessum einstaklingum. Fyrir það verð ég ávallt þakklátur,“ segir hann. Hann segist hafa skráð sig úr flokknum einungis nokkrum mínútum eftir að frumvarpið var samþykkt: „Það eru engin stjórnmál án ábyrgðar, og ég finn til ábyrgðar á þessari stundu. Ég var alla tíð á móti þessu frumvarpi og gerði mitt allra besta til þess að stöðva það. Það tókst ekki. Því verð ég að bera ákveðna ábyrgð og nokkrum mínútum eftir að þingfólk Vinstri grænna greiddi atkvæði með þessu frumvarpi þá skráði ég mig úr hreyfingunni. Ekki einungis vonbrigðanna vegna.“ Þung skref Daníel hefur starfað lengi með Vinstri grænum eða í sautján ár. Hann segist ekki horfa á flokkinn sem stjórnmálahreyfingu heldur sem fjölskyldu, fólk sem ól hann upp. „Þess vegna eru þessi skref afskaplega þung. Mér þykir enn afar vænt um fólkið í VG en því miður þá get ég ekki staðið á bakvið hreyfingu sem samþykkir skerðingu á réttindum til eins viðkvæmasta hóp samfélagsins.“ Að lokum segir Daníel að hann átti sig á að hann sé lýðræðislega kjörinn varaþingmaður flokksins. Hann ætli ekki að taka sæti á þingi verði hann kallaður inn heldur vísa á næstu manneskju á lista flokksins í sínu kjördæmi. Daníel skipaði þriðja sæti á lista Vinstri græna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir kosningarnar 2021. Þingflokkurinn náði þar inn tveimur mönnum, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og svo Orra Páli Jóhannssyni sem uppbótarþingmanni. Vinstri græn Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður og framkvæmdastjóri Samtakanna '78, hefur sagt sig úr Vinstri grænum. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook síðu sinni og segir að ástæðuna vera þingmenn flokksins greiddu atkvæði með útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Meirihluti Alþingis samþykkti frumvarpið í gærkvöldi. Allir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með frumvarpinu fyrir utan Katrínu Jakobsdóttur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur en þær voru báðar fjarverandi. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram en þær voru felldar. „Í gærkvöldi var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra samþykkt. Frumvarp sem fjöldi mannréttinda- og hjálparsamtaka hafa barist gegn enda skerðir það réttindi eins viðkvæmasta og jaðarsettasta hóp okkar samfélags; fólk sem leitar að alþjóðlegri vernd. Það er ekki að ástæðulausu að frumvarpið mætti jafnsterkri andstöðu líkt og raun ber vitni,“ segir Daníel í færslunni. Engin stjórnmál séu án ábyrgðar Daníel segir að þegar hann bauð sig fram í prófkjöri Vinstri grænna árið 2021 hafi eitt af hans áherslumálum verið meiri mannúð þegar kemur að útlendingamálum. „Ég fékk fjölda fólks til að ganga til liðs við hreyfinguna, fólk sem var mér sammála í þessum efnum og ég fékk mikinn stuðning frá þessum einstaklingum. Fyrir það verð ég ávallt þakklátur,“ segir hann. Hann segist hafa skráð sig úr flokknum einungis nokkrum mínútum eftir að frumvarpið var samþykkt: „Það eru engin stjórnmál án ábyrgðar, og ég finn til ábyrgðar á þessari stundu. Ég var alla tíð á móti þessu frumvarpi og gerði mitt allra besta til þess að stöðva það. Það tókst ekki. Því verð ég að bera ákveðna ábyrgð og nokkrum mínútum eftir að þingfólk Vinstri grænna greiddi atkvæði með þessu frumvarpi þá skráði ég mig úr hreyfingunni. Ekki einungis vonbrigðanna vegna.“ Þung skref Daníel hefur starfað lengi með Vinstri grænum eða í sautján ár. Hann segist ekki horfa á flokkinn sem stjórnmálahreyfingu heldur sem fjölskyldu, fólk sem ól hann upp. „Þess vegna eru þessi skref afskaplega þung. Mér þykir enn afar vænt um fólkið í VG en því miður þá get ég ekki staðið á bakvið hreyfingu sem samþykkir skerðingu á réttindum til eins viðkvæmasta hóp samfélagsins.“ Að lokum segir Daníel að hann átti sig á að hann sé lýðræðislega kjörinn varaþingmaður flokksins. Hann ætli ekki að taka sæti á þingi verði hann kallaður inn heldur vísa á næstu manneskju á lista flokksins í sínu kjördæmi. Daníel skipaði þriðja sæti á lista Vinstri græna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir kosningarnar 2021. Þingflokkurinn náði þar inn tveimur mönnum, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og svo Orra Páli Jóhannssyni sem uppbótarþingmanni.
Vinstri græn Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira