„Ég sé ekki fram á það verði gert neitt fyrir fólk eins og okkur“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. mars 2023 21:30 Þórdís hefur ekki fengið nein svör um hvenær 16 mánaða sonur hennar komist inn á leikskóla. Aðsend Fjögurra manna fjölskylda neyddist til að flytja úr íbúð sinni og leigja hana út til að ná endum saman, þar sem yngsta barnið kemst ekki inn á leikskóla. Foreldrar segja nóg komið af innantómum yfirlýsingum og krefjast tafarlausra aðgerða. Mótmæli hafa verið boðuð á ný í næstu viku. Áform sem Reykjavíkurborg kynnti á síðasta ári um opnun sjö nýrra leikskóla auk þess sem börn frá tólf mánaða aldri áttu að fá pláss gengu ekki eftir. Mörg hundruð börn eru á biðlista og aukinnar örvæntingar gætir hjá ráðalausum foreldrum. Boðað var til mótmæla í morgun við ráðhúsið. Ein þeirra sem mætti til að mótmæla í Ráðhúsinu í morgun er Þórdís Ólöf, móðir Ævars Nonna, 16 mánaða. Átta mánuðir eru síðan fæðingarorlofið kláraðist og hafa Þórdís og maðurinn hennar þurft að brúa bilið síðan. Þórdís skráði sig í nám eftir fæðingarorlof til að eiga rétt á námslánum. Hún kláraði námið og byrjaði að vinna í janúar. Maðurinn hennar er nú launalaus heima með barnið. Þórdís skráði sig í nám eftir fæðingarorlof til að eiga rétt á námslánum. Hún kláraði námið og byrjaði að vinna í janúar. Maðurinn hennar er nú launalaus heima með barnið. Aðsend Fjölskyldan neyddist til að flytja úr íbúðinni sinni og leigja hana út til að ná endum saman. „Þetta gengur auðvitað ekki upp fjárhagslega fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þannig að við búum núna í íbúð sem foreldrar mínir leigja okkur ódýrt. Hún er 34 fermetrar, við erum fjögur og erum að leigja okkar íbúð út á airbnb af því við sjáum ekki fram á að geta staðið straum af tekjum með einum launatjékka,“ segir Þórdís. Upphaflega ætluðu þau sér aðeins að leigja íbúðina í þrjá mánuði en vegna þess að Ævar Nonni fær hvergi dagvistun hefur sá tími sífellt lengst og óvissa varðandi framhaldið er mikil. „Dagarnir sem við megum leigja út eru búnir núna um páskana og þá þurfum við að ákveða hvort við ætlum að setja þetta í langtímaútleigu og búa áfram í 34 fermetrum eða hvort við munum flytja aftur inn.“ Þetta er rosalega streituvaldandi og kvíðavaldandi og staða sem ég óska ekki neinum að vera í. „ Það er mikið um stór loforð og langtímaáætlanir en hvað verður gert fyrir svona fólk eins og mig, sem er bara í rosalega viðkvæmri stöðu? Ég sé ekki fram á það verði gert neitt fyrir fólk eins og okkur.“ Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar mótmæltu í ráðhúsinu: „Ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist“ Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu þeirri stöðu sem enn á ný er komin upp í leikskólamálum. Dæmi er um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástandið grafalvarlegt og það sé tilkomið vegna trassaskapar. 16. mars 2023 11:46 Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14. mars 2023 14:00 Færri leikskólabörn innrituð í Reykjavík í haust vegna framkvæmda Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavík hefst á morgun. Einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum og endurbætur á húsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla. 13. mars 2023 13:51 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Áform sem Reykjavíkurborg kynnti á síðasta ári um opnun sjö nýrra leikskóla auk þess sem börn frá tólf mánaða aldri áttu að fá pláss gengu ekki eftir. Mörg hundruð börn eru á biðlista og aukinnar örvæntingar gætir hjá ráðalausum foreldrum. Boðað var til mótmæla í morgun við ráðhúsið. Ein þeirra sem mætti til að mótmæla í Ráðhúsinu í morgun er Þórdís Ólöf, móðir Ævars Nonna, 16 mánaða. Átta mánuðir eru síðan fæðingarorlofið kláraðist og hafa Þórdís og maðurinn hennar þurft að brúa bilið síðan. Þórdís skráði sig í nám eftir fæðingarorlof til að eiga rétt á námslánum. Hún kláraði námið og byrjaði að vinna í janúar. Maðurinn hennar er nú launalaus heima með barnið. Þórdís skráði sig í nám eftir fæðingarorlof til að eiga rétt á námslánum. Hún kláraði námið og byrjaði að vinna í janúar. Maðurinn hennar er nú launalaus heima með barnið. Aðsend Fjölskyldan neyddist til að flytja úr íbúðinni sinni og leigja hana út til að ná endum saman. „Þetta gengur auðvitað ekki upp fjárhagslega fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þannig að við búum núna í íbúð sem foreldrar mínir leigja okkur ódýrt. Hún er 34 fermetrar, við erum fjögur og erum að leigja okkar íbúð út á airbnb af því við sjáum ekki fram á að geta staðið straum af tekjum með einum launatjékka,“ segir Þórdís. Upphaflega ætluðu þau sér aðeins að leigja íbúðina í þrjá mánuði en vegna þess að Ævar Nonni fær hvergi dagvistun hefur sá tími sífellt lengst og óvissa varðandi framhaldið er mikil. „Dagarnir sem við megum leigja út eru búnir núna um páskana og þá þurfum við að ákveða hvort við ætlum að setja þetta í langtímaútleigu og búa áfram í 34 fermetrum eða hvort við munum flytja aftur inn.“ Þetta er rosalega streituvaldandi og kvíðavaldandi og staða sem ég óska ekki neinum að vera í. „ Það er mikið um stór loforð og langtímaáætlanir en hvað verður gert fyrir svona fólk eins og mig, sem er bara í rosalega viðkvæmri stöðu? Ég sé ekki fram á það verði gert neitt fyrir fólk eins og okkur.“
Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar mótmæltu í ráðhúsinu: „Ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist“ Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu þeirri stöðu sem enn á ný er komin upp í leikskólamálum. Dæmi er um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástandið grafalvarlegt og það sé tilkomið vegna trassaskapar. 16. mars 2023 11:46 Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14. mars 2023 14:00 Færri leikskólabörn innrituð í Reykjavík í haust vegna framkvæmda Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavík hefst á morgun. Einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum og endurbætur á húsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla. 13. mars 2023 13:51 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Foreldrar mótmæltu í ráðhúsinu: „Ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist“ Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu þeirri stöðu sem enn á ný er komin upp í leikskólamálum. Dæmi er um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástandið grafalvarlegt og það sé tilkomið vegna trassaskapar. 16. mars 2023 11:46
Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14. mars 2023 14:00
Færri leikskólabörn innrituð í Reykjavík í haust vegna framkvæmda Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavík hefst á morgun. Einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum og endurbætur á húsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla. 13. mars 2023 13:51