Diljá er komin með hvorki meira né minna en 133 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og má reikna með að sú tala fari hækkandi á komandi tímum. Hún kemur fram á síðari undanúrslitakvöldi Eurovision í Liverpool þann ellefta maí næstkomandi.
Efstu þrjú lög listans eru eftir íslenskt tónlistarfólk í þessari viku. Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór sitja staðfastir í öðru sæti með lagið Vinn við það og nýliðinn Patrik stekkur upp í þriðja sæti með sitt fyrsta lag prettyboitjokko.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.
Lög Íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: