Hafðu samband ef þú ert í vanda! (en helst ekki, því að við erum undirmönnuð) Jóhanna Freyja Ásgeirsdóttir skrifar 20. mars 2023 08:31 Í Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands eru tæplega 700 nemendur og er hún með fjölmennari deildum innan skólans enda er námið spennandi og starfsgreinin skiptir miklu máli í íslensku samfélagi. Hér á landi hefur orðið mikil fólksfjölgun, innflytjendum fjölgar stöðugt og eru störf félagsráðgjafa mjög mikilvægur þáttur í því að takast á við þær framtíðaráskoranir sem fylgja fólksfjölguninni. Staðreyndin er sú að það sárvantar félagsráðgjafa á íslenskan vinnumarkað. Við Háskóla Íslands eru að meðaltali 17 nemendur á hvern fastráðinn kennara og innan Félagsvísindasviðs eru um það bil 22 nemendur á hvern fastráðinn kennara. Í Félagsráðgjafardeild er sagan hins vegar önnur, en þar eru hvorki meira né minna en 37 nemendur á hvern fastráðinn kennara, 20 nemendum fleiri en að meðaltali hjá Háskóla Íslands. Í Félagsráðgjafardeild er því langstærsta hlutfall nemenda á hvern fastráðinn kennara á öllu Félagsvísindasviði. Við deildina eru samtals 20 kennarar í 13,64 stöðugildum við að kenna tæplega 700 nemendum. Þessi staða er erfið, bæði fyrir nemendur og kennara deildarinnar og ekki skánar hún þegar kemur að kennslu í klínískri félagsráðgjöf í framhaldsnámi þar sem gæði kennslunnar skipta verulegu máli. Eins og staðan er í dag tekur Félagsráðgjafardeild einungis á móti 40 nemendum í framhaldsnám til starfsréttinda en vegna mikillar eftirspurnar á vinnumarkaðnum eftir félagsráðgjöfum ákvað deildin að svara kallinu og lagði til að nemendum yrði fjölgað í 60 gegn því að háskólinn bætti við 2- 3 stöðugildum. Háskóli Íslands féllst ekki á þetta tilboð og nemendafjöldinn er því ennþá sá sami. Gríðarleg eftirspurn er á vinnumarkaði eftir félagsráðgjöfum og ljóst er að framboð af félagsráðgjöfum annar ekki eftirspurn. Nýleg rannsókn, sem gerð var meðal félagsráðgjafa á Íslandi, sýndi að um 40% þeirra höfðu einkenni kulnunar í starfi sem rekja má til mikillar streitu og álags sem fylgir starfinu. Þeir fáu félagsráðgjafar sem eru á vettvangi hafa of mörg mál á sinni könnu vegna þess hve skorturinn á félagsráðgjöfum er mikill. Háskóli Íslands þarf að svara kalli vinnumarkaðarins og gera deildinni kleift að útskrifa fleiri félagsráðgjafa. Það er gömul saga og ný að það skiptir máli að heilbrigðisstéttir séu vel mannaðar, þannig að hægt sé að veita þá góðu þjónustu sem fólkið í landinu á skilið. Við í Vöku viljum berjast fyrir forgangsröðun fjármagns til Félagsráðgjafardeildar þannig að hægt sé að fjölga kennurum og þannig fjölga útskrifuðum nemendum. Það er eina leiðin til þess að svara kallinu á vinnumarkaði. Ég vona að þið, kæru félagsráðgjafanemar, séuð tilbúin til þess að taka þennan slag með mér og ég vona að kjósendur veiti okkur í Vöku umboð til þess í komandi stúdentaráðskosningum. Höfundur skipar 5. sæti á lista Vöku á Félagsvísindasviði í kosningum til Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands eru tæplega 700 nemendur og er hún með fjölmennari deildum innan skólans enda er námið spennandi og starfsgreinin skiptir miklu máli í íslensku samfélagi. Hér á landi hefur orðið mikil fólksfjölgun, innflytjendum fjölgar stöðugt og eru störf félagsráðgjafa mjög mikilvægur þáttur í því að takast á við þær framtíðaráskoranir sem fylgja fólksfjölguninni. Staðreyndin er sú að það sárvantar félagsráðgjafa á íslenskan vinnumarkað. Við Háskóla Íslands eru að meðaltali 17 nemendur á hvern fastráðinn kennara og innan Félagsvísindasviðs eru um það bil 22 nemendur á hvern fastráðinn kennara. Í Félagsráðgjafardeild er sagan hins vegar önnur, en þar eru hvorki meira né minna en 37 nemendur á hvern fastráðinn kennara, 20 nemendum fleiri en að meðaltali hjá Háskóla Íslands. Í Félagsráðgjafardeild er því langstærsta hlutfall nemenda á hvern fastráðinn kennara á öllu Félagsvísindasviði. Við deildina eru samtals 20 kennarar í 13,64 stöðugildum við að kenna tæplega 700 nemendum. Þessi staða er erfið, bæði fyrir nemendur og kennara deildarinnar og ekki skánar hún þegar kemur að kennslu í klínískri félagsráðgjöf í framhaldsnámi þar sem gæði kennslunnar skipta verulegu máli. Eins og staðan er í dag tekur Félagsráðgjafardeild einungis á móti 40 nemendum í framhaldsnám til starfsréttinda en vegna mikillar eftirspurnar á vinnumarkaðnum eftir félagsráðgjöfum ákvað deildin að svara kallinu og lagði til að nemendum yrði fjölgað í 60 gegn því að háskólinn bætti við 2- 3 stöðugildum. Háskóli Íslands féllst ekki á þetta tilboð og nemendafjöldinn er því ennþá sá sami. Gríðarleg eftirspurn er á vinnumarkaði eftir félagsráðgjöfum og ljóst er að framboð af félagsráðgjöfum annar ekki eftirspurn. Nýleg rannsókn, sem gerð var meðal félagsráðgjafa á Íslandi, sýndi að um 40% þeirra höfðu einkenni kulnunar í starfi sem rekja má til mikillar streitu og álags sem fylgir starfinu. Þeir fáu félagsráðgjafar sem eru á vettvangi hafa of mörg mál á sinni könnu vegna þess hve skorturinn á félagsráðgjöfum er mikill. Háskóli Íslands þarf að svara kalli vinnumarkaðarins og gera deildinni kleift að útskrifa fleiri félagsráðgjafa. Það er gömul saga og ný að það skiptir máli að heilbrigðisstéttir séu vel mannaðar, þannig að hægt sé að veita þá góðu þjónustu sem fólkið í landinu á skilið. Við í Vöku viljum berjast fyrir forgangsröðun fjármagns til Félagsráðgjafardeildar þannig að hægt sé að fjölga kennurum og þannig fjölga útskrifuðum nemendum. Það er eina leiðin til þess að svara kallinu á vinnumarkaði. Ég vona að þið, kæru félagsráðgjafanemar, séuð tilbúin til þess að taka þennan slag með mér og ég vona að kjósendur veiti okkur í Vöku umboð til þess í komandi stúdentaráðskosningum. Höfundur skipar 5. sæti á lista Vöku á Félagsvísindasviði í kosningum til Stúdentaráðs.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun